Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 76
MENNING hversu margir verkamenn voru í Kaldað- arnesi þegar flest var. Þó telur Páll Lýðs- son, bóndi og fræðimaður í Litlu-Sandvík að úr Árnessýslu hafi þeir aldrei verið fleiri en 200 - 300. En vitaskuld hafa menn komið víðar að þannig að bæta má eitthvað við þessa tölu. Séra Gunnar Benedikts- son sem þá stundaði unglingakennslu á Eyrarbakka mátti sitja yfir tómum skóla og á endanum fór hann á eftir nemendun- um og gerðist túlkur hjá Bretunum. Og árin 1941 og 1942 leggst svo útræði frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn mikið til af; allir voru farnir í Kaldaðar- nes. Menn höfðu nú beinharða peninga handa á milli og slíkum uppgripum sem menn komust þarna í höfðu sunnlenskir sveitamenn aldrei kynnst. Þannig hefur verið bent á að það peningaflæði sem her- setan skóp hafi orðið til að stuðla að mikilli uppbyggingu í Árnessýslu á árunum eftir stríð. Ollum ber saman um að mikil um- skipti til betri vegar hafi orðið í set- uliðsvinnunni þegar Bretarnir fóru, og Bandaríkjamenn komu. Hjá Bretunum hafi allt borið að sama brunni; stjórnleysi, verkfæraleysi, vinnusvik og aumingja- háttur. Það hafi beinlínis verið alið á vinnusvikum og undanbrögðum, þess voru mörg dæmi. Einn viðmælandi okkar sagði að þegar að Bandaríkjamenn komu hefðu yfirmennirnir ekki talið það eftir sér að segja mönnum til verka, nokkuð sem aldrei hefði sést hjá Bretanum. Þá hefði verið mun meiri regla hjá þeim og allt tæknivæddara. Menn segja líka að vopn Bandaríkja- manna hafi verið mun betri en Bretanna. Guðmundur Kristinsson segir að Bret- arnir hafi aðallega notast við ómerkilega riffla og verið með litla beltaskriðdreka. Allt varð stærra og meira í sniðum þegar Bandaríkjamenn komu. Þeir settu m.a. upp miklar fallbyssur í Auðsholti í Ölfusi — hinum megin við Ölfusá — og sagt er að þegar skotið hafi verið af þeim hafi allt nötrað uppi í Hveragerði. Byggingar Bandaríkjahers voru austar en Bretanna, við svo kallaðan Hestaþings- hól eða Spítalakamp. Þar byggðu þeir m.a. mjög fullkominn spítala á þeirra tíma vísu, sem að sagður er hafa verið sá full- komnasti hér á landi á þeim tíma. Sagt er að Lúðvík Norðdal héraðslæknir á Sel- fossi, afi Davíðs Oddssonar borgarstjóra, hafi sagt svo um herspítalann að sér hafi þótt ömurlegt að sjá heimsins bestu lækn- ingatæki í slíkum hundakofum sem her- spítalinn var. Fyrstu herflugvélarnar komu að Kald- aðarnesi þann 27. ágúst 1940. Þetta var 98. flugsveit breska hersins og hafði á að skipa 17 Fairey Battle orustuflugvélum. Þær voru þá þegar, árið 1940, orðnar úreltar og flugvélar þær sem Þjóðverjar sendu í njósnaflug hingað til lands voru algjörir ofjarlar þeirra. Það var svo sumarið 1941 að 269. flugsveit Breta kom hingað til lands og hafði 18 flugvélar af Hudson gerð. Þær voru mun betur vopnum búnar en Fairey Battle flugvélarnar og höfðu mun meira flugþol. Einn flugmanna gömlu Fairey Battle vélanna, Mr.Ernie Luton, kom hingað til lands sumarið 1982 og svo er haft eftir honum í viðtali: „Hann kvað aðkomuna að Kaldaðar- nesi sumarið 1940 hafa verið ömurlega. Þar var raunar enginn flugvöllur sem hægt var að kalla því nafni og engin flugskýli. Voru flugvélarnar geymdar um veturinn í risastórum byrgjum sem hlaðin voru úr torfi og grjóti en opin að ofan. (Þessi skýli voru kölluð Wind Braker - vindbrjótur- innsk. blm.). í frostum varð að kynda undir þeim svo hægt væri að snúa hreyfl- unum í gang. í fyrstu var sofið í tjöldum. En svo voru reistir 3 braggar fyrir aðstoð- armenn og 4 fyrir þá, sem flugu vélunum. Sofið var í svefnpokum á gólfinu með nokkrar fjalir undir sér. Upphitun var einn kolaofn í miðjum