Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 48
KARLAR, VIN 00
B&LDAR KONUR
GUÐMUNDURJÓNSSON
Kona nokkur vann sérstakt
mál gegn kráareiganda í Bret-
landi eftir að hafa verið mein-
að að drekka bjór úr stóru og
karlmannlegu fláti.
Viðhorf í Bretlandi til vín-
drykkju kvenna eru mjög mót-
uð af sjónarmiðum karla. Áður
fyrr var því haldið fram fullum
fetum og viðurkennt af mátt-
arstólpum hins siðaða samfé-
lags að áfengisneysla kvenna
væri beinlínis þjóðfélaginu
hættuleg, því hún hefði í för
með sér að þær vanræktu móð-
ur- og eiginkonuskyldur sínar.
Kona sem sást drukkin á al-
mannafæri fyrirgerði mann-
orði sínu. Sums staðar var
konum ekki heimilað að fara
inn á krár, og ef þeim var leyft
það, þá aðeins í fylgd með eig-
inmönnum. Það eru aðeins fá-
einir áratugir síðan krár ein-
göngu ætlaðar karlmönnum
opnuðu dyrnar fyrir konum.
Karlar sem eru fastir í aðskiln-
aðarstefnu kynjanna geta samt
áfram fengið henni fullnægt í
aragrúa af alls konar karla-
klúbbum.
Viðhorfin hafa auðvitað
breyst mikið síðan konum var
bannað að koma inn á krár.
Áfengisdrykkja þeirra á opin-
berum stöðum er orðin viður-
kennd og sjálfsögð. Og nú er
svo komið að konur eru jafnvel
hvattar til drykkju eins og
hverjir aðrir (karl)neytendur.
Brugghúsin hafa ýtt undir
þessa þróun og árið 1988 var
auglýstur fyrsti sérstaki
„kvennabjórinn“, Bleu de
Brasserie. Að sama skapi hefur
áfengisdrykkja kvenna aukist
og vandamál henni samfara.
Ennþá er samt ætlast til þess
að konur sýni tilhlýðilega
kvenlega umgengni við áfenga
drykki. Það þykir til dæmis
ókvenlegt að konur panti sér
heila pintu (u.þ.b. hálfan lítra)
af bjór í einu, þær eiga heldur
að fá sér hálfa pintu eða gin-
lögg eða léttvín. Fyrir
skömmu fór hópur kvenna á
krá eina í Birmingham til að
lyfta sér upp eftir að hafa lokið
námsskeiði fyrir konur í efl-
ingu sjálfstrausts. Ein þeirra
pantaði sér heila pintu af bjór,
en kráareigandinn neitaði að
afgreiða hana og sagði að því-
líkt og annað eins væri ekki
gert á þessum stað. Konan
ítrekaði pöntunina, en kráar-
eigandinn sat við sinn keip.
Fór konan við svo búið af
kránni með félögum sinum.
Hún var hins vegar ekki á
því að láta kráareigandann
komast upp með svona lagað,
enda nýkomin af námskeiði í
því hvernig á að standa upp í
hárinu á fólki — sjálfsagt eink-
um karlmönnum. Hún höfð-
aði mál á hendur kráareigand-
anum fyrir að hafa mismunað
viðskiptavinum á grundvelli
kynferðis. Og viti menn, kon-
an vann málið og varð kráar-
eigandinn að biðjast formlega
afsökunar. Þetta er vitanlega
áfangasigur í kvennabarátt-
unni í Bretlandi, en ef konur
þurfa fyrst að fara á námskeið í
eflingu sjálfstrausts til að geta
krafist heillar pintu af bjór, þá
er enn löng leið fyrir höndum í
réttindabaráttu þeirra.
ÞJÓÐLÍF
Tímarit fyrir þig!
Áskriftarsími
(91) 621880
48 ÞJÓÐLÍF