Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 50
VESTUR-ISLENSKUR SAGNAMEISTARI Sigurður A. Magnússon segir frá Bill Valgardson, víðkunnum sagnameistara. Gerðar hafa verið kvikmyndir eftir sögum hans. Efnivið sagna sinna og Ijóða sœkir Bill einkum til bernskustöðvanna á Nýja Islandi. Kunnasti rithöfundur í Kanada af ís- lensku bergi brotinn er án efa Willi- am D. Valgardson eða Bill Valgardson einsog hann er nefndur í daglegu tali. Skáldsaga hans, Gentle Sinners, og þrjú smásagnasöfn hafa vakið verulega athygli í Kanada og víða um lönd. Skáldsagan og einar fimm af smásögunum hafa verið kvikmyndaðar af The National Film Board of Canada og The Canadian Broad- casting Corporation (CBC). Kvikmyndin Gentle Sinners var sýnd í íslenska ríkis- sjónvarpinu fyrir tveimur eða þremur ár- um. Smásögur Bills hafa verið þýddar á margar tungur, og er þær meðal annars að finna í sýnisbókum kanadískra bók- mennta á norsku, þýsku, ítölsku, úkra- ínsku og rússnesku. Bill Valgardson fæddist í Gimli í Mani- toba-fylki árið 1939 og sleit barnsskónum á þeim sögufræga stað þarsem fyrstu ís- lensku landnemarnir tóku sér bólfestu á bökkum Winnipeg-vatns árið 1876. Lang- afi hans, Ketill Valgarðsson, kom 18 ára gamall af Snæfellsnesi ásamt fóður sínum, Valgarði Jónssyni, og settist að á Nýja íslandi 1878. Sonur hans var Sveinbjörn Valgardson, kunnur smiður og aflakló. Faðir Bills, Alfred H. Valgardson, var fiskimaður og kvæntist konu af írskum uppruna, þannig að Bill rekur móðurætt sína til frænda okkar á írlandi. ill lifði bernsku- og æskuárin í Gimli við kröpp kjör, enda var fátækt land- læg á þeim árum og langt framá sjötta áratug aldarinnar. Því olli meðal margs annars sérlyndi og samvinnutregða Vest- ur-íslendinga sem voru ófúsir að læra af nágrönnum sínum frá Úkraínu, en þeir höfðu haft með sér í farteskinu að heiman hugsjón samhjálpar og samvinnu, aukþess sem þeir voru betur efnum búnir en ís- lensku landnemarnir, þó bóklausir væru og raunar ólæsir. íslendingarnir hokruðu hver í sínu horni með bækur sínar og bréf, veiddu fisk þegar gaf og seldu hann hver fyrir sinn reikning án hliðsjónar af sameig- inlegum hagsmunum. Væri ýjað að hug- myndum um samstarf, brugðust þeir hin- ir verstu við. Framyfir seinni heimsstyrj- öld voru fiskmarkaðir í Winnipeg á valdi hinnar alræmdu mafíu í Chicago og erfitt að sjá við margvíslegum klækjum hennar. Af því leiddi að menn sáu sjaldan grænan eyri og létu miskunnarlaust hlunnfara sig í viðskiptum við slóttuga fiskkaupmenn. Það var Alfred faðir Bills sem um síðir fékk því til leiðar komið, að efnt var til samtaka fiskimanna og þá jafnframt settur á laggirnar sparisjóður sem móðir hans veitti forstöðu. Olli það umtalsverðum breytingum á lífskjörum staðarbúa, sem nú fóru fyrst að sjá peninga og gátu jafnvel lagt fyrir smáupphæðir til mögru áranna. Langflestir íbúanna í Gimli, sem voru um 300 talsins þegar Bill man fyrst eftir sér, bjuggu lengivel í frumstæðum kum- böldum sem hróflað hafði verið upp af vanefnum og takmarkaðri verkkunnáttu, en Bill naut þeirra forréttinda að búa í reglulegu húsi sem afi hans hafði reist með fagmannlegu handbragði. Þeir voru tveir bræðurnir, og sá eldri fór á sjóinn, gerðist 50 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.