Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 59
Píanóleikarinn Ivo Pogorelich.
Nigel Kennedy fiðluleikari spilar jöfnum höndum klassík, popp og djass—og er klipptur eins og
pönkari.
seljast hins vegar plötur enn meira en
diskar.
Og einkennandi fyrir þetta allt saman
er það að samhliða aukinni diskasölu
beita útgefendur ýmsum alþekktum
brögðum útgefenda popptónlistar til að
selja vöru sína. I heimi sígildrar tónlistar
er þannig stöðugt meira gert út á kyn-
þokka, eggjandi ljósmyndir framan á
diskum og í auglýsingum, kynt er undir
stjörnudýrkun, reynt að notfæra sér aðrar
hvatir kaupenda en tónelskuna eina.
Kvenfiðluleikarar, sellóleikarar og söng-
konur eru í mjög flegnum kjólum framan
á umslögunum, stjórnendur og söngvarar
eru töffaralegir með peysu á öxl og tíðum
klæddir eins og popphetjur - gömlu kjól-
fötin sjást hins vegar yfirleitt ekki.
Þessi sölustefna hittir augljóslega í
mark og á ugglaust sinn þátt í vaxandi
útbreiðslu sígildra hljómdiska. Nokkur
nöfn eins og fiðluleikarinn Anne-Sophie
Mutter, sem spilar tíðum í mjög þröngum
og flegnum kjól, sem eitt sinn rifnaði í
sundur á miðjum tónleikum, sellóleikar-
inn Ofra Harnoy, píanóleikarinn Ivo
Pogorelich og fiðluleikarinn Nigel Kenn-
edy, sem spilar jöfnum höndum popp,
djass og klassík og er klipptur nánast eins
og pönkari, eru þekkt dæmi um nútíma-
stjörnur í heimi sígildrar tónlistar.
íst er að diskasalan eykst stöðugt,
útbreiðsla sígildrar tónlistar verður
meiri, auglýsingastríðið harðnar en ýmsir
hafa samt komið fram með nýjar kenning-
ar um það hvers vegna fólk hlusti meira á
sígilda tónlist en áður. Fólk sé einfaldlega
búið að fá nóg af rafmagni, það vilji hverfa
á vit hins náttúrulega og það eigi við um
tónlist eins og annað. Því sæki fólk í að
hlusta á rafmagnslausa tónlist, sem sum-
part virki náttúrulegri og mannlegri en
margt í heimi popptónlistar nútímans.
Hvað um það! Klassísk tónlist er nú um
stundir seld með sömu brögðum og
popptónlist: markaðsstjórar hennar vita
sem er að dívur af öllum toga og snöfurleg-
ir ungir menn gera tíðum gæfumun ef
velja skal disk á geislaspilara.
0
ÞJÓÐLÍF 59