Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 109

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 109
Hvalir tala saman Ólafur Ingólfsson Kanadískur líffræðingur hef- ur sýnt fram á að háhyrningar „tali“ saman, og hann hefur getað greint milli „mál- lýskna“ og „tungumála“ hjá mismunandi hópum hvala. Þegar munurinn er sem mest- ur skilur jafn mikið milli „tungumála" og milli jap- önsku og íslensku hjá mönn- um. John Ford, líffræðingur við Sædýrasafnið í Vancouver í Kanada, hefur unnið í 10 ár að rannsóknum á því hvernig há- hyrningar skiptast á boðum neðansjávar. Hann segir tungumál háhyrninga samans- tanda af blísturshljóðum og köllum, sem séu mjög frá- brugðin „smellihljóðum“ sem þeir gefi frá sér þegar þeir nota endurvarp hljóðbylgna við að rata um djúp hafsins. Ef niður- stöður hans um mismunandi tungumál eru réttar, setur það hvali á bekk með mönnum og vissum tegundum mannapa hvað samskipti varðar. Hljóð flestra annarra dýra eru erfða- fræðilega ákveðin. Háhyrningar eru stærstu hvalirnir af ættkvísl höfrunga. Þeir eru í öllum heimshöfum, frá heimskautasvæðunum til hitabeltisins, en stærstu hóp- arnir flnnast undan ströndum íslands og Kanada. Ford fylgdist með háhyrningastofni undan vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna, sem telur um 350 dýr. Stofninn skiptist í tvo flokka, „norðurflokk" sem heldur sig undan ströndum Kanada og upp til Alaska, og „suðurflokk“ sem heldur sig nálægt landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Norður- flokkurinn telur 16 fjölskyldur eða hópa sem héldu saman, en „suðurflokkurinn“ þrjá hópa. Flest hljóðmerki háhyrn- inga eru á tíðnisviði sem mannseyrað nemur, og auð- velt að hljóðrita þau með að- stoð neðansjávarhljóðnema. Ford gat greint 12 mismun- andi köll og blístur sem hver fjölskylda notaði við sam- skipti. Allir fjölskyldumeð- limir gátu notað og notuðu þessi hljóð. Flest hljóð eru ein- ungis notuð innan fjölskyld- unnar, en stundum voru eitt eða fleiri hljóð sameiginleg tveim hópum. Þá benda niður- stöður Fords til þess að nýir fjölskyldumeðlimir læri mál- lýsku fjölskyldunnar, kynslóð eftir kynslóð. Hann telur að þeir hópar sem hafa sameigin- leg hljóð eigi sér sameiginlega forfeður. Ford hefur ekki fundið neitt ákveðið samband milli hegð- unar hvala og þeirra hljóða sem þeir gefa frá sér, annað en að ef þeir eru æstir eða verða fyrir áreimi þá kalla þeir oftar, og með hærri tíðni. Hann telur að tungumál og mállýskur hjálpi hvölunum til að þekkja fjölskyldumeðlimi frá öðrum hvölum. Þetta sé sérstaklega mikilvægt þegar margar fjöl- skyldur eða hópar fari saman í vöðu. Samskiptamál hvalanna hefur enga málfræðilega bygg- ingu, heldur byggir á þróuðu hljómfalli. „Hvalir virðast hafa háþróaðar leiðir til sam- skipta, en skilningur okkar á tungumáli þeirra er enn ófull- kominn,“ segir John Ford. Byggt á New Scientist ELSTA STEINGERÐA DÝR í HEIMI ÓLAFUR INGÓLFSSON Hvaða munur er á kolamola og mikilvægasta steingerv- ingafundi þessarar aldar í Bretlandi? Ekki nokkur, sam- kvæmt túlkun Verslunar- og Iðnaðarráðuneytis Breta, og þess vegna er trúlegt að elsta steingerða skriðdýr sem fundist hefur á jörðinni sé á leiðinni frá Skotlandi, þar sem það fannst, á safn í Þýskalandi. teingerða skriðdýrið, sem er um 30 cm langt, fannst í steini í vegghleðslu við bæinn East Kirkton, í Lothian, um 25 km vestan við Edinborg, ár- ið 1988. Það var steingervinga- safnari að nafni Stan Wood sem átti leið framhjá veggnum og sá að hér var eitthvað at- hyglisvert á ferðinni. Hann keypti vegginn, og skýrði skriðdýrið Edda Eðlu (Lizzie the Lizard). Nafnið er heldur fljótfærn- islegt, því þó þetta sé skriðdýr er ekki þar með sagt að það sé eðla. Aldursgreiningar benda til þess að aldur dýrsins sé um 340 milljónir ára, eða 40 mill- jón árum eldra en áður þekkt skriðdýr. Það er frá upphafi kolatímabilsins svo kallaða, eða frá þeim tíma þróunarsög- unnar er froskdýr réðu lögum og lofum á jörðinni. Eddi Eðla er miklu betur varðveittur en aðrir steingervingar gamalla skriðdýra, og því binda steing- ervingafræðingar miklar vonir við að rannsóknir á dýrinu geti varpað mikilvægu ljósi á þróun skriðdýra á jörðinni. skriðdýr- in urðu með u'ð og tíma mjög fjölbreytileg og útbreidd og Risaeðlurnar ríktu á jörðinni um langt skeið. Þá er talið að fuglar séu komnir af skriðdýr- um. Stan Wood, sem hefur framfæri sitt af því að kaupa og selja steingervinga, bauð Edda Eðlu til sölu fyrir 207.000 pund. Sú fjárupphæð var fjár- sveltum söfnum í Skotlandi of- viða, en Náttúrugripasafnið í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi bauð 180.000 pund fyrir steingervinginn. Verslunar- og Iðnaðarráðuneytið kannaði hvort hægt væri að stöðva söl- una með einhverjum hætti til að halda þessum einstaka steingervingi innan landa- mæra StóraBretlands, en komst að því að skriðdýrið væri í raun ekki merkilegra en hver annar kolamoli, þ.e. steinmoli sem mætti selja hvert sem væri. Talsmenn Náttúrugripa- safnsins í Stuttgart sögðust eiginlega ekki ágirnast Edda. Þeir hefðu bara boðið í dýrið til að forða því frá því að lenda í einkasafni, þar sem vísinda- menn hefðu enga möguleika á að rannsaka það. Sem stendur er Eddi á sýningu í Þjóðminja- safni Skotlands, og það stend- ur yfir fjársöfnun til að geta boðið í hann. Safnamenn hafa lagt fram um helming kaup- verðs, og nú er höfðað til þjóð- arstolts skota að þeir leggi sitt fram til að tryggja að Eddi verði áfram í Skotlandi um aldur og ævi. Þá hefur dýrinu enn ekki verið gefið vísinda- legt heiti, en það heyrist hvísl- að að ef einhver einstaklingur reiðir fram þær fúlgur sem þarf til að kaupa Edda, megi vel vera að dýrið fái nafn vel- gjörðarmanns síns. í raun er þetta spurning um þjóðarstolt, því steingervinga- fræðingar láta sér í léttu rúmi liggja hvar Eddi verði geymd- ur, svo fremi sem hann sé að- gengilegur fyrir vísindamenn. Þá eru margir breskir vísinda- menn enn þeirrar skoðunar að vegna niðurskurðar og fjár- skorts við breska háskóla, sé Eddi betur geymdur í Þýska- landi. Byggt á Science og Nature ÞJÓÐLÍF 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.