Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 38
ERLENT ÞÝSKALAND, HVAÐ NÚ? Ríkjasamningur undirritaður. Óteljandi vandamál óleyst. EINAR HEIMISSON SKRIFAR FRÁ ÞÝSKALANDI Sameining Þýskalands stendur fyrir dyr- um. Ríkjasamningur Vestur- og Austur- Þýskalands hefur verið undirritaður. En enginn veit hvað sameiningin hefur í för með sér. Enginn veit hvað hún kostar. Óteljandi vandamál eru óleyst. Spurn- ingin Þýskaland, hvað nú? brennur á vör- um manna. Oskar Lafontaine kanslara- efni jafnaðarmanna hefur gagnrýnt stjórn Kohls kanslara harkalega vegna sameiningarinnar. Fyrir ári hefði verið hægt að segja um Þýskaland að það væri afar ólíklegt til verulegra umbreytinga; 40 ár voru liðin frá stofnun ríkjanna beggja í landinu og þau virtust hvort um sig ólíkleg til að breytast að ráði á næstu árum. Þýskaland var tákn stöðugleikans, tákn hins óum- breytanlega. Nú er það vitaskuld gjör- breytt. Framtíð landsins er óráðin og eng- inn veit hvað hún ber í skauti sér, ekki stjórnmálamenn frekar en aðrir. Sameining Þýskalands er staðreynd, sem liggur fyrir. Allir leiðandi stjórnmála- menn bæði austan og vestanmegin eru sammála um það. Spurningin er hins veg- ar sú hversu hratt sameiningin verður framkvæmd. Myntbandalag ríkjanna komst á í júlíbyrjun og sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd einkum af Oskari Lafontaine kanslaraefni jafnaðarmanna, sem segir hana falska aðgerð, sem aðeins geti leitt til félagslegra vandamála, eink- um atvinnuleysis í Austur-Þýskalandi. Næstu þingkosningar í Vestur-Þýska- landi, sem haldnar verða 2. desember, gætu orðið þær athyglisverðustu frá upp- hafi. Nú hefur verið ákveðið að þessar kosningar verði með þátttöku allra Þjóð- verja. Vitað er að Kristilega bandalagið er lang stærsti stjórnmálaflokkur Austur- Þýskalands og því er augljóst að vestur- þýskir stjórnarsinnar sjá sigur sinn í höfn ef þau atkvæði bætast við þeirra eigin. Umræðan um þátttöku Austur-Þjóð- verja tók einmitt kipp eftir 13. maí sl. þegar fram fóru kosningar í tveimur fylkj- um í Vestur-Þýskalandi, Nordrhein- Westfalen og Niedersachsen og biðu stjórnarsinnar lægri hlut í þeim báðum. Vitað er að í fylkiskosningum greiða kjósendur atkvæði öðru vísi en í þingkosn- ingum og eru yfirleitt ekki eins stjórnholl- ir. En fylkiskosningarnar 13. maí höfðu samt verulegri áhrif á stjórnmála ástandið í Þýskalandi en slíkar kosningar yfirleitt. Vestur-Þýskalandi er skipt í alls 11 fylki eða sambandsríki (Bundeslander). I ein- ungis fjórum þeirra, Baden Wurtenberg, Bæjaralandi, Rheinland-Pfalz og Hessen hafa stjórnarsinnar nú meirihluta, í hinum Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands treystir á að aðgerðir hans oghraði í sameiningarmálum skilihonum vinsældum oggóðu kjöri í vetur. sjö, Slesvík-Holsetalandi, Hamborg, Bremen, Nordrhein-Westfalen, Saar- landi, Niedersachsen og Berlín fara jafn- aðarmenn með stjórnina. Vestur-þýskt stjórnskipulag er þannig uppbyggt að fylkin hafa verulegt sjálfstæði hvert um sig og þar ríkja mismunandi reglur um kosn- ingar, menntastefnu, frídaga, opnunar- tíma á veitingastöðum, svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæði fylkjanna byggist á hug- myndum um valddreifingu og stafar það ekki hvað síst af sögulegum ástæðum hve vel hennar er gætt í stjórnarskrá Vestur- Þýskalands. Fyrra lýðveldið í Þýskalandi, Weimarlýðveldið 1919-1933, féll fyrir ein- ræði m.a. vegna ýmissa veikleika í stjórn- arskrá þess. Til dæmis hafði forseti lands- ins þá mikil völd á hendi og gat tekið landstjórnina í sínar hendur nánast að eig- in geðþótta og stjórnað framhjá þinginu eins og hann gerði þegar Adolf Hitler varð kanslari í umboði hans. Vestur-þýsku löggjafarvaldi er skipt í tvennt: annars vegar er Sambandsþingið (Bundestag) og hins vegar er Fylkjaþingið (Bundesrat). Um helmingur vestur- þýskra laga verður að hljóta samþykki Fylkisþingsins auk samþykkis Sambands- þingsins í Bonn til að hljóta gildi. Á Fylkjaþinginu sitja fulltrúar einstakra fylkja og þar fer fulltrúafjöldi flokkanna eftir úrslitum í fylkiskosningunum. Þrett- ánda maí sl. gerðist það að jafnaðarmenn hlutu í fyrsta sinn meirihluta á Fylkja- þinginu en frá stofnun Sambandslýðveld- isins hafa hægri menn alltaf haft þar meiri- hluta, jafnvel í stjórnartíð jafnaðarmanna. Sjaldgæft er að Fylkjaþingið stöðvi laga- setningu en gerðist þó í um 4 prósentum tilvika í stjórnartíð jafnaðarmanna á átt- unda áratugnum. Meirihluti í Fylkjaþing- 38 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.