Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 110

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 110
g!-2£3| HEILBRIGÐISMÁL~ Kvef getur bætt getu til að leysa verkefni Allir vita að kvef getur gert okkur lífið leitt. Það fer í skapið á okkur að vera kvefuð og við látum á sjá. En svo virðist sem það dragi ekki úr einbeitingu okkar. Nýleg rannsókn leiðir reyndar í ljós að sé réttri aðferð beitt, geti kvef bætt hæfni til að leysa verkefni. Rannsóknin fólst í því að láta 40 heilbrigða einstaklinga og 22 einstaklinga sem þjáðust af kvefi eða flensu leysa stafa- þrautir, þ.e. fmna rétt orð úr stöfum í brenglaðri röð. í fyrstu voru allir látnir fá sömu þrautirnar og einfaldlega beðnir um að leysa þær. Eng- inn munur kom fram í árangri hinna heilbrigðu og hinna sjúku. Sjúklingunum leið hvorki betur né verr á eftir. Því næst var fólkinu skipt í tvo blandaða hópa. Öðrum hópnum var sagt að leysa þrautirnar á skipulagðan og kerfisbundinn hátt en hinum sagt að reyna að slaka einungis vel á meðan þrautir voru leyst- ar. í fyrri hópnum gekk sjúkl- ingunum betur en hinum heil- brigðu að leysa stafarugls- þrautirnar. Þeir fundu einnig minna fyrir sjúkdómseinkenn- um sínum eftir á en fyrir. Sjúklingarnir í seinni hópnum sýndu aðeins slakari árangur en hinir heilbrigðu og þeim leið ekkert skár eftir á. Draga má þá ályktun af þessum niðurstöðum að með réttum aðferðum megi nýta kvef eða aðra áþekka pest til að auka getu til að leysa þrautir. Lasleiki er truflun og vitneskj- an um að nauðsynlegt er að einbeita sér betur til að gera vel dregur athyglina frá óþægind- um sjúkdómsins. Ef hnitmið- aðri aðferð er beitt gengur allt vel. Við ráðleggjum því fólki sem er laslegt vegna kvefs eða flensu að snúa vörn í sókn. Möguleiki er á því að maður standi sig enn betur en ef mað- ur væri alheilbrigður. hóh/þþ Kvefíð er hvimleitt, en það gæti haft sínar jákvæðu hliðar. Rafvædd getnaðarvörn HÁLFDAN ÓMAR OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARD. Vísindin efla alla dáð, það er orðið fullkomlega Ijóst. Utan úr hinum tæknivædda heimi berast þær fréttir að menn séu farnir að lama sáðfrumur með raflosti og koma þannig í veg fyrir getnað. Þessi aðferð hefur þegar verið reynd á bavíönum og komið að tilætl- uðum notum. Frá henni er sagt í nýlegu tölublaði New Scientist. únaðurinn sem til þarf er einna líkastur örsmáum hjartagangráði. Hann samans- tendur af liþíum-joð-rafhlöðu sem er um hálfur sentimetri á lengd og tveimur rafskautum, og er skorðaður í leghálsinn með tveimur plastfestum. Rafhlaðan, sem er 2,8 volt, gefur samfelldan 50 míkró- ampera rafstraum. Hann flæð- ir um leghálsinn með slími eða sáðvökva og lamar sáðfrumur á 3-5 mínútum. Talið er að raf- straumurinn komi í veg fyrir að sáðfrumur nái að synda gegnum leghálsinn og komast að egginu sem bíður þeirra uppi í eggrásunum. Rann- sóknir í tilraunaglösum benda til þess að rafstraumurinn stöðvi hverja einustu sáð- frumu sem lendir inni í raf- sviðinu og tilraunir á bavíön- um styðja þá niðurstöðu. Rafhlöðurnar eru áþekkar þeim sem notaðar eru í hjarta- gangráðum en endast þó aðeins í eitt ár, um tíu sinnum skemur en í gangráðunum. Þessi getnaðarvörn er ein- ungis á tilraunastigi. Margra ára tilrauna á mönnum er þörf áður en þessi búnaður getur farið á almennan markað. Mörg lyfjafyrirtæki hafa sýnt þessari uppgötvun áhuga en hún er til orðin við rannsóknir hjá Women’s Medical Pavilion í New York í Bandaríkjunum. Þeir sem standa að þessum frumrannsóknum telja að fáar neikvæðar aukaverkanir fylgi þessari getnaðarvörn og hún sé í alla staði betri en nokkur önnur vörn sem til þessa hafi verið notuð. Sérfræðingar í getnaðar- vörnum eru varkárir í yfirlýs- ingum sínum um þennan nýja búnað. Robin Foldesy er yfir- maður hjá Family Health Int- ernational, stofnun sem er sér- hæfð í rannsóknum á getnað- arvörnum. Hann segir að þetta sé algjörlega ný tegund getnað- arvarna og að hún bjóði upp á ýmsa möguleika. Á þessu sviði sé vissulega þörf fyrir nýjung- ar, en það er allsendis óljóst enn hvort þessi búnaður sé betri kostur en fyrri aðferðir og hvort hann muni leysa þær af hólmi. 110 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.