Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 51
Heather Ireland, dóttir Guttorms skálds Guttormssonar. Bill Valgardson ogjohn Tuckerprófessor í forníslenskum bókmenntum við háskólann í Victoria. skipstjóri á flutningaskipi og fórst af slys- förum á besta aldri. Ur bernsku eru Bill minnisstæðastar veiðiferðir sem hann fór með föður sínum um nálæg skóglendi, en hann var afburða- góð skytta og veiddi einkum hirti, kanín- ur, skógarhænsni og gæsir. Þessar ferðir hófust áðuren Bill man eftir sér, en hann hefur fyrir satt að faðir hans hafi tekið hann á mjöðmina sex mánaða gamlan og farið útí skóg að skjóta. Önnur bernsku- minning tengist sögnum af harðræði fyrstu landnemanna sem hrundu niður einsog flugur úr skyrbjúg og bólusótt, fengu engum vörnum við komið, enda gersamlega félausir. í nágrenninu var indíánahöfðingi sem sýndi af sér mikið göfuglyndi og gerði það sem í hans valdi stóð til að lina þjáningar landnemanna með matarsendingum og öðru liðsinni. Hann átti forkunnarfagra konu og mörg mannvænleg börn, en missti alla fjölskylduna af völdum bólunn- ar nema eina dóttur sem var svo illa útleik- in, að hún lokaði sig inni og neitaði að láta nokkurn nema föður sinn sjá sig. Höfð- inginn lét gera veglegan legstein yfir konu sína áðuren hann hélt á fund feðra sinna, en hann átti enga afkomendur og í tímans rás gleymdist legsteinninn og lenti í óhirðu. Þá gerðist það nótt eina að höfð- inginn vitjaði eins landnemans í draumi og bað hann dytta að legsteininum í minn- ingu fyrri velgerða. Sá lét ekki standa á að verða við bón hins mæta höfðingja, og æ síðan var legsteininum sýnd tilhlýðileg ræktarsemi. Bill telur þessa einföldu sögu vera merkilegt dæmi um þá dulhyggju sem hann hafi ásamt mörgu öðru tekið í arf frá íslenskum forfeðrum sínum. Barnaskólans í Gimli minnist hann með litlum söknuði, því kennslukonur voru hver annarri harðari í horn að taka og refsiglaðari en eðlilegt mátti teljast, jafn- vel þó hliðsjón væri höfð af lútherskum rétttrúnaði og umburðarleysi. Börnunum var miskunnarlaust refsað fyrir hverja minnstu yfirsjón og Bill fékk á þeim árum megna skömm á skólagöngu. Með sjálfum sér hét hann því, að áðuren hann væri allur skyldi hann labba að gröf tiltekinnar kennslukonu og pissa á hana. Við það hef- ur hann hugsað sér að standa, þó óbeit hans á skólalærdómi sé löngu rokin úu' veður og vind. Kirkjan var snöggtum skárri en skól- inn, einkanlega á því skeiði þegar séra Harald Sigmar þjónaði söfnuðinum. Hann bar með sér blæ kristilegs kærleiks- þels og umburðarlyndis, enda prédikaði hann jafnan fyrir troðfullri kirkju, og komust færri að en vildu. (Séra Harald Sigmar kenndi um nokkurra ára skeið við guðfræðideild Háskóla íslands á sjötta áratug aldarinnar). Á unglingsárunum afsagði Bill að halda áfram skólagöngu að skyldunámi loknu, en hélt í þess stað til Winnipeg og hóf að vinna í pakkhúsi. Laununum varði hann meðal annars til að kaupa sér tryllitæki og ók á því til Gimli með miklum fyrirgangi og mannalátum. Hann gaf sig um skeið á vald hinu ljúfa lífi með tilheyrandi svalli og hverskyns uppivöðslu til að veita útrás innibyrgðri reiði yfir ómanneskjulegum aga skólaáranna og afskiptaleysi foreldra af framferði kennslukvenna. En síðan bráði af honum, og hann var hættur að reykja og bragða áfengi áðuren hann náði tvítugsaldri. akkhúsvinnan var ekki beinlínis fýsi- legt framtíðarstarf og hann fór að velta fyrir sér möguleikum á frekari menntun. Af kynnum sínum við ýmsa af sama sauðahúsi, sem gengu menntaveg- inn, komst hann að raun um að hann stæði þeim ekkert að baki andlega eða vits- munalega, svo hann lét slag standa, hætti púlvinnunni þó pyngjan væri létt og skráði sig í United College í Winnipeg þarsem hann varð Bachelor of Arts í fyll- ingu tímans. Þetta var honum fært vegna þess að móðurforeldrar hans, sem bjuggu í Winnipeg, veittu honum ókeypis fæði og húsaskjól, faðir hans greiddi skólagjöldin og sjálfur vann hann sér fyrir vasapening- um. Með hagsýni, sparnaði og elju tókst honum að ná settu marki. Þegar fyrsta áfanga var náð innritaðist hann í Mani- ■K MENNING ÞJÓÐLÍF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.