Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 55
ég kynnist einhverjum öðrum, þá veit ég einungis sáralítið um hann. Fólk sem hef- ur verið í hjónabandi í tuttugu ár þekkist einatt harla lítið. Hvernig get ég þá látið sem ég þekki einhvern? Það sem ég endur- skapa í skrifum mínum er mín eigin hug- mynd um þessa persónu. Og ég nota ekki einusinni fólk úr daglegu lífi: Ég bý það ævinlega til. Stundum eru að vísu fyrir- myndir, en oft og einatt hef ég ekki hug- mynd um hvaða fyrirmynd ég hef í huga fyrren ég er langt kominn með söguna. Til dæmis er sagan um manninn, sem alltaf var uppiskroppa með klósettpappír, sögð af strák af úkraínsku ætterni, sem er Kanadamaður af annarri kynslóð og orð- inn doktor í heimspeki. Ég hef ekki hug- mynd um hvaðan hann kom. K.G.: Ég býst við að fólk muni alltaf halda að þú sért að skrifa um raunveru- leg atvik og raunverulegt fólk, enda virð- istu gera það. Það sýnist vera svo raun- verulegt í sögunum þínum. Bill: Já, það er partur af blekkingunni. Ég er sjónhverfingamaður og þetta eru sjónhverfingar á sviðinu. í rauninni er það svo, þegar ég hugsa um sjálfan mig sem rithöfund, að þá finnst mér ég ætti að sitja við tölvuna klæddur stórri, svartri skikkju og með keilulaga hatt á höfði, alþakinn stjörnum. Ég á við, að ég finn raunveru- lega til þess, að ég sé sjónhverfingamaður. Að öðrum kosti færi ég og gerðist félags- fræðingur eða mannfræðingur. Á meðan ég er að skrifa, uppgötva ég hvað ég er sjálfur að hugsa: hvernig ég finn til. Hér er eitthvað sem ég vissi ekki áður. Ég á við, að ég gæti ekki ímyndað mér, að ég semdi sögu þarsem ég vissi fyrirfram hvað ég ætlaði að segja. Það væri bara áróður. Ég veit ekki einusinni um hvað sagan mín á eftir að fjalla. K.G.: Hvernig geturðu þá byrjað á henni? Bill: Með einu orði. Bara með einu orði, engu öðru. Kannski er það ekki aðallega meðan ég er að semja, sem ég átta mig á efninu, heldur meðan ég er að endur- semja. Uppkast eftir uppkast eftir upp- kast. Ég er ekki að semja öll þessi uppköst til þess eins að laga málfarið. Ég kann málfræði. Eða greinarmerkjasetninguna. Ég kann greinarmerkjasetningu. Það er ekki það sem um er að ræða með öllum þessum uppköstum. Ég endursem til að komast til botns í skynjun minni á veru- leikanum - veruleika sem ég þekki ekki. Þessvegna er þetta könnunarleiðangur. Ég finn ekki heldur ævinlega sömu skynj- un á veruleikanum. Hver ný saga er ekki annað en áfangi, og ég er alltaf að vaxa, læra meira.“ ill Valgardson hefur einungis tvisvar heimsótt land feðra sinna. Sumarið 1986 kom hann í stutta heimsókn í boði vina og velunnara og ók með þeim vesturá Snæfellsnes til að vitja bæjarins sem lang- afi hans kvaddi fyrir rúmri öld, Aðalbóls. Um þá ferð skrifaði hann sérlega skemmtilega grein í Books in Canada í ársbyrjun 1987. Henni lýkur með þessum orðum: „Þegar við ökum burt gerist dálítið óvænt. Framtil þessa hef ég verið fáskipt- inn og haldið mér í skefjum. Alltíeinu er einsog eitthvað, sem ég hef borið innra með mér alla ævi, hverfi á braut, og ég sit þarna með augun flóandi í tárum afþví ég hef verið sviptur einhverju, sem hefur æv- inlega verið til staðar, ekki ég sjálfur, heldur eitthvað sem fylgdi mér. Ég sný mér að glugganum svo gestgjafinn sjái ekki hvað er á seyði. Ég hef verið alinn upp í menningu þarsem það er veikleika- merki að sýna aðrar tilfinningar en reiði. Ég er svo aumur í hálsinum, að mér finnst ég vera að kafna. Engu er líkara en það sem hefur horfið mér smeygi sér gegnum þykkt loftið yfir girðinguna, yfir túnið og heim til bæjarins. Mig langar að biðja bíl- stjórann að nema staðar, hleypa mér út, svo ég geti hlaupið aftur að girðingunni, en kem ekki upp orði fyrir sársauka og saknaðarkennd, og bíllinn ber mig vægð- arlaust burt. Það hlýtur að vera þannig sem þeir fundu til þegar þeir fóru burt, hugsa ég, og sögðu skilið við þetta lón, þetta tún, þetta haf, þessi fjöll. Síðan sveigir bíll- inn, og bænum er rykkt úr augsýn." í seinna sinnið heimsótti Bill landið í október á liðnu ári í sambandi við kana- díska kynningu sem fram fór í Reykjavík. Við það tækifæri flutti hann meðal annars fyrirlestur í heimspekideild Háskóla ís- lands. í tilefni af komu hans gaf Sigmar Þormar út sérprentaða hina frægu verð- launasögu Bloodflowers undir heitinu Blóðrót í íslenskri þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Mun það vera eina sagan sem til er eftir hann á íslensku. Bók- in er til sölu í helstu bókabúðum höfuð- staðarins. 0 ÞJÓÐLÍF 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.