Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 9
A sama tíma og fjárfestingar eru vannýttar á sjúkrahúsunum eru læknar að koma sér upp aðstöðu til margvíslegra verka á „einkastofum“.
kæmi út og sérfræðingar hefðu eitthvað
upp úr krafsinu. Þar fór saman áhugi
margra einstaklinga að fá viðtal og rann-
sókn hjá læknum og afkoma sérfræð-
inganna. Kostnaðurinn skipti engu máli,
enda er það þriðji aðilinn, ríkið, sem borg-
ar reikninginn. — Með öllum þessum
undanþágum virkuðu tilvísanir ekki, seg-
ir Steinunn M. Lárusdóttir, lögfræðing-
ur tryggingaráðs og fyrrverandi forstjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur.
Ástæðan fyrir sterkri stöðu sérfræðinga
eru almannatryggingar sem ábyrgjast að
sérhver landsmaður fái læknishjálp fyrir
lágmarksgjald. Samningsaðili sérfræð-
inga, Læknafélag Reykjavíkur, gerir
samning við Tryggingastofnun ríkisins
um hvað komi í hlut sérfræðilækna fyrir
hvert viðvik sem þeir inna af hendi. Samn-
ingurinn skuldbindur ekki sérfræðinga til
að vinna, heldur mælir aðeins fyrir hvað
þeir fá greitt fyrir vinnu sína. Sérfræðing-
um er frjálst að starfa samkvæmt samning-
num og þá greiðir Tryggingastofnun allan
kostnaðinn fyrir sjúkling, nema fasta-
gjaldið sem er núna 900 krónur.
Hótunin sem vofir jafnan yfir stjórn-
völdum er sú að sérfræðingar hætti að
vinna eftir samningi við Tryggingastofn-
un, eða að Læknafélag Reykjavíkur segi
samningunum upp. Það myndi þýða að
allur kostnaður fyrir sérfræðilæknishjálp
utan sjúkrahúsa félli á sjúklinginn og
venjulegur íslendingur hefur ekki efni á
þeirri þjónustu.
Flestir sérfræðilæknar reka einkastofur
í aukavinnu. Þeir ráða sig á sjúkrahús,
ýmist í hlutastarf eða fullt starf, og hafa í
samningum fengið því framgengt að þeir
Það átti eftir að koma á
daginn að sérfræðingar
voru ekki á þeim
buxunum að gefa sitt
eftir og beygðu
heilbrigðisráðherra
áður en yfir lauk.
megi vinna á einkastofu að minnsta kosti í
9 klukkustundir á viku. Sérfræðingar hafa
á síðustu árum beitt sér fyrir því að færa
hluta af starfsemi sjúkrahúsa á einkarekn-
ar læknastofur og þar eru núna fram-
kvæmdar aðgerðir og rannsóknir sem áður
voru eingöngu á sjúkrahúsum. Sérfræð-
ingar hafa sömuleiðis hamlað gegn því að
sjúkrahús ykju göngudeildarstarfsemi
sína, en göngudeildir eru sú sérfræðiþjón-
usta sjúkrahúsa sem ekki krefst innlagna
sjúklinga.
il skamms tíma var ekkert eftirlit
haft með þeim sérfræðingum sem
hvorttveggja vinna á sjúkrahúsum og
einkastofnum og hvort þeir skiluðu þeirri
vinnu til sjúkrahúsa sem ráðningarsamn-
ingur kvað á um. Árin 1987 og 1988 bar
Ríkisendurskoðun saman tvöfalda vinnu
sérfræðinga og komst að þeirri niðurstöðu
að þeir hafa misnotað aðstöðu sína. Ekki
er hægt að fá upplýsingar um hversu al-
gengt það er að sérfræðingar vinni á einka-
stofum samtímis sem þeir eru á kaupi hjá
sjúkrahúsum. Skýrslur Ríkisendurskoð-
unar fara leynt og eftir því sem best er
vitað eru aðeins gerð tvö eintök, eitt fyrir
Ríkisendurskoðun og hitt fyrir heilbrigð-
isráðuneyti.
Á hinn bóginn staðfestir Pétur Jóns-
son, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna,
að rætt hafi verið við einstaka lækna um að
ÞJÓÐLÍF 9