Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 32
að tekið yrði á spillingu og klíkuskap. Ennfremur, voru
mótmælendur ekki að missa móðinn? Þeir töldu yfir 200.000
á torginu er hæst stóð. Einungis 10.000 voru eftir þann fjórða
júní. Því er haldið fram að átök innan flokksins hafi ráðið
mestu um að svo fór sem fór, harðlínumenn hafi að minnsta
kosti sýnt að þeirra var ríkið og mátturinn. Harðlínumenn
höfðu betur, en hinir hófsömu hafa að líkindum ekki sagt sitt
síðasta orð. Hreinsanir í flokknum urðu mun minni í vöfum
en margir ætluðu, sem þykir benda til að þeir séu fjölmennir.
Menn leiða jafnvel að því getum að Lí Peng forsætisráðherra
verði „fórnað“ til að bæta ímynd yfirvalda. Öllum er nefni-
lega ljóst að valið stendur á milli umbóta og hnignunar.
Talsvert bakslag kom að vísu í efnahagsumbætur eftir at-
burðina í fyrra, en eins og Deng Sjáping sagði, er áríðandi að
halda þeim áfram.
Á sama tíma leggja ráðamenn áherslu á stöðugleika. „Það
er það sem Kínverjar vilja, það sem við þurfum til að bæta hag
okkar,“ útskýrði Lí Peng síðastliðinn apríl. Rétt er að lands-
lýð flestum, sem enn hefur vart til hnífs og skeiðar, er ekki
svo umhugað um pólitískar breytingar. „Heldurðu að kot-
bóndinn í Kína, sem skreiðist inn í kofann sinn að loknum
löngum degi, fari þá að hugsa um Guð, frelsi og lýðræði?“ er
spurt í skáldsögu eftir Graham Greene. „Hann vill bara sín
hrísgrjón."
Það má vera. Hins vegar er augljóst að nauðsynlegar breyt-
ingar til batnaðar á efnahagnum heppnast ekki nema alræði
kommúnistaflokksins verði afnumið. Og hvað með mennta-
mennina? Þeir verða að vera í fremstu víglínu í uppbyggingu
landsins, þeir lifa ekki á hrísgrjónum einum saman, þeir vita
hvað er á seyði í heiminum. „Valdhafar geta komið náms-
mönnum af torginu“, sagði einn sagnfræðingur í fyrrasumar,
„en þeir geta ekki komið þessum hugsunum úr hausnum á
þeim.“
Deng Sjáping tók þess vegna kolrangan pól í hæðina þegar
hann mat hvaða sann má heimfæra af atburðunum í Peking
fyrir ári. Lærdómurinn er frekar þessi: ef bæta á efnahaginn,
verður að breyta pólitíska kerfinu. Umbæturnar fjórar munu
ekki ná fram að ganga ef haldið er í Meginreglurnar fjórar.
Það stendur enn.
Lítið mun breytast á meðan Deng er við lýði. Nú er hann
orðinn 86 ára og gæti snúið upp tánum á hverri stundu,
sömuleiðis Jang Sjangkún sem er þremur árum yngri. Vita-
skuld er vandi að spá hvað þá tekur við. Þó þykir sýnt að
einhver átök fari í hönd, milli hersins og flokksins, og einnig í
millum harðlínumanna og hófsamra á báðum vígstöðvum.
Eitt er víst; allir munu þvo hendur sínar af glæpnum í fyrra-
sumar. Við hlýddum bara skipunum, mun herinn segja. Við
vorum á móti öllu ofbeldi, kveða hinir hófsömu þá við, og
harðlínumennirnir geta sagt sér til varnar að þeir hafi gert það
sem gera þurfti til bjargar sósíalisma í Kína, sem eflaust er
rétt, þegar haft er í huga hvað þeir eiga við með „sósíalisma“.
Fjórði júní 1989 er einnig merkur fyrir þá sök að þann dag
voru kosningar í Póllandi, þær fyrstu í Austur-Evrópu í yfir
fjörutíu ár þar sem fleiri en einn flokkur var í raun í framboði.
Nú sjá menn að hvarvetna standa alráðum kommúnistaflokk-
um þessir valkostir til boða; „pólska leiðin“ og „kínverska
leiðin“. í fyrra fannst valdhöfum í Kína þeir eiga engra kosta
völ. Vonandi ná þeir yfirhöndinni sem eru á öndverðum
meiði að öllu leyti, fyrir utan það að einnig þeim sýnist aðeins
ein leið fær.
0
Tvöfaldur
raki
ACO FUKTLOTION gefur
húð þinni tvö náttúruleg
rakabindiefni.
Finndu sjálf hve ACO Fukt-
lotion smýgur hratt inn í húð-
ina án þess að klægi eða svíði
undan og hve húðin verður
mjúk.
ACO FUKTLOTION ilmar
einnig þægilega.
Heldurðu að þú finnir betri
húðmjólk?
Hún er notaleg fyrir allan
líkamann.
ACO Fuktlotion!
Með og án ilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu
32 ÞJÓÐLÍF
’RIRTAK hf.sími 91-3 20 70