Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 23
OTRYGGUR KAUPMATTUR VARANLEGAR KJARABÆTUR SJAVARUTVEGI MINNIOG HAGKVÆMARI FLOTI Margir telja að stjórnvöld og atvinnu- rekendur hafi verið alltof djörf í verð- hækkunum að undanförnu. Þó ekki sé um miklar verðhækkanir að ræða, hafi þær haft áhrif á neikvæðan hátt. Sama sé hvort kóka kóla eða áfengi sé hækkað, hækkanir hafi sömu áhrif. Að undanförnu hefur því gætt töluverðs titrings meðal hagsmuna- aðila og stjórnkerfis vegna óvissu um framhaldið. Hið óvenjulega við þessa stöðu er þó það, að forsendur fyrir hugsanlegum ágreiningi og átökum um efnahagsþróun eru af annarri stærðargráðu en íslendingar hafa áður kynnst þegar farið er að ræða efnahagsráðstafanir stjórnvalda. Verð- bólgan er langt innan við 10% og verðlagsbreytingarnar innan marka sem landsmenn hafa ekki séð áður í marga ára- tugi. í þessu sambandi má ekki vanmeta fé- lagssálfræðilegan þátt efnahagsþróunar. Stemmningar úr atvinnu og efnahagslífi hafa oft víðtækar afleiðingar. í því ljósi hafa margir skoðað hugmyndir ættaðar frá LÍÚ, um að hugsanlegt væri að auka kvóta um allt að 100 þúsund tonn á næsta ári. Að mati ýmissa sérfræðinga eru hugmyndir í þessa veru fásinna af mörgum ástæðum. Nær væri að reyna að halda svipuðu afla- magni og affarasælast í bráð og lengd, eins og Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra hefur undirstrikað. ang flestir sérfræðingar í efnahags- málum og sjávarútvegi eru þeirrar skoðunar að einhvers konar veiðigjald sé óhjákvæmilegt. Það sé aðeins tímaspurs- mál hvenær það komi inn á fullu. Og í samhengi við efnahagsbatann og mögu- leika til að koma í veg fyrir þenslu hefur sú kenning verið sett fram, að batnandi af- koma í sjávarútvegi skili hærri greiðslum til ríkissjóðs í skatta og gjöld. Og ef veiði- gjaldið kæmi til viðbótar þá væri hægt að nota auknar tekjur ríkisins til að lækka virðisaukaskatt og þannig koma á varan- legri kjarabót til almennings í landinu. Það sé t.d. mun öruggari leið en gengis- hækkun til að tryggja að batinn skili sér til sem flestra. (Sjá skýringarmynd 4) — Ég er fylgjandi veiðigjaldi, en eftir Skýringarmynd 4 Framtíðarsýn með og án veiðigjalds. samþykkt laga á alþingi í vor eru engar pólitískar forsendur fyrir því næstu tvö árin, sagði Már Guðmundsson hagfræð- ingur. En á hinn bóginn telur hann rétt og sjálfsagt að koma því á í áföngum á næstu árum. Um þessar mundir er verið að und- irbúa margvíslegar ráðstafanir til breyt- inga á skattakerfmu á næstu misserum og árum — til aðlögunar því skattakerfi sem er við lýði í Evrópu. Það þýðir í stórum dráttum hækkun á beinum sköttum og lækkun á óbeinum. Jafnframt að jaðar- skattar á fyrirtæki lækki, en að skattlagn- ing fjármagnstekna verði tekin upp svipað og í nágrannalöndunum. í þessu sam- hengi bæri að stefna á lækkun virðisauka- skattsins, sem er ein hæsta skattprósenta af þessum toga í heimi. „Við eigum að gera eins og Magga Thatcher í Bretlandi, þ.e. að reka ríkissjóð með tekjuafgangi áður en farið er að huga að skattalækkunum", seg- ir Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra. Á það hefur verið bent að genginu hafi verið stjórnað með tilliti til afkomu sjávar- útvegs hverju sinni. Að mörgu leyti hefur gengið verið notað sem eitt helsta stjórn- tæki í efnahagsmálum íslendinga (sjá skýringarmynd 2). Að mati sérfræðinga eru möguleikar á að sníða af helstu agnúa á sveiflukenndu efnahagslífi m.a. með veiðigjaldinu eða -leigu, eftir því sem menn vilja kalla (sjá skýringarmynd 3). Ef menn vilja tryggja varanlegan árangur í efnahagslífi er óhjákvæmilegt að horfa til tillagna um veiðigjald að mati sérfræð- inganna. 0 Skýringarmynd 2 Vísitölurraungengis ogafkoma ísjávarútvegi liðins árs. Myndin sýnirmjög skýrt að gengið hefur öðru fremur verið skráð með tilliti til afkomu í sjávarútvegi. Tölurnar á lóðrétta ásnum sýna afkomu í sjávarútvegi án tillits til fjármagnskostnaðar. Raungengið ermæltá öðrum kvarða en afkoman og því er ekki eðlilegt að bera stærðina á sveiflunum á línuritinu saman. ÞJÓÐLÍF 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.