Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 63
En fyrst og fremst lék Lotte Lenya í sýningum Brechts og Weills: hún var Sjó- ræningja-Jenní í Túskildingsóperunni og lék að auki titilhlutverk í söngleikjunum „Ris og fall borgarinnar Mahagóní“ og „Happy End“. amband þeirra Weills var alltaf flókið, þau voru stöðugt að skilja og taka saman aftur, hún gat að sögn kunnugra verið „ljúf og góð“ eina stundina en brjál- uð þá næstu. Hún átti sér ævinlega elsk- huga og jafnframt ástkonur. Þegar Hitler komst til valda dró hún ungan tenór- söngvara með sér til Monte Carlo og eyddi þar aleigunni, hélt síðan til Parísar, átti í ástarævintýri við unga söngkonu að nafni Tilly Losch og súrreallíska málarann Max Ernst. Árið eftir tók hún hins vegar á ný saman við Kurt Weill og þau héldu saman í út- legð til Bandaríkjanna árið 1935. Næstu árin haslaði hann sér völl í tónlistarlífi New York, samdi vinsæla söngleiki en hún hvarf í skuggann, þýskumælandi söngkona sem ekki fékk nein hlutverk sakir tungumálaerfiðleika. Eftir dauða Kurts Weill í Bandaríkjun- um árið 1950 tók Lotte Lenya á ný að Lotte Lenya á hátindi sínum. Þekkt fyrir hráa rödd og óbeislaðan erótískan kraft. reyna að hasla sér völl í kvikmyndum. Hún átti í ótal ástarævintýrum, giftist nokkrum mönnum („Ég er alltof háð karl- mönnum“), meðal annars manni að nafni George Davis sem kom henni á framfæri í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum og átti mikinn þátt í þeirri Weill-vakningu sem þar varð þá. Davis lést árið 1957 og þá giftist Lenya málara, sem var 27 árum yngri en hún og samkynhneigður. Hann lifði heldur ekki lengi eftir giftinguna og þá festi Lenya ást á framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammar- skjöld, en sú ást var ekki endurgoldin. Síðustu æviárin lék Lotte Lenya í ýms- um kvikmyndum, til dæmis í James Bond-myndinni „Ástarkveðjur frá Moskvu“ þar sem hún lék illgjarna KGB- konu. Hún átti áfram í ýmsum ástarsam- böndum við karla og konur fram undir hið síðasta, giftist einu sinni enn manni sem hefði getað verið sonur hennar, en það hjónaband varaði aðeins í tvö ár og skömmu síðar sýktist hún af brjósta- krabbameini. Lotte Lenya lést í New York í nóvember 1981, 83 ára að aldri. Ævisaga Lotte Lenya ber annan titil á þýsku en ensku. Enska útgáfan heitir ein- faldlega „Lenya A Life“ en þýska útgáfan ber heitið „Seeráuber-Jenny“ eða „Sjó- ræningja-Jenní“ og vísar beint til þess hlutverks, sem Lotte Lenya er frægust fyrir og hennar er helst minnst fyrir hér í landi. Um sama leyti koma nú á markað- inn hljómdiskar með gömlum útgáfum af söng Lotte Lenya þar sem rödd hennar í hlutverki Jenníar er varðveitt og minna þeir ennfremur á þá staðreynd að Lotte Lenya og Sjóræningja-Jenní verða ekki með auðveldu móti aðskildar. 0 ÞJÓÐLÍF 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.