Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 21
INNLENT |
Sjávarútvegur mun ekki þurfa að lenda í eða valda stórsveiflum í íslenska efnahagslífinu í framtíðinni.
HVERNIG Á AÐ TRYGGJA
VARANLEGAN ÁRANGUR?
Árangur í efnahagsmálum betri en menn áttu von á. Stjórnvöld íhuga lítils háttar
gengishœkkun. Ögmundur Jónasson formaður BSRB: Meginmálið að tryggja launafólki
ávinninginn. Margir sérfræðingar efins um gengishœkkunarleiðina. Vaxandi þungi á
veiðileyfagjald í framtíðinni. Mun virðisaukaskatturinn lækka á næsta ári?
ÓSKAR GUÐMUNDSSON OG SNJÓLFUR ÓLAFSSON
— Svona stöðugleikatímabil hefur ekki
þekkst á Islandi í nærfellt tvo áratugi,
segir Már Guðmundsson efnahagsráð-
gjafi fjármálaráðherra. Og margir taka í
sama streng. En er hægt að reikna með
því að stöðugleikatímabilið ríki áfram og
ef svo er hvað er hægt að gera til að
tryggja það?
— Margar vísbendingar eru um það að
sveiflur í sjávarútvegi verði ekki jafn mikl-
ar í framtíðinni og þær hafa verið, a.m.k.
sé möguleiki á að koma í veg fyrir stór-
sveiflur í atvinnugreininni, segir Ágúst
Einarsson prófessor. Þá eru menn að vísa
til nýrrar löggjafar um verðjöfnunarsjóð
sjávarútvegsins sem sníði af áhrif af verð-
sveiflum á erlendum mörkuðum, að alltof
stór floti fari minnkandi og þar með aukist
hagkvæmni sjávarútvegsins af sjálfu sér,
og að með kvótafyrirkomulaginu séu líkur
á að sveiflur í aflamagni verði minni en
áður var. Þá telja sumir að fyrirtækin
muni ekki nota tækifærið til launaskriðs
heldur til að bæta eiginfjárstöðuna sem er
víða í rústum eftir langvarandi fjármagns-
kostnaðartímabil.
Batnandi afkoma sjávarútvegs í heild-
ina hefur valdið mörgum áhyggjum af að
þensla sigli í kjölfarið og gera þurfi víð-
tækar efnahagsráðstafanir til að stemma
stigu við henni. „Við íslendingar höfum
gott af því að lifa tímabil án sérstakra efna-
hagsráðstafana“, segir Már Guðmundsson.
Margir eru þeirrar skoðunar að hægt sé
að stemma stigu við verðbólgu og þenslu-
áhrifum með hækkun gengisins. Þeirri
leið er fundið til foráttu að með gengis-
hækkun myndi afkoma versna í þeim út-
flutningsgreinum sem ekki hafa notið bata
að undanförnu, þ.e. annarra greina en
sjávarútvegs. Og þar með fjölgaði gjald-
þrotum. Enn fremur að þó erlendar vörur
yrðu ódýrari og kaupmáttur heimilanna
þar með aukinn, myndi eigi að síður vera
um skammtímabót að ræða fyrir heimilin í
landinu.
Þessu eru ekki allir sammála fremur en
svo oft áður í mannanna heimi. Efnahags-
ráðgjafi fjármálaráðherra telur að lítils-
háttar gengishækkun sé ein af þeim leið-
um sem komi til greina til að vinna á móti
þenslu og verðhækkunum. Hann telur að
forsendur slíkrar gengishækkunar liggi í
almennum viðskiptakjarabata og í meira
innstreymi gjaldeyris en útstreymis að
undanförnu. Að svo miklu leyti sem þess-
ar breytingar eru varanlegar, þá er gengis-
hækkun varanleg kjarabót fyrir heimilin,
segir Már. — Gengishækkun nú fylgja
auðvitað ýmis vandamál, sérstaklega fyrir
iðnaðinn. Hins vegar er hún betri leið en
ef almenn launahækkun ætti sér stað
vegna þess að verðbólga yrði meiri en gert
var ráð fyrir, því þá er hætt við að allt fari
úr böndunum. Það er hins vegar ljóst að
gengishækkun verður að fylgja eftir með
ÞJÓÐLÍF 21