Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 18
INNLENT LANDSMOTI MOSFELLSBÆ 3000 keppendur og yfir 1000 starfsmenn á 20. Landsmóti UMFÍ Eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið hefur verið á landinu verður sett fimmtu- daginn 12. júlí á nýju íþróttasvæði í Mos- fellssveit. Um 3000 keppendur munu spreyta sig í 100 íþróttagreinum og starfsmenn mótsins eru á annað þúsund. Það er UMSK (Ungmennasamband Kjalarnessþings) sem heldur Lands- mót UMFÍ að þessu sinni. I sambandinu eru öflug ungmennafélög, til dæmis Breiðablik, Grótta, Afturelding, Stjarnan og fimleikafélagið Gerpla. Undirbúningur hefur staðið lengi og á síðasta ári var ráðinn framkvæmdastjóri og annar í mars síðastliðnum. Þeir Sæ- mundur Runólfsson og Ómar Harðarson skipta með sér framkvæmdastjórn móts- ins. Að sögn Sæmundar mætir rjóminn af íslensku frjálsíþróttafólki til leiks og má búast við harðri keppni í mörgum grein- um. Heimsmeistarinn í spjótkasti, Svíinn Patrick Boden, mun keppa sem gestur við íslensku spjótkastarana. Keppnin í körfu- boltanum ætti ekki að verða síður spenn- andi, en fimm úrvalsdeildarlið eru meðal þátttakenda. Nýmæli á Landsmótinu eru meðal ann- ars hestaíþróttir og fimleikar. Þá verður sýningarleikur í ruðningsbolta, sem er ís- lenska heitið á amerískum fótbolta. Tvö lið í fullum skrúða munu freista þess að kynna mótsgestum leikinn. Á Landsmótum UMFÍ hefur löngum verið keppt í óvenjulegum íþróttagrein- um. Einu sinni var keppt í gróðursetn- ingu, samanber einkunnarorðin „ræktun lands og lýðs“, en jurtagreining kemur í staðinn að þessu sinni. Keppni í pönnu- kökubakstri og línubeitingu er aftur á móti á sínum stað, að ekki sé talað um dráttarvélaakstur. Verndari mótsins er forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og mun hún setja Landsmótið fimmtudagsmorgun. Vernd- ardýr mótsins er hinsvegar fuglinn Goggi galvaski. Efnt var til samkeppni um nafn á fuglinum og hlutskörpust varð tólf ára stúlka úr Hrútafirði, Kristín Þorsteins- dóttir. Sæmundur telur að kostnaðurinn við Landsmótið verði um 15 milljónir króna, þó enginn geti sagt það með vissu. Til að fá upp í kostnaðinn verður aðgangseyrir fyrir fullorðna 1000 krónur dagurinn. Hestaíþróttir eru í fyrsta sinn á dagskrá að þessu sinni. Myndin var tekin á Landsmótinu á Laugarvatni árið 1965. Tvennum tjaldbúðum verður slegið upp, einni fyrir keppendur og ann- arri fyrir gesti. Lagt er upp úr því að að- staða verði sem allra best, til dæmis salerni í stað útikamra. Mótshaldarar vonast eftir sem flestum gestum, þeir bjartsýnustu tala um 20 til 30 þúsund en segja að veðrið muni ráða mestu. Sæmundur er ánægður með stuðning Mosfellsbæjar sem stóð fyrir uppbygg- ingu á myndarlegu íþróttasvæði fyrir mót- ið. Álafoss lánar húsnæði undir tónleika og dansleiki sem haldnir verða á hverju kvöldi þá daga sem mótið stendur yfir, 12. til 15 júlí. í þakklætisskyni ætla ung- mennafélagar að gróðursetja í landi Ála- foss og er það einnig þáttur í trjáræktar- átaki ungmennafélaga. Heiðursgestur 20. Landsmóts UMFÍ er Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi for- maður UMFÍ. -pv tftí7 ALASKA BÍLAVÖRUR í SÉRFLOKKI Heildsöludreyfing: PRbúöin hf. S: 641418 íþróttakonur á Landsmótinu á Þingvöllum árið 1957. 18 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.