Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 27
RAR GEFAST UPP! hilluna. — Það halda flestir að dómara- starfið sé auðvelt, en það er alls ekki raun- in. Ungir dómarar eru gjarnan hikandi og missa tökin á leiknum. Þess vegna er áríð- andi að þeir fái reynslu af dómgæslu í yngri flokkum áður en þeir dæma erfiðari leiki. Dómarar eru sjálfboðaliðar og aðeins dómarar í 1. og 2. deild og í bikarleikjum fá greiddan útlagðan kostnað. Það er jöfn- unarsjóður sem borgar en í sjóðinn greiða félög í 1. og 2. deild. Afföllin í dómara- stéttinni eru líklega með því hæsta sem þekkist. Það er talað um að af tíu manna hópi sem tekur námskeið og fær unglinga- dómararéttindi séu aðeins einn til tveir starfandi eftir sjö til átta ár. Önnur algeng ástæða fyrir því að ungl- ingadómarar hætta er að þeir iðka íþrótt- ina sjálfir og geta þess vegna ekki sinnt dómgæslu sem skyldi. — Ég spila með 2. flokk KR og vinn mikið þannig ég kemst ekki yfir það að dæma, segir Þorsteinn Þorsteinsson, en hann tók dómaranám- skeið í fyrravor og dæmdi nokkra leiki. í ár gefur hann ekki kost á sér. nglingadómari á að baki dómara- námskeið og eftir tvö ár og þrjátíu leiki í yngri flokkum verður hann héraðs- dómari. Þá verður hann línuvörður í meistaraflokksleikjum og fær að dæma í 4. deild. Dómari sem heldur áfram dæmir í prófleik þar sem eftirlitsmenn KSÍ fylgj- ast með frammistöðu hans. Standist hann prófleikinn, og það gera þeir flestir, tekur hann próf og fær réttindi sem landsdóm- ari. Landsdómurum er skipt í A og B hópa. A-landsdómarar eru 15 þetta keppnistímabil og þeir dæma alla leiki í 1. og 2. deild íslandsmótsins. B-landsdóm- arar eru um 20 og þeir eru línuverðir í fyrstu og annarri deild en dæma í þriðju og fjórðu deild. Það eru gerðar meiri kröfur til lands- dómara en héraðs- og unglingadómara. í upphafi keppnistímabils gangast þeir undir þolpróf. Þeim er gert að hlaupa að minnsta kosti 2.6 km á 12 mínútum, 50 metra sprett á undir 7.5 sekúndum og 200 metra sprett á 35 sekúndum. — Þetta er próf sem meðalgóður trimmari stenst, segir Gísli Gíslason, starfsmaður KSI. í vor var þolprófið haldið í lok apríl og það kom á daginn að þó nokkrir dómarar stóðust ekki prófið og voru ekki undir það búnir að dæma í leikjum sumarsins. Það var lesið yfir dómurunum og prófið end- urtekið hálfum mánuði síðar. — Þá gekk það mun betur, segir Gísli Gíslason. — Ég hef séð til dómara í 1. deild sem geta ekki hlaupið á vellinum, segir Geir Þorsteinsson og telur að líkamlegri þjálfun dómara sé ábótavant. Geir rekur skýring- una meðal annars til þess að lítil virðing sé borin fyrir dómurum hérlendis. Aðrir við- mælendur Þjóðlífs tóku í sama streng. Af- leiðingarnar eru þær að dómarar taka starf sitt ekki nógu alvarlega og fáir sækjast eftir starfinu. Ingi Jónsson formaður dómaranefndar KSÍ sagði þó að málin þróuðust í rétta átt og mönnum skildist æ betur að dómarinn er mikilvægur fyrir íþróttina. — Áður vorum við ekkert, en núna erum við að verða eitthvað. Það er stöðugur höfuðverkur knatt- spyrnufélaga að tryggja sér nægilega marga dómara. Reglur KSÍ eru þær að fyrir hvert lið sem félag sendir til þátttöku skuli jafnframt skrá dómara. — Það gengur vel að manna dómarast- öður í meistaraflokki en það vantar mann- skap í yngri flokkana, segir Geir Þor- steinsson. Til skamms tíma voru félögin ein um að halda dómaranámskeið án þess að það fullnægði eftirspurninni. í vor bryddaði KSÍ upp á nýjung með því að gangast fyrir og auglýsa dómaranámskeið. Það þótti gefast vel og einir 19 unglingadómarar út- skrifuðust eftir bóklegt nám sem tók fimm kvöld. Miðað við fyrri reynslu verða aðeins 2 til 4 dómarar úr þessum hópi starfandi eftir nokkur ár. ó að skortur sé á dómurum í karla- flokkum er ástandið sýnu verra í kvennaknattspyrnunni. Aðeins sjö stúlk- ur eru með dómararéttindi, samkvæmt skrá KSÍ. Allar eru þær unglingadómarar og mega því aðeins dæma í yngri flokkum. Auður Skúladóttir tók dómaranámskeið vorið 1989 og segist fá „yfirdrifið að gera“. Auður spilaði í fyrra með meistaraflokki Stjörnunnar en varð að skipta yfir í Breiðablik í ár vegna þess að kvennalið Stjörnunnar var lagt niður. Það vantaði einfaldlega mannskap. „Það er mjög illa búið að kvennaknattspyrnunni hérna.“ — Við ætlum að gera átak í dómara- málum kvenna í samvinnu við kvennan- efnd KSÍ, segir Ingi Jónsson. í kvennan- efnd KSÍ sitja þrír karlmenn og ein kona. Það lengsta sem dómari getur náð er að verða milliríkjadómari. Fjórir íslendingar eru samþykktir sem milliríkjadómarar af alþjóðasambandinu FIFA og verða senni- lega ekki fleiri í bráð. íslensku dómararnir fá minna að gera en margir erlendir starfs- bræður þeirra. Hver um sig dæmir í mesta lagi 3 til 4 leiki á ári. ísland er ekki fyrir- ferðarmikið í knattspyrnuheiminum og dómgæsla í milliríkjaleikjum er eftirsókn- arverð. Forráðamenn KSÍ leggja áherslu á að starfandi milliríkjadómarar fái fleiri verkefni áður en hugað verður að fjölga þeim. Starfsævi dómara lýkur árið sem þeir verða fimmtugir. Þá missa þeir landsdóm- araréttindin og mega aðeins dæma í neðri deildum og yngri flokkum. 0 ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.