Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 8
INNLENT
STERKIR SÉRFRÆÐINGAR
- VANMÁTTUGT RÍKISVALD
Sérfrœðilœknar eru ríkisrekið einkaframtak. Með óvœginni kjarabaráttu og
óbilgjarnri hagsmunagœslu hafa sérfrœðingar komið ár sinni svo vel fyrir borð í
kerfinu að þeir geta skammtað sér tekjur og kœft ífœðingu tilraunir
heilbrigðisyfirvalda til að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna. — Kerfið er
galopið, segir Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Finnur
hefur íþrjú ár reynt að hemja peningastreymið til sérfrœðilœkna og koma á
fastri skipan um hlutverk þeirra.
PÁLL VILHJÁLMSSON
í mörg ár hefur staðið yfir stríð milli
sérfræðilækna annarsvegar og heilbrigð-
isyfirvalda og heimilislækna hinsvegar.
Stríðið stendur um tilvísanir og hvort
sjúklingar eigi fyrst að ráðfæra sig við
heimilislækni og síðan fara til sérfræð-
ings ef þurfa þykir. Eða hvort sjúklingar
skuli eiga óhindraðan aðgang að sér-
fræðilæknum. I stríðinu vegast á fagleg
rök og fjárhagsleg. Sumir segja stríðinu í
raun lokið með fullum sigri sérfræðinga
á meðan aðrir telja sérfræðinga hafa
unnið orustu en að úrslitalotan sé eftir.
amskipti sérfræðilækna og sjúklinga
voru framan af með þeim hætti að
heimilislæknir vísaði sjúklingi til sérfræð-
ings ef ástæða þótti til. Þessi háttur var
staðfestur með lögum um almannatrygg-
ingar frá árinu 1971. Lagagreinin sem
kveður á um tilvísanir er nr. 43, b-liður og
um hana stendur styrinn. Þau rök liggja
fyrir tilvísunum að nauðsynlegt sé að einn
læknir, heimilislæknir, hafi yfirsýn yfir
sjúkdómsferilinn til að tryggja samfellu í
meðferð sjúklingsins. Einnig þykir tilvís-
anakerfið til þess fallið að draga úr óhóf-
legum heimsóknum til sérfræðinga,
stundum kallað „oflækningar“, sem kosta
mun meira en heimilis- og heilsugæslu-
læknar. Að langmestu leyti er það ríkis-
kassinn sem greiðir reikninga heilbrigðis-
kerfisins og tilvísanir hafa áhrif til lækk-
unar á þeim útgjöldum.
Þegar fáir sérfræðingar voru starfandi
hér á landi var friður um tilvísanir enda
tryggði fyrirkomulagið góð boðskipti milli
heimilislækna og sérfræðinga. Þegar sér-
fræðingum fjölgaði á áttunda og níunda
áratugnum fór að bera á óánægju með til-
vísanir. Sérfræðilæknar töldu það óþarfa
að sjúklingar leituðu til heimilislæknis og
sögðu það oft á tíðum tvíverknað. Enn-
fremur lögðu sérfræðingar áherslu á að
sjúklingum yrði leyft að velja sér lækni
milliliðalaust. Sverrir Bergmann, sem er
sérfræðingur í vefrænum taugasjúkdóm-
um, bendir einnig á það að í fámenninu á
íslandi þekki almenningur til lækna og
Starfsmenn í
tryggingakerfinu eru
sammála um að
tilvísanir sérfræðinga til
sérfræðinga voru
misnotaðar í þeim
tilgangi að sérfræðingar
útveguðu hver öðrum
verkefni.
fólki sé sjálfu best treystandi til að velja sér
lækni, hvort sem um er að ræða sérfræðing
eða heimilislækni. Sverrir er sannfærður
um að tilvísanakerfið sé dýrara fyrir hið
opinbera og verra fyrir sjúklinga en sér-
fræðingaþjónusta án tilvísana. Sverrir er í
75% stöðu hjá Landspítalanum, rekur eig-
in læknastofu í Domus Medica, er dósent
við Háskóla íslands, formaður kennslu-
nefndar læknadeildar og varaformaður
Læknafélags fslands.
rátt fyrir kröfur sérfræðinga voru til-
vísanir ekki lagðar af. Barátta sér-
fræðinga bar þó þann árangur að heil-
brigðisyfirvöld tóku að veita undanþágur
frá tilvísunum. Ekki þurfti tilvísun til
augnlæknis, sjúklingar utan höfuðborgar-
svæðisins þurftu ekki tilvísun né þeir
íbúar í Reykjavík og nágrenni sem ekki
höfðu aðgang að heimilislækni eða heilsu-
gæslustöð. Þá var sú breyting gerð að sér-
fræðingar máttu vísa til sérfræðinga.
Síðasta breytingin var umdeildust og
„til þess að kóróna vitleysuna“, segir
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá
Tryggingastofnun ríkisins, en hann hefur
í meira en áratug sinnt þessum málum.
Starfsmenn í tryggingakerfmu eru sam-
mála um að tilvísanir sérfræðinga til sér-
fræðinga voru misnotaðar í þeim tilgangi
að sérfræðingar útveguðu hver öðrum
verkefni. Ákveðin læknamiðstöð var um-
töluð fyrir það að sjúklingar sem þangað
komu voru gjarnan sendir á milli nokk-
urra sérfræðinga þannig að öruggt væri að
sjúklingurinn yrði stálsleginn þegar hann
8 ÞJÓÐLÍF