Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 58
MENNING KYNÞOKKIOG KLASSÍSK TÓNUST Hljómdiskar auka útbreiðslu á klassík og valda auk þess breyttum söluaðferðum. Kynþokki orðinn aðal auglýsingavopnið í heimi sígildrar tónlistar EINAR HEIMISSON Hljómdiskar hafa haft meiri áhrif á heim sígildrar tónlistar en annarrar. Orðin er meiri tíska en áður að hlusta á slíka tón- list í heimahúsum og eiga aukin hljóm- gæði diskanna mikinn þátt í því. Auk þess eykst stöðugt samkeppnin í heimi sígildrar tónlistar, verð lækkar á diskum og auglýsingabrellur útgefenda líkjast stöðugt meira aðferðum útgefenda popptónlistar. ljómdiskar komu fyrst á markað í Evrópu árið 1983 og síðan hefur sala þeirra aukist með hverju árinu. Allar teg- undir tónlistar koma nú út á diskum, popp, djass og klassík og allt annað hugs- anlegt. Það er þó kannski helst á sviði klassískrar tónlistar sem diskarnir hafa valdið miklum og verulegum breytingum. Alkunna er að klassísk tónlist gerir tíðum meiri kröfur til tónmiðla en önnur tónlist: andstæður í styrkleika eru meiri, hún get- ur verið viðkvæmari og hljóðlátari en aðr- ar tegundir tónlistar og því eru nánast suð- lausir diskarnir mikilvægir til að koma henni til skila í heimahúsum. Hvort sem þetta er ein af ástæðunum eða ekki þá hefur tilkoma hljómdiskanna valdið söluaukningu á sígildri tónlist. Það er orðin meiri tíska en áður að kaupa sér slíka tónlist af ýmsum toga þótt auðvitað standi viss verk alltaf upp úr í vinsældum eins og Árstíðir Vivaldis, Nýjaheimssin- fónía Dvóráks og ýmis verk Mozarts, sem hlutu sérstakar vinsældir í tengslum við kvikmyndina Amadeus. Fjöldi sígildra hljómdiska, sem gefinn er út árlega, er gífurlegur. Enginn hefur lengur tölu á því hversu margir klassískir diskar eru á markaði í Vestur-Þýskalandi. Engar skrár yfir útgefna diska eru lengur fullnægjandi. Og samhliða þessari út- þenslu er markaðsgrimmdin auðvitað meiri. Samkeppnin harðnar og harðnar. Auglýsingum fjölgar stöðugt, tímarit um sígilda tónlist eru borin uppi af gífurleg- um fjölda skrautlegra auglýsinga með myndum af tónlistarmönnum og eru hið breska Gramophone, Fono Forum hið þýska og Le Monde de la Musique hið franska þekktust þeirra. I fyrstu voru það aðeins þekktustu út- gáfufyrirtækin eins og Deutsche Grammophon, EMI og Decca, sem gáfu út klassíska hljómdiska en nú hefur það gerbreyst. Fjöldi smærri fyrirtækja sendir nú frá sér diska af ýmsum toga, sem tíðum eru ótrúlega ódýrir og kosta jafnvel ekki nema tíundapart af því sem diskar kost- uðu upphaflega. Yfirleitt standast ódýr- ustu diskarnir þeim dýrari ekki snúning hvað varðar gæði en geta þó verið ótrúlega góðir. Flytjendurnir eru tíðum austur- evrópskir, sem þiggja miklu lægri laun en vestur-evrópskir og það á sinn þátt í að ná verðinu niður. Hin fræga Anne-Sophie Mutter hefur jöfnum höndum verið umdeild og fræg sem kyntákn og stórkostlegur fiðluleikari. (Grein um hana í 4. tbl.Þjóðlífs 1989). Cecilia Bartoli gleðilegt tákn sígildrar tónlistar. Nýir diskar frá stóru fyrirtækjunum hafa líka lækkað verulega í verði eða um allt að 20-30 prósent frá því sem upphaf- lega var. Sérstaklega er verðlækkunin mikil í Vestur-Þýskalandi þar sem klass- ísk tónlist hefur selst meira á diskum en öðrum tónmiðlum í mörg ár. í Bretlandi 58 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.