Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 82

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 82
MENNING HÚN HÉT LOU „Við verðum alltaf konur“, sagði Lou Salomé um aldamótin. Fyrir skemmstu kom út í Vestur-Þýska- landi ný ævisaga Lou Andreas-Salomé í alþekktri röð bóka frá Rororo-útgáfunni. Hún var einn þekktasti rithöfundur landsins í kringum aldamótin og verk hennar þykja mjög lýsandi fyrir þáver- andi stöðu kvenna í þjóðfélaginu, þau spegla baráttuna fyrir eigin sjálfstæði. Jafnframt þykja verk hennar lýsa efa- semdum um baráttuna og ótta við að konur glati því sem kvenlegt er. Að auki er Lou Salomé fræg fyrir sambönd sín við ýmsa karlmenn eins og heimspeking- inn Nietzsche, ungskáldið Rilke og sál- fræðinginn Freud. ou Salomé var af þýskum ættum en alin upp í Rússlandi, fædd í Sánkti Pétursborg á því herrans ári 1861, sama ári og bændaánauð var loks aflétt í landinu. Faðir hennar var hershöfðingi og var hann tæplega sextugur að aldri þegar Lou fædd- ist. Hann skapaði sér orð, sem einn fremsti herstjórnandi keisarans er upp- reisn Pólverja var brotin á bak aftur árið 1831. Hin unga Lou ólst upp við heraga á heimilinu en stytti sér stundir við að segja sjálfri sér og Guði ævintýri á dimmum nóttum í þeirri norðlægu heimsborg Pét- ursborg. EINAR HEIMISSON Lou Salomé var ávallt ákveðin í að ganga menntaveginn og hélt þess vegna til Zurich, en þar var eini þýskumælandi há- skólinn í Evrópu sem veitti konum jafnan aðgang á við karlmenn. Hún lagði stund á heimspeki og guðfræði og vakti þegar at- hygli fyrir fágætar námsgáfur. Einn pró- fessorinn lýsti henni sem „demanti“. At- orka hennar var slík að hún ofreyndi sig að lokum og varð að halda til Ítalíu og dvald- ist í Róm 1881—82. Þar komst hún til góðrar heilsu en kynntist jafnframt einni þekktustu kvenréttindakonu Evrópu um þessar mundir, Malwidu von Meyesbug, sem nýlega hafði gefið út víðfrægt verk: „Minningar hugsjónakonu“. Meysenbug kynnti fyrir Lou hugmynd- ir sínar um kvenfrelsi en Lou mætti þeim með efasemdum og þess bera bréf hennar merki („Við verðum alltaf konur“). Efa- semdir um ýmsa viðtekna strauma sam- tímans var ávallt einkenni á persónu Lou Salomé; hún setti spurningarmerki við sósíalisma, trúleysi, hugmyndir um kyn- ferðislegt frelsi einstaklingsins, sem um þessar mundir áttu sér víðtækan hljómgr- unn meðal rússneskra námsmanna í Sviss. En Malwida von Meyesbug gerði fleira en kynna Lou Salomé hugmyndir sínar uT?y ÁLASKA' BÍLAVÖRUR í SÉRFLOKKI Heildsöludreyfing: PRbúðin hf. S: 64141P um kvenfrelsi. Hún skrifaði einmana kunningja sínum að nafni Friedrich Nietzsche og sagði honum frá þessari lið- lega tvítugu stúlku. Nietzsche hafði þá starfað sem háskólakennari í Sviss en orð- ið að láta af störfum sakir nærsýni og mígr- enikasta, sem hrjáðu hann stöðugt. Hann var einhleypur en var að leita sér að að- stoðarmanni við fræðistörf sín, sem helst átti að vera kona, og hann hafði í hyggju að giftast. Hjónabandið átti þó einungis að vara í tvö ár og skyldi samið um það fyrir- fram; Nietzsche óttaðist að lengri samvist- ir myndu hindra frama hans á sviði heim- spekinnar. í apríl árið 1882 tók Nietzsche sér af fyrrgreindum ástæðum ferð til Rómar að hitta þessa rússnesku stúlku og bera bón- orð sitt upp við hana. Svo fór hins vegar að Nietzsche þjáðist svo mjög af mígreni í Róm að fundir þeirra Lou urðu stuttir. Hann bar þó upp erindi sitt við hana en fékk dræmar undirtektir. Nietzsche fór síðan á eftir Lou til Sviss og þau voru meðal annars viðstödd frumsýningu á Par- isifal eftir Wagner í Bayereuth í ágúst sama ár. Lou sagði eftir á að þetta hefði verið „leiðinleg sýning“. Systir Nietzsches, Elizabeth, reyndi loks að fá Lou til að giftast bróður sínum en árangurslaust og tjáði Lou Elizabethu þá skoðun sína við það tækifæri að bróðir hennar væri „alltof mikill egóisti“. Lou Salomé varð víðfrægur rithöf- undur á síðasta áratug nítjándu aldar. Hún skrifaði skáldsögur, smásög- ur, ljóð og ritgerðir af ýmsum toga. Hún varð sömuleiðis þekkt sem konan, sem hryggbraut höfund ofurmennskuhug- myndanna, Friedrich Nietzsche. Einkalíf Lou Salomé varð hins vegar aldrei sérlega gæfuríkt og einkenndist af ýmiss konar sálrænum lögmálum, sem hún þóttist sjálf ekki ráða við. Hún gekk að eiga heilsutæpan stjörnu- fræðing, Friedrich Carl Andreas að nafni, en með því skilyrði að samneyti þeirra yrði aldrei holdlegt. Daginn áður en þau trúlofuðust stakk Andreas sig í hjarta- stað með búrhníf og lifði stunguna naum- lega af. Lou leit á eiginmann sinn sem 82 ÞJÓÐLÍF J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.