Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 112
HEILBRIGÐISMÁL
Unaðssemdir ástarínnar.
Eftir hverju sækjast karlar
og konur með kynlífi?
Sú skoðun er almenn að karl-
ar sækist eftir líkamlegri
nautn með kynlífi en konur
sækist eftir ást og innileika.
En þetta er víst ekki alls kost-
ar rétt. Nýjar rannsóknir hafa
leitt í Ijós að það fer eftir aldri
viðkomandi hvers hann leitar
í kynlífí.
Flestar kannanir varðandi
þetta efni hafa hingað til verið
gerðar á ungu fólki, oft stúd-
entum. Svo virðist á hinn bóg-
inn að eftir því sem fólk eldist
breytist áhersluþættir í kynlíf-
inu.
Tilfinningalegar hvatir virð-
ast verða minna mikilvægar
eftir því sem konur eldast.
Þannig var helsta hvötin fyrir
kynlífi 22-35 ára kvenna ást
eða í 61% tilfella, en aðeins
38% kvenna á aldrinum 36—
57 ára nefndu tilfinningalegar
hvatir sem meginástæðu.
Líkamleg nautn var helsta
hvötin hjá aðeins 22% þeirra
yngri en stekkur upp í 43% hjá
þeim eldri.
Hjá körlum er þessu aftur á
móti öfugt farið. Eftir því sem
þeir eldast vegur ást og inni-
leiki þyngra á metunum.
Aðeins 31% karla yngri en 36
ára nefndu ástina sem megin-
hvötina en helmingur þeirra
sem voru eldri en 36 ára töldu
hana mikilvægustu ástæðuna.
Líkamlegar hvatir falla úr 44%
í 36%. Þessar niðurstöður voru
óháðar því hvort fólk var gift, í
sambúð, fráskilið eða hafði
aldrei verið í sambúð.
Sérfræðingar telja að unnt sé
að skýra breytingar sem verða
á viðhorfum fólks til kynlífs
eftir því sem það eldist með
einhverjum þáttum í uppeldi.
Snemma á kynþroskaskeiði
okkar stefnum við að hefð-
bundum viðhorfum um kyn-
líf. Síðan verður breyting á.
Það tekur okkur u.þ.b. helm-
ing af fullorðinsskeiði okkar að
öðlast næga sjálfsþekkingu til
að leita uppi hinn þáttinn í
kynferðislegri tjáningu okkar.
hóh/þþ
Vitaskuldir
Dvergvöxtur stafar oftast af
of lítilli framleiðslu vaxtar-
hormóns í heiladingli á
vaxtarskeiði fólks. Vöxtur
beina stöðvast jafnframt
fyrr en ella.
★
Blóðtappi samanstendur
einkum af samslungnum
trefjum úr prótíninu fí-
bríni. í trefjaflókann safn-
ast síðan blóðkorn.
★
Ófrjósemi hrjáir um 8%
allra para sem eru á frjóu
skeiði, þ.e. um 50-60 mill-
jónir manna í öllum heimin-
um.
★
Vísindamenn hafa aukið
samvinnu sín á milli. Um
1960 voru höfundar fræðig-
reinar að meðaltali tveir en
nú leggja yfirleitt þrír sam-
an penna sína.
★
Svíar stefna nú að því að
bæta útfjólubláum geislum
við í háuljós bíla. Útfjólu-
bláir geislar eru ósýnilegir
en þeir valda því að sjálflýs-
andi skilti og tákn lýsa betur.
★
Lengsti meðgöngutími
spendýrs er hjá Asíufílnum.
Hann varir í ríflega 20 mán-
uði. *
Yfirleitt eru brunasár með-
höndluð með vatni en í
sumum löndum tíðkast að
bera tannkrem á sárin!
★
Kona sem reykir ekki en
býr með reykingamanni á
þrefalt frekar á hættu að fá
hjartaslag en sú sem býr
með reyklausum manni.
★
Venjulegur fótboltavöllur
rúmar 51000 manns, ef þeir
standa þétt saman.
★
Fyrsta skurðaðgerðin vegna
drers á auga var gerð 1748.
Það var franski læknirinn J.
Daviel sem ruddi brautina í
þeim lækningum og aðgerð-
in fólst í því að fjarlægja
skýjaðan augasteininn, líkt
og enn tíðkast.
112 ÞJÓÐLÍF