Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 38
ERLENT
ÞÝSKALAND,
HVAÐ NÚ?
Ríkjasamningur undirritaður. Óteljandi
vandamál óleyst.
EINAR HEIMISSON SKRIFAR FRÁ ÞÝSKALANDI
Sameining Þýskalands stendur fyrir dyr-
um. Ríkjasamningur Vestur- og Austur-
Þýskalands hefur verið undirritaður. En
enginn veit hvað sameiningin hefur í för
með sér. Enginn veit hvað hún kostar.
Óteljandi vandamál eru óleyst. Spurn-
ingin Þýskaland, hvað nú? brennur á vör-
um manna. Oskar Lafontaine kanslara-
efni jafnaðarmanna hefur gagnrýnt
stjórn Kohls kanslara harkalega vegna
sameiningarinnar.
Fyrir ári hefði verið hægt að segja um
Þýskaland að það væri afar ólíklegt til
verulegra umbreytinga; 40 ár voru liðin
frá stofnun ríkjanna beggja í landinu og
þau virtust hvort um sig ólíkleg til að
breytast að ráði á næstu árum. Þýskaland
var tákn stöðugleikans, tákn hins óum-
breytanlega. Nú er það vitaskuld gjör-
breytt. Framtíð landsins er óráðin og eng-
inn veit hvað hún ber í skauti sér, ekki
stjórnmálamenn frekar en aðrir.
Sameining Þýskalands er staðreynd,
sem liggur fyrir. Allir leiðandi stjórnmála-
menn bæði austan og vestanmegin eru
sammála um það. Spurningin er hins veg-
ar sú hversu hratt sameiningin verður
framkvæmd. Myntbandalag ríkjanna
komst á í júlíbyrjun og sú ákvörðun hefur
verið harðlega gagnrýnd einkum af Oskari
Lafontaine kanslaraefni jafnaðarmanna,
sem segir hana falska aðgerð, sem aðeins
geti leitt til félagslegra vandamála, eink-
um atvinnuleysis í Austur-Þýskalandi.
Næstu þingkosningar í Vestur-Þýska-
landi, sem haldnar verða 2. desember,
gætu orðið þær athyglisverðustu frá upp-
hafi. Nú hefur verið ákveðið að þessar
kosningar verði með þátttöku allra Þjóð-
verja. Vitað er að Kristilega bandalagið er
lang stærsti stjórnmálaflokkur Austur-
Þýskalands og því er augljóst að vestur-
þýskir stjórnarsinnar sjá sigur sinn í höfn
ef þau atkvæði bætast við þeirra eigin.
Umræðan um þátttöku Austur-Þjóð-
verja tók einmitt kipp eftir 13. maí sl.
þegar fram fóru kosningar í tveimur fylkj-
um í Vestur-Þýskalandi, Nordrhein-
Westfalen og Niedersachsen og biðu
stjórnarsinnar lægri hlut í þeim báðum.
Vitað er að í fylkiskosningum greiða
kjósendur atkvæði öðru vísi en í þingkosn-
ingum og eru yfirleitt ekki eins stjórnholl-
ir. En fylkiskosningarnar 13. maí höfðu
samt verulegri áhrif á stjórnmála ástandið
í Þýskalandi en slíkar kosningar yfirleitt.
Vestur-Þýskalandi er skipt í alls 11 fylki
eða sambandsríki (Bundeslander). I ein-
ungis fjórum þeirra, Baden Wurtenberg,
Bæjaralandi, Rheinland-Pfalz og Hessen
hafa stjórnarsinnar nú meirihluta, í hinum
Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands treystir á
að aðgerðir hans oghraði í sameiningarmálum
skilihonum vinsældum oggóðu kjöri í vetur.
sjö, Slesvík-Holsetalandi, Hamborg,
Bremen, Nordrhein-Westfalen, Saar-
landi, Niedersachsen og Berlín fara jafn-
aðarmenn með stjórnina. Vestur-þýskt
stjórnskipulag er þannig uppbyggt að
fylkin hafa verulegt sjálfstæði hvert um sig
og þar ríkja mismunandi reglur um kosn-
ingar, menntastefnu, frídaga, opnunar-
tíma á veitingastöðum, svo eitthvað sé
nefnt.
Sjálfstæði fylkjanna byggist á hug-
myndum um valddreifingu og stafar það
ekki hvað síst af sögulegum ástæðum hve
vel hennar er gætt í stjórnarskrá Vestur-
Þýskalands. Fyrra lýðveldið í Þýskalandi,
Weimarlýðveldið 1919-1933, féll fyrir ein-
ræði m.a. vegna ýmissa veikleika í stjórn-
arskrá þess. Til dæmis hafði forseti lands-
ins þá mikil völd á hendi og gat tekið
landstjórnina í sínar hendur nánast að eig-
in geðþótta og stjórnað framhjá þinginu
eins og hann gerði þegar Adolf Hitler varð
kanslari í umboði hans.
Vestur-þýsku löggjafarvaldi er skipt í
tvennt: annars vegar er Sambandsþingið
(Bundestag) og hins vegar er Fylkjaþingið
(Bundesrat). Um helmingur vestur-
þýskra laga verður að hljóta samþykki
Fylkisþingsins auk samþykkis Sambands-
þingsins í Bonn til að hljóta gildi. Á
Fylkjaþinginu sitja fulltrúar einstakra
fylkja og þar fer fulltrúafjöldi flokkanna
eftir úrslitum í fylkiskosningunum. Þrett-
ánda maí sl. gerðist það að jafnaðarmenn
hlutu í fyrsta sinn meirihluta á Fylkja-
þinginu en frá stofnun Sambandslýðveld-
isins hafa hægri menn alltaf haft þar meiri-
hluta, jafnvel í stjórnartíð jafnaðarmanna.
Sjaldgæft er að Fylkjaþingið stöðvi laga-
setningu en gerðist þó í um 4 prósentum
tilvika í stjórnartíð jafnaðarmanna á átt-
unda áratugnum. Meirihluti í Fylkjaþing-
38 ÞJÓÐLÍF