Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 35
Ekkja Hoxa
handtekin
Til að koma í veg fyrir and-
spyrnu við lítils háttar betrum-
bætur á kommúnismanum í
Albaníu lét ríkis- og flokks-
leiðtoginn Ramiz Alia hand-
taka ekkju forvera síns, Enver
Hoxa. Samkvæmt heimildum
frá Grikklandi hafði ekkjan
verið í forsvari fyrir stjórn-
málasamtök sem barist hafa
gegn öllum tilhneigingum í átt
til breytinga og er hún sögð
hafa reynt að hrifsa til sín öll
völd að manni sínum látnum.
Miðstýrt og þunglamalegt
efnahagskerfi Albana á að
opnast örlítið, en stalinisminn
er hvergi á enda og mannrétt-
indabrot alræmd. Til að ræða
þau fór Pérez de Cuellar að-
alritari SÞ nýverið til Tirana í
Albaníu og ræddi við Ramiz
Alia ríkisleiðtoga...
Virtur bandarískur listamaður Jeff Koons 35 ára gamall og ítalski þingmaðurinn og kynbomban Ilona
„Ciccolina“ Staller 38 ára vilja koma mannkyninu til frjálsari tjáskipta með kvikmynd sem þau hafa gert.
Koons mærir hina frxgu þingkonu í myndinni sem„ hina eilífu jómfrú“ og „einn mesta mannkynsfrelsara
heimsins“. Hann er handritshöfundur, framleiðandi, leikstjóri og aðalkarlleikari á móti Staller. Með mynd-
inni sem heitir „Made in Heaven“ segist hann vera að skapa „mesta listaverk“ sitt. AUs konar mótmæli við
þessari mynd hafa borist frá siðgæðisvörðum í Bandartkjunum, en leikstjórinn lætur sér fátt um frnnast og
kveðst hvorki geta né ætla að breyta myndinni einungis til þess að halda sér innan einhverra gildandi
siðferðismarka.
Rotary-klúbbar
austur
Rotary er að hertaka austrið.
Innan fárra vikna hefur Rot-
ary International komið sér
fyrirí Ungverjalandi, Póllandi,
Sovétríkjunum og Tékkós-
lóvakíu. Til að létta fyrir hafa
aðalstöðvar Rotary í Banda-
ríkjunum rýmkað reglurnarog
leyfa konum og afturbata-
kommúnistum inngöngu.
Enn sem komið er hafa Pek-
ing og Belgrad getað varist
Rotary, en kunnugir telja að
sú komi tíð...
Gömul
stjarna látin
Nýverið lést Paulette Godd-
ard 84 ára gömul, en hún var
á sínum tíma þekkt kvik-
myndastjarna og var í fræg-
um hjónaböndum. Hún þótti
afskaplega falleg og heillandi
leikkona og hóf feril sinn á
fjölunum í New York. Charlie
Chaplin uppgötvaði hana,
þegar hún hafði þegar eitt
hjónaband að baki, og fól
henni aðalhlutverk í meist-
araverki sínu Nútíminn (1936,
sjá mynd). Þar lék hún á móti
eiginmanni sínum Chaplin.
Hún var metnaðarfull leik-
kona en fékk þó ekki þann
draum uppfylltan að leika í
hinni frægu mynd Á hverf-
anda hveli, en hlutverkið féll í
skaut Vivian Leigh. Hún gerði
myndir eins og Einræðisherr-
ann 1940 með Chaplin.
Tveimur árum síðar skildu
þau hjón. Árið 1946 lék hún í
mynd Jean Renoirs, Dagbók
þernu en síðari myndir henn-
ar féllu. Árið 1958 giftist hún
rithöfundinum Erich Maria
Remarque (Tíðindalaust á
vesturvígstöðvunum) og
bjuggu þau saman til dánar-
dægurs hans 1970 . . .
(Spiegel/óg)
Fyrirsætan Caroline Cossey 35
ára frá Englandi hefur kært
bresku ríkisstjórnina til Mann-
réttindadómstóls Evrópu. Síðan
hún fór í kynskiptingaraðgerð
1974 neita yfirvöld þessum fyrr-
verandi slátrarasveini um viður-
kenningu sem konu. Hún getur
ekki gifst með formlegum hætti
nema að kyni á fæðingarvottorði
hennar verði breytt. Tvö sam-
bönd hennar hafa runnið út í
sandinn af þessum ástæðum.
Þessi fagra kona erl.83 cm á hæð
oghefurm.a. sést við hlið Rogeer
Moore sem leikfang James Bonds
í kvikmyndinni In tödlicher Mis-
sion.
ÞJÓÐLÍF 35