Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 95
Vegna lítillar fólksfjölgunar í Vestur-
Evrópu var þetta meira en tvöföldun á
kornframleiðslu á hvern íbúa. I Afríku
fjölgaði fólkinu hins vegar um 3% á ári og
þar hefur kornframleiðslan á hvern íbúa
dregist saman ár frá ári síðan 1967.
Á árunum um 1950 gekk mest af korn-
sölu heimsins frá NorðurAmeríku til
Vestur-Evrópu. Aðrir heimshlutar voru
að mestu sjálfum sér nægir. Síðan hefur
þetta breyst stórfeldlega.
Útflutningur korns frá Norður-Amer-
íku hefur vissulega 5 faldast síðan 1950 (úr
23 milljónum lesta 1950 í 119 milljónir
lesta 1988) en Vestur-Evrópa flytur nú út
meira korn en flutt er inn. Á sama tíma
hafa lönd í Mið- og Suður-Ameríku, Aust-
ur-Evrópu, Afríku og Asíu neyðst til að
flytja inn korn í verulega auknum mæli.
Ástandið í Afríku er sérstaklega ugg-
vekjandi en þar er kornframleiðsla á hvern
íbúa nú um 20% minni en hún var 1960.
Sú þróun heldur enn áfram. I síðustu
skýrslu Alþjóðabankans sem fjallar um
þróun þessara mála í Afríku og spá á
grundvelli hennar er horfum lýst sem
„hinni miklu martröð“.
Iðnaðarlöndin í Asíu verða einnig stöð-
ugt viðkvæmari á þessu sviði. Árið 1987
þurftu Japan, Taiwan og Suður-Kórea að
flytja inn sem svaraði, í sömu röð, 71%,
72% og 59% af kornnotkun sinni.
Nú á því herrans ári 1990 er staðan sú að
fólkinu heldur stöðugt áfram að fjölga,
kornframleiðslan á hvern jarðarbúa dregst
saman og lönd í Afríku, Asíu og róm-
önsku-Ameríku verða meir og meir háð
innflutningi á matvælum með því öryggis-
leysi sem því fylgir.
rá upphafi jarðyrkju og fram á miðja
þessa öld fylgdist það nokkuð að að
ný lönd voru tekin til ræktunar eftir því
sem fólkinu fjölgaði. Frá 1950 og til 1981
bættust enn 24% við kornakra heimsins.
Síðustu árin hefur þetta hins vegar snúist
við og akurlendi hefur nú dregist saman
um 7% síðan það var mest 1981. Fyrir
þessu eru ýmsar ástæður. I Bandaríkjun-
um og Sovétríkjunum hefur kornrækt
verið hætt á stórum svæðum þar sem jarð-
vegseyðing var yfirvofandi. í flestum iðn-
ríkjum fer stöðugt meira og meira af rækt-
uðu landi undir borgir og hvers konar
mannvirki.
f „þriðja heiminum" tapast stöðugt stór
svæði úr ræktun vegna uppblásturs,
vatnsrofs og útskolunar næringarefna úr
jarðvegi. Meðal þeirra landa þar sem
möguleikar til matvælaframleiðslu drag-
ast saman eru m.a. mörg hinna fjölbyggð-
ustu, svo sem Japan, Kína, Indland, Ind-
ónesía, Egyptaland og Mexíkó.
Eins og áður var minnst á eru auk þess
bæði Bandaríkin og Sovétríkin neydd til
að draga úr kornrækt á viðkvæmum jaðar-
svæðum.
Þegar á heildina er litið eru möguleikar
til áframhaldandi aukningar á búskapar-
landi jarðarinnar takmarkaðir. Ný lönd
munu vissulega verða lögð undir plóg, en
samtímis mun framleiðsla leggjast af á
öðrum landsvæðum. Matvælin til að
metta þær 959 milljónir nýrra munna sem
áætlað er að bætist við fram til næstu alda-
Verður nóg að borða?
Stofnun sem nefnist „Varðstöð vera-
ldar“ (Worldwatch Institute) og hefur
höfuð aðsetur í Bandaríkjum norður-
Ameríku hefur það að viðfangsefni að
fylgjast með framtíðar horfum mann-
kynsins hér á jörð. Samkvæmt því er
megin viðfangsefni hennar að spá um
mögulega þróun matvælaframleiðslu og
bera hana saman við þróun í fólksfjölgun
í heiminum. Útibú þessarar virtu stofn-
unar á Norðurlöndum er í Noregi í bæn-
um Trönsberg.
Erindi það sem hér er birtur hluti úr var
flutt af forstöðumanni þess útibús
(Worldwatch Institute Norden), Magn-
ar Norderhaug á námsstefnu, sem hald-
in var á vegum Norrænu bændasamtak-
anna (NBC) í Osló í lok mars sl. Heiti
námsstefnunnar var: Rekker maten?
(Verður nóg að borða?) Heitið á með-
fylgjandi erindi Norderhaug var:
Globale perspektiver pá verdens matv-
aresituasjon. (Yfirsýn yfir matvælaá-
standið í heiminum). (Þýðandi).
ÞJÓÐLÍF 95