Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 39
inu er misjafn og gengur oft þvert á flokk-
spólitískar línur enda hagsmunir fylkj-
anna ólíkir.
Menn spyrja sig nú hvort meirihluti
jafnaðarmanna í Fylkjaþinginu geti haft
áhrif á sameiningu þýsku ríkjanna. Sér-
staklega hefur Oskar Lafontaine kanslara-
efni jafnaðarmanna gagnrýnt ríkjasamn-
inginn, sem undirritaður var 19.maí. Að
hans dómi er asinn í sameiningarmálun-
um alltof mikill og skaðlegur. Á móti hef-
ur hann verið sakaður um ábyrgðarleysi
gagnvart Austur-Þjóðverjum, skort á
þjóðrækni, kulda gagnvart hinu „sögulega
tækifæri".
Oskar Lafontaine vísar á bug öllum
ásökunum um kulda. Hann segir að það
að innleiða vestur-þýska markið í Austur-
Þýskalandi 2. júlí sé „fölsk“ aðgerð, sem
muni bíta í eigið skott undireins. Austur-
þýskt hagkerfi sé hrunið og félagslegar
afleiðingar af því að innleiða vesturmarkið
of snemma verði þess vegna skelfilegar: í
fyrstu dynji yfir látlaust kaupæði almenn-
ings, síðan komi tímabil mikils atvinnu-
leysis, 2-3 milljónir manna missi vinnuna
þegar óarðbær fyrirtæki þeirra fara á haus-
inn; því muni fylgja óendanleg vonbrigði
Austur-Þjóðverja og mótmæli, jafnvel
götubardagar. Enn fremur bendir Laf-
ontaine á að í raun gangi samningurinn
ekki nógu langt í sameiningarátt; eftir sem
áður verði í raun til tvö ríki í Þýskalandi,
þar sem í samningnum er gert ráð fyrir
mismunandi félagslegum framlögum í
Austur- og Vestur-Þýskalandi. Austur-
Þjóðverjar eiga að fá mun lægri ellilífeyri,
örorkubætur, atvinnuleysisbætur, meðlög
o.s.frv. „Þetta verður nýr múr“, segir Laf-
ontaine, múr hins „félagslega óréttlætis".
Ekki hafa allir jafnaðarmenn verið á
sama máli og kanslaraefnið, meðal annars
formaðurinn Hans Jochen-Vogel og
flokksmenn frá borgríkjunum Hamborg
og Bremen, sem eiga sérstakra hagsmuna
að gæta í samskiptum við Austur-Þýska-
land. Klaus von Dohnanyi fyrrum borg-
arstjóri í Hamborg hefur einkum mælt
fyrir því að samþykkja samninginn at-
hugasemdarlítið; hann minnir á að það
gangi hreinlega ekki upp að fresta samein-
ingu lengur, meðan fólk beri tíu sinnum
minna úr býtum handan landamæranna
endist það ekki lengur þar og muni halda
áfram að streyma í vesturátt. Skjót sam-
eining sé eina leiðin til að hindra það.
Dohnanyi tekur þannig undir öll grund-
vallarsjónarmið stjórnarsinna.
íst er hins vegar að Oskar Laf-
ontaine nýtur meiri persónuvin-
sælda en nokkru sinni um þessar mundir
Gagnrýni Lafontaines á
hraðanum við
sameiningu byggist á
því að gífurlegt
atvinnuleysi verði í
Austur-Þýskalandi
þegar óarðbær fyrirtœki
fara á hausinn á þessu
ári. Þeirri þróun muni
fylgja sárindi, óánœgja,
vonbrigði og mótmæli
—jafnvel götubardagar.
og það hyggst hann nýta sér út í ystu æsar.
Vitaskuld veldur þar nokkru sú samúð,
sem hann hlaut eftir morðtilræðið 25. apr-
íl, en líkast til einnig áhyggjur margra
Vestur-Þjóðverja af fljótræðinu við sam-
eininguna. I könnunum nýtur Lafontaine
nú stuðnings um 50% Vestur-Þjóðverja en
Kohl um 37% ef spurt er um hugsanlegan
kanslara. Hins vegar hafa stjórnarflokk-
arnir um 3% meirihluta í nánast öllum
könnunum umfram stjórnarandstöðuna.
Og allra nýjustu kannanir hafa sýnt enn
meiri og vaxandi styrk hægri manna.
Spennan í sambandi við kosningarnar í
desember felst auðvitað í persónulegum
vinsældum Lafontaines og því hvort hon-
um tekst að flytja þær yfir á flokk sinn.
Ýmsar sögur hafa gengið um það að Laf-
ontaine væri orðinn afhuga stjórnmálum
eftir tilræðið og sjálfur hefur hann tekið
undir að sér hafi orðið þær „fórnir“ sem
þau krefjist „hugstæðar upp á síðkastið“.
Nánast allir eru sammála um réttmæti
sameiningar þýsku ríkjanna. Menn tala
um að Austur-Þýskaland myndi annars
„tæmast“. Munurinn á lífskjörum í ríkj-
unum tveimur er ótrúlegur og stanslaust
eru sýndar óhugnanlegar myndir og
fréttaskýringar austanfrá um húsnæðis-
vanda, mengun og fornfálegar aðstæður í
heilsugæslu svo eitthvað sé nefnt. Fram-
leiðni í Austur-Þýskalandi er ekki nema
þriðjungur af því, sem hún er vestanmeg-
in og gengi austurmarksins var um tíundi
hluti af gengi þess vestur-þýska. Slíkar
tölur segja sitt um muninn á stöðu við-
komandi þjóðfélaga.
Eftir opnun landamæranna sýna skýrsl-
ur að búðarþjófnaðir hafa aukist um 160%
í landamærabæjunum vestanmegin. Fólk,
sem ekki á neina peninga til að kaupa
vörur, grípur til þess ráðs að hnupla þeim
og þykir það segja sitt um mannlega niður-
lægingu austur-þýsks þjóðskipulags í ára-
tugi. Og tölurnar eru margvíslegar, gögn-
Óttast að áfram verði tvö ríki eftir sameiningu; nýr múr hins félagslega óréttlætis, segir Oskar
Lafontaine kanslaraefni jafnaðarmanna, harðasti gagnrýndandi Kohls kanslara.
ÞJÓÐLÍF 39