Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 41
ERLENT
in um Austur-Þýskaland, sem nú koma
fyrst fram í dagsljósið, vekja stöðugt meiri
óhug. Til dæmis hafa komið fram gögn,
sem sýna að tugir ef ekki hundruð póli-
tískra fanga voru tekin af lífi með fallöxi í
landinu á sjötta áratugnum á valdaskeiði
Walters Ulbrichts. Kommúnistastjórnin
nýtti sér iðulega aftökutæki þegin í arf frá
nasistum, sem einnig tóku oft pólitíska
fanga af lífi með fallöxi.
Fáir halda því fram að ríkið, sem kallast
Austur-Þýskaland, sé til þess fallið að
varðveita það. Auðvitað kvikna víða efa-
semdir um að Þjóðverjum sé treystandi
fyrir stóru ríki og þær efasemdir hafa ekki
hvað síst heyrst í landinu sjálfu. En menn
benda á ákvæði stjórnarskrárinnar um
valddreifingu, um lýðræði sem hvergi sé
traustara, og segja það eiga fátt sameigin-
legt með ógnvekjandi stórveldum fortíð-
arinnar, miðstýrðum frá Berlín. Menn
tala um að ganga jafnvel lengra en nú er,
auka sjálfstæði fylkjanna, brjóta lýðveldið
meira upp og gera Þýskaland jafnframt að
útleitnu en gefandi ríki í Mið-Evrópu,
sem sé langt frá því að vera umhugað um
að soga til sín yfirráð yfir álfunni allri.
Og það er ótrúlega margt, sem nú er
rætt um hér í Þýskalandi í sambandi við
sameiningu ríkjanna. Sérhvern dag kem-
/ Austur-Þýskalandi má ekki aka með neitt
áfengi í blóðinu, en í Vestur-Þýskalandi eru
rýmstu reglur í Evrópu, —má hafa 1.3 prómillí
blóðinu.
ur eitthvað nýtt fram í dagsljósið, alls kyns
flókin mál, sem erfitt verður að leysa.
Eitt þeirra er til dæmis sú staðreynd að
margar húseignir í Austur-Þýska-
landi voru teknar eignarnámi af ríkisvald-
inu á sjötta áratugnum. Fyrri eigendur,
sem búsettir eru í Vestur-Þýskalandi, gera
nú kröfur til eigna sinna og það gæti þýtt
að þúsundir Austur-Þjóðverja yrðu á göt-
unni.
Samræming ýmissa lagagreina verður
sömuleiðis deilumál. Umtöluð dæmi þess
er lög um fóstureyðingar, sem eru mun
frjálsari í Austur-Þýskalandi en vestan-
megin sem og ýmiss umferðarlög, sem eru
hins vegar með miklu frjálsara móti í V-
Þýskalandi. í Austur-Þýskalandi má ekki
aka með neitt áfengi í blóði en vestanmeg-
in eru reglurnar þær rúmustu í Evrópu og
má hafa alls 1.3 prómill í blóði án þess að
viðkomandi teljist sakhæfur. Það er um
sex sinnum meira en á íslandi svo dæmi sé
tekið.
Núverandi staða í Þýskalandi er söguleg
svo ekki sé meira sagt og verkefni stjórn-
málamanna þar eru önnur og meiri en þeir
hafa áður átt við að glíma. Raunar má
segja að sú staða, sem nú ríkir í landinu
eigi ekki lengur neitt skylt við nein venju-
leg stjórnmál og venjuleg vinnubrögð;
þær ákvarðanir sem nú verður að taka, eru
sannarlega hafnar yfir öll venjuleg dægur-
mál. Menn eru á víxl sakaðir um henti-
stefnu en það er einmitt hentistefna sem
Þýskaland þarf minnst á að halda um þess-
ar mundir. Þýskaland hvað nú? er spurn-
ingin og líklega hefur útgefandi Spiegels,
Rudolf Augstein, rétt fyrir sér um úrslit
og afleiðingar sameiningar Þýskalands,
þeirrar áhættusömu tilraunar, sem þegar
er hafin: „Þær þekkir enginn“.
0
ÞjÓÐLÍF- HLUTHAFAFUNDUR!
Hluthafafundur almenningshlutafélagsins Þjóðlíf h.f. verður haldinn í
húsakynnum félagsins, Vesturgötu 10, Reykjavík mánudaginn 20.
ágúst kl. 20.30:
Dagskrá: 1) Skýrsla bráðabirðgastjórnar.
2) Heimild til hlutafjáraukningar.
3) Kosning nýrrar stjórnar.
4) Önnur mál.
Stjórnin
L
ÞJÓÐLÍF 41