Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 83
Lou-Andreas-Salomérithöfundur. Verkhennarþykja gefa óvenjugóðan vitnisburð um hugsana-
gang kvenna um aldamótin.
„föður“ en áskildi sér frelsi til að stjórna
eigin lífi að öllu leyti.
Hún var á stöðugum ferðalögum um
álfuna, fór m.a. tvisvar til Rússlands
ásamt vini sínum, ungskáldinu Rilke.
Samband þeirra var mjög náið en árið 1901
ákvað Lou að slíta því, fannst það of þrúg-
andi, taldi sig hafa fengið nóg af andlegri
orku hans; núna yrði hann að fara. Á
næstu árum skrifaði hún margar bækur en
lét aðeins gefa sumar þeirra út. „Eg geri
það aðeins þegar mig vantar pening“.
Bók hennar um erótík varð fræg, sömu-
leiðis skáldsagan Fenitischa og ritgerðir
hennar um verk Nietzsches og kvenper-
sónur í verkum Ibsens. Hún kynntist
kenningum Freuds og sótti fyrirlestra hjá
honum og var ein af fáum konum, sem
Freud tók verulegt mark á að eigin sögn.
Hún hreifst mjög af kenningum hans um
sálgreiningu og kynhvöt sem frumkraft
manneskjunnar. Hún opnaði eigin sál-
fræðistofu.
efri árum bjó Lou Salomé í Götting-
en í Þýskalandi, frekar einmana
gömul kona, sem hafði komist að þeirri
niðurstöðu að hún hefði aldrei raunveru-
lega lifað lífínu. Eftir dauða manns síns
árið 1930 lifði hún í sjö ár; varð vitni að
valdatöku nasista og eigin forsmán sakir
tengsla við Freud; hún skrifaði endur-
minningar sínar sem voru gefnar út eftir
hennar dag og nefnast „Lebensruckblick"
eða „Horft til baka á ævi mína“.
Þar viðurkennir hún að hún hafí alltaf
verið að skrifa um sjálfa sig í skáldverkum
sínum, alltaf verið að leita að lífsgátunni
upp á eigin spýtur og þess vegna hafnað
öllum kennisetningum; hún kvaðst hins
vegar ekki hafa komist að neinni ákveð-
inni niðurstöðu, lífsgátan væri ekki leyst.
Henni fannst hún sumpart hafa lifað
rangt, harmaði það sem kallast mætti
meinlætalifnaður og henni fannst hún
hafa kynnst of vel.
Nú um stundir þykir skáldsagan Fenit-
ischa einna skýrastur vitnisburður um líf
Lou Salomé; þar segir frá rússneskri
stúlku, sem hittir mann í París og aftur í
Moskvu, sem hún elskar en hafnar sakir
óákveðni og vegna þess að hún skilur á
milli andlegrar og líkamlegrar ástar; henni
finnst hjónaband og ást ekki vera það
sama og er alltaf að leita að einhverju sem
hún veit ekki nákvæmlega hvað er.
Fenitscha þykir óvenjugóður vitnis-
burður um hugsanir kvenna um aldamót í
rótgrónu karlasamfélagi; þar ríkir barátta
milli frelsisþrár og ýmissa efasemda, en
jafnframt fróm ósk um jafnrétti kynja;
þetta er saga um jafngildar verur, karl-
mann og kvenmann, sem takast á. Slík
hugsun var Lou Salomé sjálfsögð en hún
var fjarri því að vera sjálfsögð um aldamót
og hún var enn ekki sjálfsögð er Lou lést,
södd lífdaga í Göttingen árið 1937.
0
ÞJÓÐLÍF
Áhugavert blað
ÞJÓÐLÍF 83