Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 98

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 98
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL móta verða því að mestu fást með auknum afrakstri af því landi sem nú er nýtt til framleiðslu. Því hlýtur eftirfarandi spurning eðlilega að vakna: Mun það takast að auka svo matvælaframleiðsluna? Þar sem ljóst má vera að ekki mun bæt- ast neitt að ráði við ræktað land á jörðinni verður nauðsynleg framleiðsluaukning að fást með auknum afrakstri af hverri flatar- einingu. I þessu efni hvetur þróun síðustu ára- tuga ekki til bjartsýni: A sjöunda áratugnum jókst korn uppskera heimsins af hverri flatar- málaeiningu að meðaltali um 27%. Á áttunda áratugnum jókst hún um 21%. Á níunda áratugnum um 19%. En síðari hluta níunda tugsins varð þessi aukning aðeins um 2,6%. Sé gengið út frá því grundvallaratriði sem gefnu að ekki komi nýtt land til landbúnaðarfram- leiðslu í neinum mæli, eru það einkum þrjú atriði sem mestu ráða um aukna framleiðslu á hverri flatar- einingu: — áhrif aukinnar áburðarnotkunar — aðgangur að nægilegu vatni — jarðvegsrof Mest af framleiðsluaukningunni, sem orðið hefur síðan um 1950 hefur fengist fyrir aukna áburðarnotkun. Á tímabilinu frá 1950-1989 jókst áburð- arnotkun úr 14 milljónum lesta í 143 mill- jónir lesta. Um það bil 40% af aukinni matvæla- framleiðslu heimsins má þakka áburðar- notkun. Til lengri tíma litið fæst hins veg- ar ekki samsvarandi uppskeruauki með aukinni notkun áburðar. Af þeim ástæðum m.a. eykst áburðarnotkun ekki lengur í Bandaríkjunum svo nokkru nemi. í mörgum heimshlutum er það vatns- skortur sem takmarkar hvað mest aukna búvöruframleiðslu. Þurrir árfarvegir, lækkandi grunnvatnsstaða og minnkandi stöðuvötn bera vott um hina alvarlegu ógn sem matvælaframleiðslu heimsins stafar af stöðugt minnkandi vatnsforða. Þessarar þróunar gætir þegar í Kína, Mexíkó, á vissum svæðum í Bandaríkjunum, í Afr- íku og sumstaðar í Austur-Evrópu og rómönsku-Ameríku. Á mörgum svæðum á aukin eyðing skóga þátt í þessari vaxandi ógn sem stafar af vatnsskorti. Þegar skóg- arnir eyðast dregur úr vatnsjöfnun jarð- vegs og hætta á vatnsrofi jarðvegs eykst. Alvarlegasta dæmið um ofnotkun vatns sem auðlindar er að finna við Aralvatn í Sovétríkjunum. Hinar umfangsmiklu áveitur meðfram stóránum tveimur hafa dregið stórlega úr aðrennsli til vatnsins. Afleiðingarnar eru þær að verulega hefur dregið úr fiskveiðum í vatninu. Nú er svo komið að borgin Muniak sem áður var hafnarborg liggur um 50 km frá strönd vatnsins. Árlega feykja vindar um 48 mill- jónum lesta af salti yfir nær liggjandi akur- lendi og valda tjóni á uppskeru. Víða um lönd er þess farið að gæta að takmarkaður vatnsforði leiðir til vaxandi samkeppni um vatnið á milli hinna mis- munandi þarfa í samfélaginu. Sumsstaðar í Bandaríkjunum er það farið að gefa meira í aðra hönd að selja vatnið til stór- borganna en að nota það til vökvunar. Þetta hefur m.a. leitt til þess að stór lands- svæði í Arisona þar sem öll ræktun byggist á vökvun hafa verið látin falla í órækt og aftur orðið að eyðimörk. Menn ráða nú yfir góðri tækni til að hreinsa salt úr»sjó. Það hindrar menn þó í að beita þessari aðferð til vatnsöflunar hve dýr hún er og að þar sem þörfin er mest er greiðslugeta fólksins hvað minnst. Þetta birtist m.a. í því að um 2/3 af öllum þeim hreinsistöðvum sem komið hefur verið upp til að skilja salt úr sjó er nú að finna á Arabíuskaga þar sem fjármagn hefur verið fyrir hendi. Jarðvegseyðingar gætir nú þegar á um það bil 1/3 af öllu ræktuðu landi jarðarinn- ar. Þessa hlýtur að gæta í vaxandi mæli og hafa meiri áhrif á framleiðslugetu jarðar- innar. Áætlað var árið 1983 að stórfljótið Gulá í Kína bæri á ári hverju 1,2 milljarða lesta af gróðurmold til hafs. í Eþíópíu er áætlað að 1 milljarður lesta af jarðvegi tap- ist á hverju ári. Indland tapar um 5 millj- örðum lesta af jarðvegi á ári, en samsvar- andi tala fyrir Bandaríkin er talin vera um 3 milljarðar lesta á ári. Ef á heildina er litið tapast um 24 millj- arðar lesta af jarðvegi, sem skolast burt eða fiúka af ræktuðu landi jarðarinnar. Þetta svarar um það bil til alls jarðvegs sem er að finna á hveitiökrum í Ástralíu. I hinum s.k. þróunar- löndum er beint og órjúf- andi samband á milli jarð- vegseyðingarinnar og rýrn- unar og eyðingar skóganna. Eftir því sem sneiðist um með eldivið neyðist fólk í stórum stíl til þess að brenna búfiáráburðinum og öðrum lífrænum leifum. Þetta eru þau lífrænu efni, sem hvað nauðsynlegust eru til þess að halda við frjósemi jarðvegsins. Eftir því sem lífrænu efnin í jarð- veginum ganga til þurrðar við þessa búskaparhætti helst rakinn verr í jarðveginum. Hættan á skaðlegum þurrk- um og jarðvegsfoki eykst svo stöðugt í þessum slæma vítahring. andbúnaður á jörðinni á að baki um 10.000 ára þróun við hlutfalls- lega stöðugt loftslag. Ef það breytist veru- lega vegna hinna svo nefndu gróðurhúsa- áhrifa, við aukningu á koltvísýringi í and- rúmsloftinu, kann stöðugleiki búvöruframleiðslunnar að veikjast veru- lega. I júní 1988 lýsti einn fremsti sérfræðing- ur Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA), dr. Junes Hansen því yfir við bandaríska þingnefnd að hann væri þess nær fullviss ( teldi það 99% öruggt) að gróðurhúsaáhrifanna væri þegar farið að gæta. Hann benti m.a. á að fiögur hlýjustu ár sem komið hafa síðan 1890 hafi verið eftir 1980. (Síðan hefur komið í ljós að 6 af 10 hlýjustu árunum síðustu 100 árin komu eftir 1980). Þó að enn ríki um þetta ákveð- in óvissa benda allar nýjar faglegar upplýs- ingar í sömu átt. Nýjustu loftslagslíkön sem gerð hafa Margir telja að gróðurhúsaáhrifanna sé þegar farið að gæta. 98 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.