Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 87
Einum kennt — öðrum bent.
maður flokksins höndlar þó í klassískri
hefð jafnaðarmanna þegar hann vinnur að
sameiningu jafnaðarmanna og frjálslyndra
og meiri líkur eru á að hann hafi til þess
traust innan síns flokks. Flestir telja ljóst
eftir viðburði síðustu mánaða og reyndar
ára, að fylgjendur hreinlínuflokks hafi
tögl og hagldir innan Alþýðubandalagsins
þó Ólafur Ragnar Grímsson geti hins
vegar treyst á marga flokksfélaga af lands-
byggðinni í baráttu sinni fyrir sameiningu
jafnaðarmanna. Jón Baldvin á við sams
konar tregðulögmál að etja innan síns
flokks, þó flestir telji það mun veikara en
flokkseigendafélagið í Alþýðubandalag-
inu.
Kenningin um millileiðina
Smám saman hefur bilið breikkað milli
tveggja meginfylkinga í Alþýðubandalag-
inu. Ágreiningurinn varð áþreifanlegur
þegar Alþýðubandalagið í Reykjavík
klofnaði fyrir rúmu ári og Birting varð til.
Á landsfundi á sl. ári urðu sömuleiðis slík
vatnaskil að vandséð er hvernig þessar
tvær meginfylkingar geti átt einhverja
samleið í framtíðinni. Eftir að margir fé-
lagar í Birtingu tóku svo þátt í að mynda
Nýjan vettvang með öðrum jafnaðar-
mönnum og frjálslyndum í Reykjavík er
auðsætt að bilið breikkaði enn.
Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um
hugsanlega stofnun nýrra stjórnmálasam-
taka — í ætt við Samtök frjálslyndra og
vinstri manna — sem millileið fyrir sam-
einingu jafnaðarmanna í stórum flokki.
Um þetta er deilt og telja margir að einmitt
sú leið SFV hafi ekki reynst nógu vel,
—og því sé flekakenningin líklegri til
árangurs. Það er þegar komin hreyfing á
fólk frá Alþýðubandalagi og í áttina að
Alþýðuflokki.
Andstæðingar Ólafs Ragnars í Alþýðu-
bandalaginu, hóparnir sem kallaðir hafa
verið flokkseigendafélagið, Fylkingarfé-
lagarnir og verkalýðsforystan af ASÍ skrif-
stofunum, hafa haft í hótunum við for-
manninn og boðað „aftöku“ hans á næsta
landsfundi. Mörgum landsbyggðarmönn-
um hefur ofboðið gassagangurinn og
harkan í þessari aðför og líkur eru til að
mynduð verði skjaldborg um hann fyrir
hugsanleg átök. En í kjölfar ályktana og
herferðar gegn Ólafi Ragnari hafa komið
fram hugmyndir um að komast hjá því að
taka „einn slag enn“.
Kenningin um friðsamlegan
skilnað í Alþýðubandalaginu
Kenningin gengur út á, að líkja megi
sambýlinu innan Alþýðubandalagsins við
hjónaband. í því hafa verið heiftarlegir
árekstrar og ágreiningur um smátt og
stórt. Varla sé til það atriði í pólitík sem
aðilar séu sammála um. Þessi átök hafi
síðan leitt til þess að hjónin talist ekki við
og hafa ekki gert lengi. Slíkum hjóna-
böndum verði ekki bjargað. Hjónaskiln-
aðir verða með ýmsum hætti — spreng-
ingu — eða í skástu tilfellum með friðsam-
legum hætti. Þar sem þessar tvær
meginfylkingar eru báðar orðnar lang-
þreyttar á vonlausu ástandi sé eðlilegt að
semja um skilnaðinn. Átök geti hér eftir
ekki orðið annað en staðfesting á klofn-
ingnum sem er fyrir hendi. Því gæti verið
skárra fyrir báða aðila að semja friðsam-
lega um aðskilnað.
Gárungarnir segja að þá þurfi að skipta
búinu. Og í því sambandi er ljóst að önnur
fylkingin hefur þegar slegið eign sinni á
arfleifðina, foru'ðina. Ætli hin meginfylk-
ingin verði ekki ánægð með að fá framtíð-
ina í sinn hlut?
0
ÞJÓÐLÍF 87