Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 19
INNLENT
Sigrún Júlíusdóttir. Enn sorglegra ertilþessað vita aðstundum dugarþetta dýrkeypta streð ekki til þess að endar nái saman eins oghúsnæðis- og
barnagæslumálum er háttað.
ÍSLENSK ÞVERSTÆÐA
Mikíl vinna en ánœgjulegt einkalíf Islendinga. Fjölskyldurannsókn Sigrúnar
Júlíusdóttur félagsráðgjafa leiðir margt athyglisvert í Ijós
Vítahringur sem margir þekkja: Börnin
fá ekki dagvist nema 3 klukkutíma á dag
og eiginkonan getur ekki unnið úti. Eig-
inmaðurinn vinnur þess vegna langan
vinnudag og er gjarnan í tvöföldu starfi.
Einkalífið situr á hakanum. Og hér er
komið að íslenskri þverstæðu: Sum hjón
virðast ánægð með hlutskipti sitt þrátt
fyrir að vera lítið saman. Það er þó ekki
allt sem sýnist.
Sigrún Júlíusdóttir, yfirfélagsráðgjafi á
Geðdeild Landspítalans, er kunnug fjöl-
skylduháttum íslendinga. Frá árinu 1972
hefur hún starfað að fjölskylduráðgjöf og
er núna langt komin með viðamikla rann-
sókn um háttu og hagi fjölskyldunnar.
Sigrún segist furða sig á elju og bjart-
sýni Islendinga „sem jaðrar við óraun-
sæi.“ Hjón gera miklar kröfur til sjálf sín,
vilja afla heimilinu tekna til að standa und-
PÁLL VILHJÁLMSSON
ir húsnæðiskaupum samtímis sem þau
leggja áherslu á að koma börnunum til
manns. Til að mæta þessum kröfum vinn-
ur annar aðilinn, oftast karlmaðurinn,
langan vinnudag á meðan konan er bróð-
urpart dags heima með börnin.
— Þegar hjón voru spurð um hvað
myndi bæta fjölskyldulífið nefndu þau
oftast betri dagvistun fyrir börnin og
minni vinnu eiginmannsins, segir Sigrún.
Þrátt fyrir þessar óskir virðast hjónin al-
mennt sátt við sína hagi og of fáar sam-
verustundir gera þau ekki vansæl. Hins-
vegar segjast tvær af hverjum þrem kon-
um vera óánægðar með mikla vinnu og
fjarveru eiginmannsins þó að þær láti sér
það lynda til að sameiginlegum markmið-
um verði náð.
Fjölskyldurannsókn Sigrúnar má
skipta í tvo hluta. Ásamt Gylfa Ásmunds-
syni sálfræðingi sendi hún árið 1985 226
hjónum ítarlegan spurningalista. Þau
fengu samþykki þátttakendanna og
tryggðu þeim nafnleynd. Þrátt fyrir tvö
ítrekunarbréf svöruðu ekki nema 113 hjón
spurningunum.
Sigrún og Gylfi telja að ein skýringin á
þverstæðunni leynist í þeim fjölda sem
ekki svaraði spurningunum. Þau benda á í
skýrslu sinni, sem Jafnréttisnefnd Norð-
urlandaráðs (JAMFO) gaf út í bókinni
Nordic intimate couples — Love, Childr-
en and Work, að sennilega hafi þau hjón
sem ekki svöruðu átt við meiri erfiðleika
að stríða en hin sem skiluðu spurningalist-
anum. Reynsla erlendis og einnig rann-
sókn sem Gylfi gerði á áfengisdrykkju
landsmanna fyrir 10 árum gefur tilefni til
að álykta að þeir sem svara ekki persónu-
legum spurningum um aðstæður sínar eru
ÞJÓÐLÍF 19