Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 41
ERLENT in um Austur-Þýskaland, sem nú koma fyrst fram í dagsljósið, vekja stöðugt meiri óhug. Til dæmis hafa komið fram gögn, sem sýna að tugir ef ekki hundruð póli- tískra fanga voru tekin af lífi með fallöxi í landinu á sjötta áratugnum á valdaskeiði Walters Ulbrichts. Kommúnistastjórnin nýtti sér iðulega aftökutæki þegin í arf frá nasistum, sem einnig tóku oft pólitíska fanga af lífi með fallöxi. Fáir halda því fram að ríkið, sem kallast Austur-Þýskaland, sé til þess fallið að varðveita það. Auðvitað kvikna víða efa- semdir um að Þjóðverjum sé treystandi fyrir stóru ríki og þær efasemdir hafa ekki hvað síst heyrst í landinu sjálfu. En menn benda á ákvæði stjórnarskrárinnar um valddreifingu, um lýðræði sem hvergi sé traustara, og segja það eiga fátt sameigin- legt með ógnvekjandi stórveldum fortíð- arinnar, miðstýrðum frá Berlín. Menn tala um að ganga jafnvel lengra en nú er, auka sjálfstæði fylkjanna, brjóta lýðveldið meira upp og gera Þýskaland jafnframt að útleitnu en gefandi ríki í Mið-Evrópu, sem sé langt frá því að vera umhugað um að soga til sín yfirráð yfir álfunni allri. Og það er ótrúlega margt, sem nú er rætt um hér í Þýskalandi í sambandi við sameiningu ríkjanna. Sérhvern dag kem- / Austur-Þýskalandi má ekki aka með neitt áfengi í blóðinu, en í Vestur-Þýskalandi eru rýmstu reglur í Evrópu, —má hafa 1.3 prómillí blóðinu. ur eitthvað nýtt fram í dagsljósið, alls kyns flókin mál, sem erfitt verður að leysa. Eitt þeirra er til dæmis sú staðreynd að margar húseignir í Austur-Þýska- landi voru teknar eignarnámi af ríkisvald- inu á sjötta áratugnum. Fyrri eigendur, sem búsettir eru í Vestur-Þýskalandi, gera nú kröfur til eigna sinna og það gæti þýtt að þúsundir Austur-Þjóðverja yrðu á göt- unni. Samræming ýmissa lagagreina verður sömuleiðis deilumál. Umtöluð dæmi þess er lög um fóstureyðingar, sem eru mun frjálsari í Austur-Þýskalandi en vestan- megin sem og ýmiss umferðarlög, sem eru hins vegar með miklu frjálsara móti í V- Þýskalandi. í Austur-Þýskalandi má ekki aka með neitt áfengi í blóði en vestanmeg- in eru reglurnar þær rúmustu í Evrópu og má hafa alls 1.3 prómill í blóði án þess að viðkomandi teljist sakhæfur. Það er um sex sinnum meira en á íslandi svo dæmi sé tekið. Núverandi staða í Þýskalandi er söguleg svo ekki sé meira sagt og verkefni stjórn- málamanna þar eru önnur og meiri en þeir hafa áður átt við að glíma. Raunar má segja að sú staða, sem nú ríkir í landinu eigi ekki lengur neitt skylt við nein venju- leg stjórnmál og venjuleg vinnubrögð; þær ákvarðanir sem nú verður að taka, eru sannarlega hafnar yfir öll venjuleg dægur- mál. Menn eru á víxl sakaðir um henti- stefnu en það er einmitt hentistefna sem Þýskaland þarf minnst á að halda um þess- ar mundir. Þýskaland hvað nú? er spurn- ingin og líklega hefur útgefandi Spiegels, Rudolf Augstein, rétt fyrir sér um úrslit og afleiðingar sameiningar Þýskalands, þeirrar áhættusömu tilraunar, sem þegar er hafin: „Þær þekkir enginn“. 0 ÞjÓÐLÍF- HLUTHAFAFUNDUR! Hluthafafundur almenningshlutafélagsins Þjóðlíf h.f. verður haldinn í húsakynnum félagsins, Vesturgötu 10, Reykjavík mánudaginn 20. ágúst kl. 20.30: Dagskrá: 1) Skýrsla bráðabirðgastjórnar. 2) Heimild til hlutafjáraukningar. 3) Kosning nýrrar stjórnar. 4) Önnur mál. Stjórnin L ÞJÓÐLÍF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.