Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 112

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 112
HEILBRIGÐISMÁL Unaðssemdir ástarínnar. Eftir hverju sækjast karlar og konur með kynlífi? Sú skoðun er almenn að karl- ar sækist eftir líkamlegri nautn með kynlífi en konur sækist eftir ást og innileika. En þetta er víst ekki alls kost- ar rétt. Nýjar rannsóknir hafa leitt í Ijós að það fer eftir aldri viðkomandi hvers hann leitar í kynlífí. Flestar kannanir varðandi þetta efni hafa hingað til verið gerðar á ungu fólki, oft stúd- entum. Svo virðist á hinn bóg- inn að eftir því sem fólk eldist breytist áhersluþættir í kynlíf- inu. Tilfinningalegar hvatir virð- ast verða minna mikilvægar eftir því sem konur eldast. Þannig var helsta hvötin fyrir kynlífi 22-35 ára kvenna ást eða í 61% tilfella, en aðeins 38% kvenna á aldrinum 36— 57 ára nefndu tilfinningalegar hvatir sem meginástæðu. Líkamleg nautn var helsta hvötin hjá aðeins 22% þeirra yngri en stekkur upp í 43% hjá þeim eldri. Hjá körlum er þessu aftur á móti öfugt farið. Eftir því sem þeir eldast vegur ást og inni- leiki þyngra á metunum. Aðeins 31% karla yngri en 36 ára nefndu ástina sem megin- hvötina en helmingur þeirra sem voru eldri en 36 ára töldu hana mikilvægustu ástæðuna. Líkamlegar hvatir falla úr 44% í 36%. Þessar niðurstöður voru óháðar því hvort fólk var gift, í sambúð, fráskilið eða hafði aldrei verið í sambúð. Sérfræðingar telja að unnt sé að skýra breytingar sem verða á viðhorfum fólks til kynlífs eftir því sem það eldist með einhverjum þáttum í uppeldi. Snemma á kynþroskaskeiði okkar stefnum við að hefð- bundum viðhorfum um kyn- líf. Síðan verður breyting á. Það tekur okkur u.þ.b. helm- ing af fullorðinsskeiði okkar að öðlast næga sjálfsþekkingu til að leita uppi hinn þáttinn í kynferðislegri tjáningu okkar. hóh/þþ Vitaskuldir Dvergvöxtur stafar oftast af of lítilli framleiðslu vaxtar- hormóns í heiladingli á vaxtarskeiði fólks. Vöxtur beina stöðvast jafnframt fyrr en ella. ★ Blóðtappi samanstendur einkum af samslungnum trefjum úr prótíninu fí- bríni. í trefjaflókann safn- ast síðan blóðkorn. ★ Ófrjósemi hrjáir um 8% allra para sem eru á frjóu skeiði, þ.e. um 50-60 mill- jónir manna í öllum heimin- um. ★ Vísindamenn hafa aukið samvinnu sín á milli. Um 1960 voru höfundar fræðig- reinar að meðaltali tveir en nú leggja yfirleitt þrír sam- an penna sína. ★ Svíar stefna nú að því að bæta útfjólubláum geislum við í háuljós bíla. Útfjólu- bláir geislar eru ósýnilegir en þeir valda því að sjálflýs- andi skilti og tákn lýsa betur. ★ Lengsti meðgöngutími spendýrs er hjá Asíufílnum. Hann varir í ríflega 20 mán- uði. * Yfirleitt eru brunasár með- höndluð með vatni en í sumum löndum tíðkast að bera tannkrem á sárin! ★ Kona sem reykir ekki en býr með reykingamanni á þrefalt frekar á hættu að fá hjartaslag en sú sem býr með reyklausum manni. ★ Venjulegur fótboltavöllur rúmar 51000 manns, ef þeir standa þétt saman. ★ Fyrsta skurðaðgerðin vegna drers á auga var gerð 1748. Það var franski læknirinn J. Daviel sem ruddi brautina í þeim lækningum og aðgerð- in fólst í því að fjarlægja skýjaðan augasteininn, líkt og enn tíðkast. 112 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.