Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 73

Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 73
Rússneska hefðin Alþjóðaheitið yfir mennta- menn, „intelligentsia", er rússneskt að uppruna og var fyrst notað á prenti um miðja 19du öld. Tibor Szamuely staðhæfir í bókinni „The Russian tradition" að rúss- neskir menntamenn hafi verið afmarkaður félagshópur, en ekki hluti borgarastéttarinnar eins og á Vesturlöndum. Það sem einkenndi rúss- neska menntamenn var rót- tækt andóf gegn yfirvaldinu og sektarkennd vegna þess mannfjandsamlega kerfis sem þjóðin bjó við. Bændur í Rússlandi höfðu réttarstöðu húsdýra sem keisari og um- bjóðendur hans gátu farið með eftir geðþótta. Á meðan smæl- ingjar Vestur-Evrópu sóttu í sig veðrið á 19du öld og kröfð- ust réttarbóta og mannsæm- andi lífs hjakkaði í sama farinu í keisaraveldi Rússlands. Menntamenn voru eini þjóðfé- lagshópurinn sem var virkur í andófinu gegn ríkisrekna barbaríinu. Það er ekki að undra að Rússland var gróðr- arstía fyrir hverskyns bylting- arhugmyndir sem margar hverjar gengu út á afnám alls yfirvalds. Um síðustu jól kom út á ís- lensku bókin Börn Arbats eftir Anatoli Rybakov og segir frá lífi ungmenna undir harð- stjórn Stalíns á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. í skáldsögunni er langt eintal Stalíns þar sem hann veltir fyrir sér valdinu og eðli þess. Bókin „The Russian tradit- ion“ sannfærir lesanda að vangaveltur Stalíns eru ekki tilhæfulaus tilbúningur Ryba- kovs. Stalín stóð föstum fótum í rússnesku hefðinni og kommúnismi Karls Marxs var honum þénanlegur en samt framandi. ók Szamuelys er tvískipt. Fyrri hlutinn tekur til upphafs rússneska keisara- veldisins, forsendur þess og feysknar stoðir. í seinni hlut- anum er fjallað um byltinguna sem leiddi kommúnista til há- sætis. Höfundurinn þekkir vel viðfangsefnið og hann notar heimildir sem hafa verið fáum fræðimönnum aðgengilegar. Þrátt fyrir að bókin hafi fyrst komið út árið 1974, tveim ár- um eftir dauðdaga höfundar sem lést aðeins 47 ára gamall, er „The Russian tradition“ til þess fallin að auka lesendum skilning á þjóðfélagshræring- um sem nú skekja stoðir risans í austri. Tibor Szamuely: The Russian tradition. Fontana Press 1988. pv Einstaklingur og stórveldi Bókin „A bright shining lie“ segir frá einstakl- ingnum John Paul Vann og stórveldinu Bandaríkjunum og hvernig hugumstórum stríðsmanni og bjartsýnum yfirvöldum farnaðist á hrís- grjónaökrum Suður-Víetnam. John Paul Vann kom til Víetn- am í þann mund sem Banda- ríkin tóku fyrir alvöru að skipta sér af nýlendustríðinu sem Frakkar höfðu tapað. Áður en yfir lauk biðu Banda- ríkin fyrsta stríðsósigur sinn, en á stuttri sögu hafa þau háð níu styrjaldir, og Vann fór heim í líkkistu. Það tók höfund bókarinnar, blaðamanninn Neil Sheehan, sextán ár að ljúka verkinu. Sheehan kynntist Vann og stríðinu þegar hann var blaða- maður í Víetnam. Þegar heim kom kynnti hann sér forsög- una, annarsvegar uppruna og umhverfi Vanns og hinsvegar hugmyndir og ákvarðanir bandarískra stjórnvalda sem leiddu til ósigurs í Víetnam. John Paul Vann var óskil- getinn sonur Myrtle Lee Tripp, sem var eigingjörn kona og lauslát, og spjátrungs að nafni Johnny Spry. Vann- nafnið kom frá stjúpa Franks sem var ljúfur maður og undir- gefinn eiginkonunni. Undar- legt einkalíf og stórkarlaleg hermennska Johns Paul Vann verður skiljanlegri í ljósi upp- eldisins. Hann braust úr fá- tækt til mennta og gekk í her- inn sem varð heimili hans, þó hann að nafninu til ætti fjöl- skyldu. Þegar Bandaríkin hófu af- skipti af ófriðnum í Asíu fór hann þangað sem sjálfboðaliði árið 1962. Þrem árum síðar yfirgaf Vann Víetnam og her- inn, vonsvikinn og sannfærður um að stefna Bandaríkjanna væri röng í grundvallaratrið- um. Víetnam var orðið að þrá- hyggju í huga Vanns og hann sneri þangað aftur sem borgaralegur starfsmaður. Hann kunni manna best að berjast við skæruliða og leið ekki á löngu þangað til Vann var kominn með hersveit und- ir sína stjórn. Það hefur ekki áður gerst í sögu Bandaríkja- hers að borgaralegur starfs- maður stjórni hersveitum á vígvelli. Einstaklingurinn John Paul Vann og stórveldið Bandaríkin háðu stríðið í Víetnam af hug- sjónaástæðum og héldu sig berjast gegn alvondum al- heimskommúnisma. í raun tóku þeir að sér hlutverk kúg- arans í þriðja heiminum og héldu til streitu nýlendustefnu Vesturlanda sem hvorutveggja var óréttlát og sögulega úr sér gengin. Misskilningurinn varð John Paul Vann að aldurtila og afhjúpaði brauðfætur stór- veldisins. Neil Sheehan: A bright shining lie. John Paul Vann and America in Vietnam. Random House 1988. ÞJÓÐLÍF 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.