Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 83

Þjóðlíf - 01.07.1990, Page 83
Lou-Andreas-Salomérithöfundur. Verkhennarþykja gefa óvenjugóðan vitnisburð um hugsana- gang kvenna um aldamótin. „föður“ en áskildi sér frelsi til að stjórna eigin lífi að öllu leyti. Hún var á stöðugum ferðalögum um álfuna, fór m.a. tvisvar til Rússlands ásamt vini sínum, ungskáldinu Rilke. Samband þeirra var mjög náið en árið 1901 ákvað Lou að slíta því, fannst það of þrúg- andi, taldi sig hafa fengið nóg af andlegri orku hans; núna yrði hann að fara. Á næstu árum skrifaði hún margar bækur en lét aðeins gefa sumar þeirra út. „Eg geri það aðeins þegar mig vantar pening“. Bók hennar um erótík varð fræg, sömu- leiðis skáldsagan Fenitischa og ritgerðir hennar um verk Nietzsches og kvenper- sónur í verkum Ibsens. Hún kynntist kenningum Freuds og sótti fyrirlestra hjá honum og var ein af fáum konum, sem Freud tók verulegt mark á að eigin sögn. Hún hreifst mjög af kenningum hans um sálgreiningu og kynhvöt sem frumkraft manneskjunnar. Hún opnaði eigin sál- fræðistofu. efri árum bjó Lou Salomé í Götting- en í Þýskalandi, frekar einmana gömul kona, sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði aldrei raunveru- lega lifað lífínu. Eftir dauða manns síns árið 1930 lifði hún í sjö ár; varð vitni að valdatöku nasista og eigin forsmán sakir tengsla við Freud; hún skrifaði endur- minningar sínar sem voru gefnar út eftir hennar dag og nefnast „Lebensruckblick" eða „Horft til baka á ævi mína“. Þar viðurkennir hún að hún hafí alltaf verið að skrifa um sjálfa sig í skáldverkum sínum, alltaf verið að leita að lífsgátunni upp á eigin spýtur og þess vegna hafnað öllum kennisetningum; hún kvaðst hins vegar ekki hafa komist að neinni ákveð- inni niðurstöðu, lífsgátan væri ekki leyst. Henni fannst hún sumpart hafa lifað rangt, harmaði það sem kallast mætti meinlætalifnaður og henni fannst hún hafa kynnst of vel. Nú um stundir þykir skáldsagan Fenit- ischa einna skýrastur vitnisburður um líf Lou Salomé; þar segir frá rússneskri stúlku, sem hittir mann í París og aftur í Moskvu, sem hún elskar en hafnar sakir óákveðni og vegna þess að hún skilur á milli andlegrar og líkamlegrar ástar; henni finnst hjónaband og ást ekki vera það sama og er alltaf að leita að einhverju sem hún veit ekki nákvæmlega hvað er. Fenitscha þykir óvenjugóður vitnis- burður um hugsanir kvenna um aldamót í rótgrónu karlasamfélagi; þar ríkir barátta milli frelsisþrár og ýmissa efasemda, en jafnframt fróm ósk um jafnrétti kynja; þetta er saga um jafngildar verur, karl- mann og kvenmann, sem takast á. Slík hugsun var Lou Salomé sjálfsögð en hún var fjarri því að vera sjálfsögð um aldamót og hún var enn ekki sjálfsögð er Lou lést, södd lífdaga í Göttingen árið 1937. 0 ÞJÓÐLÍF Áhugavert blað ÞJÓÐLÍF 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.