Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 73
Rússneska hefðin
Alþjóðaheitið yfir mennta-
menn, „intelligentsia",
er rússneskt að uppruna og var
fyrst notað á prenti um miðja
19du öld. Tibor Szamuely
staðhæfir í bókinni „The
Russian tradition" að rúss-
neskir menntamenn hafi verið
afmarkaður félagshópur, en
ekki hluti borgarastéttarinnar
eins og á Vesturlöndum.
Það sem einkenndi rúss-
neska menntamenn var rót-
tækt andóf gegn yfirvaldinu og
sektarkennd vegna þess
mannfjandsamlega kerfis sem
þjóðin bjó við. Bændur í
Rússlandi höfðu réttarstöðu
húsdýra sem keisari og um-
bjóðendur hans gátu farið með
eftir geðþótta. Á meðan smæl-
ingjar Vestur-Evrópu sóttu í
sig veðrið á 19du öld og kröfð-
ust réttarbóta og mannsæm-
andi lífs hjakkaði í sama farinu
í keisaraveldi Rússlands.
Menntamenn voru eini þjóðfé-
lagshópurinn sem var virkur í
andófinu gegn ríkisrekna
barbaríinu. Það er ekki að
undra að Rússland var gróðr-
arstía fyrir hverskyns bylting-
arhugmyndir sem margar
hverjar gengu út á afnám alls
yfirvalds.
Um síðustu jól kom út á ís-
lensku bókin Börn Arbats eftir
Anatoli Rybakov og segir frá
lífi ungmenna undir harð-
stjórn Stalíns á öðrum og
þriðja áratug aldarinnar. í
skáldsögunni er langt eintal
Stalíns þar sem hann veltir
fyrir sér valdinu og eðli þess.
Bókin „The Russian tradit-
ion“ sannfærir lesanda að
vangaveltur Stalíns eru ekki
tilhæfulaus tilbúningur Ryba-
kovs. Stalín stóð föstum fótum
í rússnesku hefðinni og
kommúnismi Karls Marxs
var honum þénanlegur en
samt framandi.
ók Szamuelys er tvískipt.
Fyrri hlutinn tekur til
upphafs rússneska keisara-
veldisins, forsendur þess og
feysknar stoðir. í seinni hlut-
anum er fjallað um byltinguna
sem leiddi kommúnista til há-
sætis. Höfundurinn þekkir vel
viðfangsefnið og hann notar
heimildir sem hafa verið fáum
fræðimönnum aðgengilegar.
Þrátt fyrir að bókin hafi fyrst
komið út árið 1974, tveim ár-
um eftir dauðdaga höfundar
sem lést aðeins 47 ára gamall,
er „The Russian tradition“ til
þess fallin að auka lesendum
skilning á þjóðfélagshræring-
um sem nú skekja stoðir risans
í austri.
Tibor Szamuely: The Russian
tradition.
Fontana Press 1988.
pv
Einstaklingur og
stórveldi
Bókin „A bright shining
lie“ segir frá einstakl-
ingnum John Paul Vann og
stórveldinu Bandaríkjunum
og hvernig hugumstórum
stríðsmanni og bjartsýnum
yfirvöldum farnaðist á hrís-
grjónaökrum Suður-Víetnam.
John Paul Vann kom til Víetn-
am í þann mund sem Banda-
ríkin tóku fyrir alvöru að
skipta sér af nýlendustríðinu
sem Frakkar höfðu tapað.
Áður en yfir lauk biðu Banda-
ríkin fyrsta stríðsósigur sinn,
en á stuttri sögu hafa þau háð
níu styrjaldir, og Vann fór
heim í líkkistu.
Það tók höfund bókarinnar,
blaðamanninn Neil Sheehan,
sextán ár að ljúka verkinu.
Sheehan kynntist Vann og
stríðinu þegar hann var blaða-
maður í Víetnam. Þegar heim
kom kynnti hann sér forsög-
una, annarsvegar uppruna og
umhverfi Vanns og hinsvegar
hugmyndir og ákvarðanir
bandarískra stjórnvalda sem
leiddu til ósigurs í Víetnam.
John Paul Vann var óskil-
getinn sonur Myrtle Lee
Tripp, sem var eigingjörn
kona og lauslát, og spjátrungs
að nafni Johnny Spry. Vann-
nafnið kom frá stjúpa Franks
sem var ljúfur maður og undir-
gefinn eiginkonunni. Undar-
legt einkalíf og stórkarlaleg
hermennska Johns Paul Vann
verður skiljanlegri í ljósi upp-
eldisins. Hann braust úr fá-
tækt til mennta og gekk í her-
inn sem varð heimili hans, þó
hann að nafninu til ætti fjöl-
skyldu.
Þegar Bandaríkin hófu af-
skipti af ófriðnum í Asíu fór
hann þangað sem sjálfboðaliði
árið 1962. Þrem árum síðar
yfirgaf Vann Víetnam og her-
inn, vonsvikinn og sannfærður
um að stefna Bandaríkjanna
væri röng í grundvallaratrið-
um. Víetnam var orðið að þrá-
hyggju í huga Vanns og hann
sneri þangað aftur sem
borgaralegur starfsmaður.
Hann kunni manna best að
berjast við skæruliða og leið
ekki á löngu þangað til Vann
var kominn með hersveit und-
ir sína stjórn. Það hefur ekki
áður gerst í sögu Bandaríkja-
hers að borgaralegur starfs-
maður stjórni hersveitum á
vígvelli.
Einstaklingurinn John Paul
Vann og stórveldið Bandaríkin
háðu stríðið í Víetnam af hug-
sjónaástæðum og héldu sig
berjast gegn alvondum al-
heimskommúnisma. í raun
tóku þeir að sér hlutverk kúg-
arans í þriðja heiminum og
héldu til streitu nýlendustefnu
Vesturlanda sem hvorutveggja
var óréttlát og sögulega úr sér
gengin. Misskilningurinn varð
John Paul Vann að aldurtila og
afhjúpaði brauðfætur stór-
veldisins.
Neil Sheehan: A bright shining
lie. John Paul Vann and America
in Vietnam. Random House 1988.
ÞJÓÐLÍF 73