bragga". Aðalhlutverk flugsveitanna í Kaldaðar- nesi var að veita þýsku kafbátunum úti fyrir landinu aðhald og veita skipalestum Breta og bandamanna vernd, af fremsta megni. Kafbátahernaður Þjóðverja var um þetta leyti í algleymingi og gerðu þeir allt hvað þeir gátu til þess að stöðva sigl- ingar vesturveldanna með vopn og vistir til Bretlands og knýja þannig til uppgjaf- ar. Einn flugmanna gömlu Hudson flug- vélanna, David Chapman, kom hingað til lands árið 1985. Hann segir þá frá í viðtali við Guðmund Kristinsson sem birtist í Dagskránni að eftir þjálfun ytra hafi hann verið sendur til íslands...til staðar sem mikil leynd hvíldi yfir, til Kaldaðarness“. Þannig hafði staðurinn gífurlega þýðingu í kafbátaleitarfluginu og það kannski ekki að ástæðulausu. Staðurinn lá vel við suð- urströndinni, en með henni var flogið kaf- bátaleitarflugi, allt austur að Hornafirði, og 150 og stundum allt að 300 mílur á haf út. Mesta afrekið sem unnið var í þeim flugferðum, og jafnframt eitt það þýðing- armesta í allri hernaðarsögu Kaldaðarness var þegar að Hudson flugvélar þaðan náðu að knýja til uppgjafar þýska kafbátinn U 570 og laska hann það mikið að hann gat ekki kafað. Þetta var þann 27.ágúst 1941. Mr. Chapman segir svo frá þessum at- burði í fyrrnefndu viðtali: „Kafbáturinn laskaðist og gat ekki kafað. Kallaði Thop- son (flugmaður) á ensk herskip og sveim- aði yfir honum á meðan.“ Þetta var fyrsti þýski kafbáturinn sem féll í hendur bandamönnum í stríðinu og var ómetanlegur fengur svo snemma í stríðinu. Hermt er að í bátnum hafi fund- ist dulmálslyklar og það eitt að komast yfir þá hafi reynst bandamönnum svo mikill akkur, að það hafi getað réttlætt allar framkvæmdir þeirra í Kaldaðarnesi. Ing- þór Sigurbjörnsson málarameistari á Selfossi sem var með vinnuflokk sinn að störfum í kringum hermennina um þetta leyti minnist á handaganginn sem varð þegar hermennirnir voru að búast til árás- ar á kafbátinn, í grein í héraðsblaðinu Þjóðólfi 1968: „Þá vorum við að mála skála alveg við flugvöllinn og vorum því í fárra faðma fjarlægð frá öllum þeim látum sem fram fóru við sprengjuútflutning og ferm- ingu flugvélanna. Slíkan vinnuhraða höfðum við aldrei fyrr séð. Það var allt annar fyrirgangur er við urðum varir við um kveldið, sú ólgandi gleði yfir unnum sigri er breidd var út með hömlulausum útlátum sterks öls og víns.“ Mr.Chapman segir frá í viðtalinu við Guðmund Kristinsson þegar radarinn var fyrst að koma til sögunnar: „Þegar ég var þarna vorum við komnir með radar á frumstæðu stigi, sem mjög mikil leynd hvíldi yfir og þess var mjög vandlega gætt að þeir kæmust ekki á snoðir um það. Tækið gekk undir nafninu -ASV- Anti Surface Wessel og þetta frumstæða tæki höfðum við í flugvélunum. Með því gát- um við „séð“ kafbát á yfirborði, þótt niða- dimmt væri í allt að 30 - 40 mílna fjarlægð. Án þessa tækis hefðum við tapað orust- unni um Atlantshaf.“ okkrar heimildir eru til um komur og flug þýskra flugvéla yfir Kaldað- arnes. Menn minnast ennþá komu þýsku Heinkel 111 sprengjuflugvélarinnar, sem sögð var hafa komið frá Sólaflugvelli við Stafangur í Noregi. Sunnudaginn 9. febr- úar 1941 renndi hún sér í lítilli hæð yfir byggðina á Selfossi og gerði síðan skotárás á gömlu Ölfusárbrúna. í þeirri árás er sagt að einn maður hafi fallið. Síðan flaug vélin niður með ánni og að Kaldaðarnesi - en svo lágt að loftvarnarbyssur Bretanna hæfðu hana ekki. I annað skipti kom þýsk könnunarflug- vél og flaug yfir staðinn. Þá voru Banda- ríkjamenn teknir við og voru þrjár flugvél- ar þegar sendar á loft. Hófst þá mikil rimma sem að endaði með því að flugvélin 76 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.