Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 108
NATTURA
Maðkafluga ógnar
Norður-Afríku og
Miðjarðarhafslöndum
Sest í sár og hrufl lifandi dýra og manna.
Gráðugir skrúfulaga maðkar éta upp
fórnardýrin. Starfsmenn Heilbrigðis- og
Matvœlastofnunar Sameinuðu þjóðanna
sendu út viðvörun til 38 landa í Asíu, Arabíu
og Evrópu, og hvöttu til samrœmds átaks til
að stöðva útbreiðslu flugunnar.
ÓLAFUR INGÓLFSSON
Eftir að víum hefur verið verpt í sár, þróast þær á nokkrum klukku-
stundum ígráðuga, skrúfulaga maðka, sem beinlínis éta upp fómardýr-
ið lifandi.
Bráðdrepandi plága breiðist
nú hratt um Norðurafríku og
ógnar allri álfunni og Mið-
jarðarhafssvæðinu. Maðkar
flugunnar nærast á kjöti lif-
andi dýra og holdi manna.
Skúfumaðkaflugan
(Cochliomyia hominivorax)
er upprunnin í Suður- og
Miðameríku, og líkist í mörgu
venjulegri fiskiflugu eins og
við þekkjum þær. Hún verpir
þó ekki víum sínum í úrgang
eða hræ, heldur í sár og hrufl
lifandi dýra og manna. í Mið-
ameríku telst flugan vera það
sníkjudýr sem veldur einna
mestum skaða. Hún drepur
húsdýr, einkum fé og naut-
gripi, fyrir andvirði milljarða
króna árlega. Eftir að víum
hefur verið verpt í sár þróast
þau á nokkrum klukkustund-
um í gráðuga, skrúfulaga
maðka, sem beinlínis éta upp
fórnardýrið lifandi. Fái fórn-
arlambið ekki skjótt hjálp deyr
það innan fárra tíma.
Nú hefur maðkafluga þessi
tekið skrefið yfir Atlantshafið.
Starfsmenn Heilbrigðisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna
uppgötvuðu á síðasta ári fjölda
sauðfjár, nautgripa, kamel-
dýra, hesta og hunda í norður-
hluta Líbýu sem orðið höfðu
fyrir árásum flugunnar. Senni-
lega hefur flugan borist til Lí-
býu með húsdýrum sem Fidel
Castró sendi að gjöf frá Kúbu
til Muammar al-Gadhafi og lí-
býsku þjóðarinnar.
Plága þessi hefur dreifst frá
höfuðborginni Trípolí með
ógnvekjandi hraða. Flugan
getur lifað í hálfan mánuð og á
þeim tíma flogið allt að 300
km, ef veður og vindar eru
hagstæðir. Að auki geta sýkt
fórnarlömb, einkum villt dýr
og lausir hundar, dreift flug-
unni vítt og breitt. Loftslag
víðast í Afríku, í Arabíu og
Miðjarðarhafslöndum er hið
ákjósanlegasta fyrir Skrúfu-
maðkafluguna. Stór hluti
Spánar, suðurstrendur Ítalíu,
Frakklands og Grikklands
gætu átt von á heimsókn flug-
unnar. Norðurmörk út-
breiðslu hennar eru svæði með
lægri en 10° C hita að vetri. Því
er Norðurevrópa óhult.
Síðasta sumar sendu starfs-
menn Heilbrigðis- og Mat-
vælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna út viðvörun til 38
landa í Asíu, Arabíu og
Evrópu, og hvöttu til sam-
ræmds átaks til að stöðva út-
breiðslu flugunnar. Sveitir
manna í Líbýu fengu þjálfun í
að berjast gegn útbreiðslu
hennar, skordýraeitri var dreift
og eftirht með flutningi búpen-
ings milli landa var stórhert.
Vænlegasta aðferðin til að
stemma stigu við þessum
ófögnuði er að geisla karlflug-
ur með gammageislum þannig
þær verði ófrjóar, og sleppa
þeim síðan á svæðum þar sem
plágan herjar. Ef fjöldi karl-
flugna er ófrjór minnkar mjög
fjöldi þeirra kvenflugna sem
lagt geta víur, og þannig er
hægt að stemma stigu við fjölg-
un flugnanna. Með aðstoð
skordýraeiturs og stórherts
eftirlits með búfé má síðan
ganga nærri flugnastofninum.
Þessari aðferð var beitt með
mjög góðum árangri í Banda-
ríkjunum og Mexico á sjötta og
sjöunda áratugnum, þar sem
Skrúfumaðkaflugunni var út-
rýmt með þessum hætti.
Forsenda þess að það takist
að útrýma flugunni er að grip-
ið verði til aðgerða strax, áður
en dreifing hennar verður slík
að ekki verður við neitt ráðið.
Leitað hefur verið til Banda-
ríkjanna og Mexico um hjálp,
en stirðleiki í samskiptum
Bandaríkjanna og Líbýu hefur
sett strik í reikninginn. Líbýu-
menn hafa ásakað Bandaríkja-
stjórn um að tefja vísvitandi
fyrir aðgerðum. Starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna segja að
ef ekki tekst að hefta út-
breiðslu flugunnar muni
Skrúfumaðkaflugan valda
meiri skaða en engisprettur í
Afríku. Á næsta sumri ráðist
hvort unnt verði að stöðva
skaðvaldinn.
Byggt á GED nr. 9/1989
og sænskum dagblöðum
1990
Af dýrum í útrýmingarhœttu
Kínversk tígrisdýr deyja út
Að sögn Qian Yanwen, aðal-
ritara kínversku dýravernd-
unarsamtakanna, eru Man-
sjúríutígrar sennilega út-
dauðir sem villt dýrategund.
í viðtali við opinberu fréttast-
ofu Kína, Xinhua, sagði hann
að tilraun til talningar úr lofti
árið 1987 hefði gjörsamlega
mistekist, því talnipgarmenn
hefðu ekki séð einn einasta
tígur. Mansjúríutígurinn hef-
ur lifað í norðausturhluta
Kína, og þegar dýrin voru tal-
in á miðjum áttunda áratugn-
um sáust aðeins sjö dýr.
Qien segir að forsenda þess
að villt tígrisdýr geti fjölgað
sér eðlilega sé að stofninn telji
a.m.k. 4000 dýr. Annars
muni þau deyja út vegna úr-
kynjunar. Hann kennir vax-
andi eyðingu skóga og veiði-
þjófum um hrun Mansjúríu-
stofnsins. í dag eru um 20
Mansjúríutígrisdýr í kín-
verskum dýragörðum.
108 ÞJÓÐLÍF
J