Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 22
INNLENT Hclstu ástæður fyrir sveiflum í afkomu i sjáv- arútvegi og leiðir til að dempa þær. Skýringarmynd 1 Þau atriði sem menn óttast mest að komi verðbólgunni af stað. öflugri verðgæslu, því sú hætta er fyrir hendi að lítilsháttar gengishækkun skili sér ekki nægjanlega vel í verðlagi. Að mati Más koma þó aðrar leiðir einnig til greina, svo sem að auka skattlagningu á þær at- vinnugreinar sem mests bata njóta nú og lækka skatta sem hafa bein áhrif á verðlag sem mælist í framfærsluvísitölu, án þess þó að auka halla ríkissjóðs. Það geta hins vegar verið of miklar pólitískar taflr á vegi slíkrar leiðar, þar sem líklega þarf tölu- verðar lagabreytingar til að framkvæma hana, sagði Már Guðmundsson. Þá er þess að geta að gengishækkun upp á 5% eða 10% hefði gífurleg áhrif, en að líkindum eru sérfræðingar ríkisstjórnar- innar að tala um gengishækkun innan við 2%. Már Guðmundsson bendir á að vís- bendingar um viðskiptakjör og kaup og sölu á gjaldeyri hnigi til sömu áttar. Ef gengisskráning væri frjáls hefði hækkun á genginu líklega þegar átt sér stað. Ögmundur Jónasson formaður BSRB kveður hins vegar ástæðu til að óttast að lítil gengishækkun skili sér ekki fyrr en seint og um síðir í verðlagi til neytenda. Það sé heldur ekki víst að gengishækkunin skili sér í verðlækkunum, þar sem meiri verðbólga sé í helstu viðskiptalöndum en menn höfðu ætlað. Hins vegar megi til sanns vegar færa, að með gengishækkun kæmu verðhækkanir erlendis ekki eins fram hér og ella. Hann bendir einnig á að útgangspunktur samninga hefði verið að halda gengi stöðugu og þurfi menn að hugsa sinn gang rækilega áður en farið er að hringla með það upp og niður. I grófum dráttum má því segja að það sem mæli með lítils háttar gengishækkun sé að með henni væri komið í veg fyrir launaskrið; gengishækkun fæli í sér að- hald að fyrirtækjum, og hún gæti orðið til lækkunar á verðlagi. Það gæti ráðið úrslit- um um hvort vísitalan verði rétt yfir eða rétt undir rauða strikinu í haust. Á móti mælir hins vegar m.a. að óljóst er hvort gengishækkun skili sér að einhverju marki í verðlagið. Enn fremur mælir á móti gengishækkun að hún leiddi til versnandi rekstrarskilyrða allrar gjaldeyrisaflandi starfsemi í landi utan sjávarútvegs, hún gæti leitt til röskunar á jafnvæginu sem allir eru að sækjast eftir og hefur að nokkru náðst. Gengishækkun stríddi enn fremur gegn anda samninganna og væri til merkis um að stjórnvöld ætli að halda áfram að rokka til með gengið í takt við stöðuna í sjávarútvegi hverju sinni. Það virðist m.ö.o. vera fleira sem mælir á móti gengishækkun en með. Að undanförnu hafa stjórnmálamenn og sérfræðingar verið að velta fyrir sér þróun á næstu mánuðum og óttast margir að komi til þenslu. Aðilar vinnumarkaðar hafa fylgst grannt með stöðunni og reynt að hamla gegn verðhækkunum. Að óbreyttu mun verðlagsþróunin verða þannig að rauða strikið verður brotið í haust og samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inganna þýðir það lítils háttar verðbætur á laun. Væntanlega gæti ríkisvaldið haldið þróuninni innan rauða striksins með ráð- stöfunum sem leiddu til lækkunar verð- lags á þjónustu og á einhverjum vörum. Már Guðmundsson bendir hins vegar á, að ef halli ríkissjóðs er aukinn með þessum hætti, er aðeins verið að fresta vandamál- unum. „Það er verið að greiða niður verð- bólguna með hallarekstri á ríkissjóði, en eins og löng reynsla okkar sýnir, leiðir það til meiri verðbólgu í framtíðinni.“ BHMR deilan er í þessu samhengi af- skaplega viðkvæm að mati efnahagssér- fræðinga. Ef kæmi til hækkana hjá há- skólamenntuðum ríkisstarfsmönnum um- fram það sem gerist hjá öðrum, kemur strax til ákvæðis í samningum ASÍ/VSÍ þar sem kveðið er á um að forsendur samningsins séu að launaþróun annarra verði sú sama og hjá ASÍ-launafólki. í raun þýddi það að samningarnir væru allir komnir á flot, þenslan færi úr böndunum (sjá skýringarmynd 1). 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.