Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 72
PÁLL VILHJÁLMSSON Maðurinn sem afhjúpaði McCarthy Þegar bandaríski frétta- maðurinn Edward R. Murrow heimsótti Svíþjóð með fjölskyldu sinni sumarið 1959 hélt ríkisstjórnin boð honum til heiðurs. Murrow var kominn til Svíþjóðar sem venjulegur ferðamaður eftir að hafa fengið leyfi frá störfum sínum við CBS sjónvarpsstöð- ina. Murrow hafði ekkert komið við sögu Svíþjóðar og engin sérstök ástæða fyrir Svía að heiðra þennan bandaríska fréttamann. Fimm árum áður, kvöldið 9. mars 1954, kynnti Murrow heimildarþáttinn „See it now“ sem fjallaði um þingmanninn Joseph R. McCarthy. „Á þessum tíma voru þeir báðir á hátindi ferils síns. Murrow var virtasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og McCarthy áhrifamesti lýðskrumari í bandarískri sögu,“ segir rit- höfundurinn Joseph E. Pers- ico í nýrri ævisögu um Murr- ow. Sjónvarpsþáttur Murrows sannfærði Bandaríkjamenn að McCarthy hafði farið offari í ofsóknum sínum á hendur meintum kommúnistum og stuðningsmönnum þeirra. McCarthy náði sér ekki á strik eftir þáttinn og var að lokum útskúfaður. Murrow reis til frægðar þegar hann var fréttamaður CBS (sem þá var aðeins út- varpsstöð) í Bretlandi á árum seinni heimsstyrjaldar. Bretar Murrow á hátindi frægðar sinnar sem fréttamaður hjá CBS. voru helstu bandamenn Bandaríkjanna í styrjöldinni í Evrópu og fyrir bandarískan almenning var Murrow helsti tengiliðurinn þar á milli. Eng- inn stóð honum framar í út- varpi og þeirri frásagnarlist sem opnar hlustanda fjarlæga heima. Það viðurkenna jafnvel menn sem eiga um sárt að binda vegna Murrows, til dæmis William L. Shirer í þriðja og síðasta bindi ævisögu sinnar. Eftir stríð sló Murrow í gegn í sjónvarpi og „Murrow setti fram reglur og viðmið í sjón- varpi, sem smærri menn geta ekki sniðgengið," eins og starfsbróðir hans kemst að orði í bókinni. „See it now“ voru fréttaþættir sem þóttu fyrir- mynd að alvarlegu og heiðar- legu sjónvarpsefni. í þáttun- um skirrðist Murrow ekki við að fjalla um umdeild málefni líðandi stundar. Murrow mátti þola það að vera rekinn frá CBS sem hann helgaði mestum hluta starfs- ævinnar. Peningahagsmunir CBS fóru ekki saman við það sem Murrow gerði og taldi að sjónvarp ætti að gera. í inngangi bókarinnar um Murrow segist Persico reyna að skyggnast á bakvið goð- sögnina. Þeir voru nefnilega tveir með sama nafni, einstak- lingurinn Murrow og goð- sögnin Murrow. Efniviðurinn í goðsögnina kom héðan og þaðan. Murrow var í Banda- ríkjunum þegar Japanir réðust á Pearl Harbour í desember 1941. Það hittist svo á að Roosevelt forseti hafði beðið Murrow að hitta sig í Hvíta húsinu þann 7. desember. Forsetinn vildi fræðast um stríðsreksturinn í Evrópu og hvernig Bretar stæðust álagið. Þennan sama dag gerðu Japan- ir skyndiárás á Pearl Harbour og Bandaríkjamenn hófu formlega þátttöku í stríðinu. Viðurvist Murrow í Hvíta húsinu 7. desember 1941 gaf þeim orðrómi byr undir báða vængi að Roosevelt for- seti og ríkisstjórn hans hefði vitað um árás Japana en haldið vitneskjunni leyndri og fengið þannig átyllu til að gerast beinn aðili að heimsstyrjöld- inni. Það var goðsögnin Murrow sem sænska ríkisstjórnin heiðraði sumarið 1959. Persico sýnir okkur aftur mann sem þrátt fyrir mikil afrek, var alltaf í vafa um sjálfan sig. Murrow þjáðist af vanmeta- kennd og hún knúði hann til að vinna mestan hluta sólar- hringsins. Sígarettur, kaffi og brennivín héldu honum gang- andi uns hann lést fyrir aldur fram 1965, 57 ára gamall. Joseph E. Persico: Edward R. Murrow. An American original. McGraw-Hill 1988. 72 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.