Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 108

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 108
NATTURA Maðkafluga ógnar Norður-Afríku og Miðjarðarhafslöndum Sest í sár og hrufl lifandi dýra og manna. Gráðugir skrúfulaga maðkar éta upp fórnardýrin. Starfsmenn Heilbrigðis- og Matvœlastofnunar Sameinuðu þjóðanna sendu út viðvörun til 38 landa í Asíu, Arabíu og Evrópu, og hvöttu til samrœmds átaks til að stöðva útbreiðslu flugunnar. ÓLAFUR INGÓLFSSON Eftir að víum hefur verið verpt í sár, þróast þær á nokkrum klukku- stundum ígráðuga, skrúfulaga maðka, sem beinlínis éta upp fómardýr- ið lifandi. Bráðdrepandi plága breiðist nú hratt um Norðurafríku og ógnar allri álfunni og Mið- jarðarhafssvæðinu. Maðkar flugunnar nærast á kjöti lif- andi dýra og holdi manna. Skúfumaðkaflugan (Cochliomyia hominivorax) er upprunnin í Suður- og Miðameríku, og líkist í mörgu venjulegri fiskiflugu eins og við þekkjum þær. Hún verpir þó ekki víum sínum í úrgang eða hræ, heldur í sár og hrufl lifandi dýra og manna. í Mið- ameríku telst flugan vera það sníkjudýr sem veldur einna mestum skaða. Hún drepur húsdýr, einkum fé og naut- gripi, fyrir andvirði milljarða króna árlega. Eftir að víum hefur verið verpt í sár þróast þau á nokkrum klukkustund- um í gráðuga, skrúfulaga maðka, sem beinlínis éta upp fórnardýrið lifandi. Fái fórn- arlambið ekki skjótt hjálp deyr það innan fárra tíma. Nú hefur maðkafluga þessi tekið skrefið yfir Atlantshafið. Starfsmenn Heilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna uppgötvuðu á síðasta ári fjölda sauðfjár, nautgripa, kamel- dýra, hesta og hunda í norður- hluta Líbýu sem orðið höfðu fyrir árásum flugunnar. Senni- lega hefur flugan borist til Lí- býu með húsdýrum sem Fidel Castró sendi að gjöf frá Kúbu til Muammar al-Gadhafi og lí- býsku þjóðarinnar. Plága þessi hefur dreifst frá höfuðborginni Trípolí með ógnvekjandi hraða. Flugan getur lifað í hálfan mánuð og á þeim tíma flogið allt að 300 km, ef veður og vindar eru hagstæðir. Að auki geta sýkt fórnarlömb, einkum villt dýr og lausir hundar, dreift flug- unni vítt og breitt. Loftslag víðast í Afríku, í Arabíu og Miðjarðarhafslöndum er hið ákjósanlegasta fyrir Skrúfu- maðkafluguna. Stór hluti Spánar, suðurstrendur Ítalíu, Frakklands og Grikklands gætu átt von á heimsókn flug- unnar. Norðurmörk út- breiðslu hennar eru svæði með lægri en 10° C hita að vetri. Því er Norðurevrópa óhult. Síðasta sumar sendu starfs- menn Heilbrigðis- og Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna út viðvörun til 38 landa í Asíu, Arabíu og Evrópu, og hvöttu til sam- ræmds átaks til að stöðva út- breiðslu flugunnar. Sveitir manna í Líbýu fengu þjálfun í að berjast gegn útbreiðslu hennar, skordýraeitri var dreift og eftirht með flutningi búpen- ings milli landa var stórhert. Vænlegasta aðferðin til að stemma stigu við þessum ófögnuði er að geisla karlflug- ur með gammageislum þannig þær verði ófrjóar, og sleppa þeim síðan á svæðum þar sem plágan herjar. Ef fjöldi karl- flugna er ófrjór minnkar mjög fjöldi þeirra kvenflugna sem lagt geta víur, og þannig er hægt að stemma stigu við fjölg- un flugnanna. Með aðstoð skordýraeiturs og stórherts eftirlits með búfé má síðan ganga nærri flugnastofninum. Þessari aðferð var beitt með mjög góðum árangri í Banda- ríkjunum og Mexico á sjötta og sjöunda áratugnum, þar sem Skrúfumaðkaflugunni var út- rýmt með þessum hætti. Forsenda þess að það takist að útrýma flugunni er að grip- ið verði til aðgerða strax, áður en dreifing hennar verður slík að ekki verður við neitt ráðið. Leitað hefur verið til Banda- ríkjanna og Mexico um hjálp, en stirðleiki í samskiptum Bandaríkjanna og Líbýu hefur sett strik í reikninginn. Líbýu- menn hafa ásakað Bandaríkja- stjórn um að tefja vísvitandi fyrir aðgerðum. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að ef ekki tekst að hefta út- breiðslu flugunnar muni Skrúfumaðkaflugan valda meiri skaða en engisprettur í Afríku. Á næsta sumri ráðist hvort unnt verði að stöðva skaðvaldinn. Byggt á GED nr. 9/1989 og sænskum dagblöðum 1990 Af dýrum í útrýmingarhœttu Kínversk tígrisdýr deyja út Að sögn Qian Yanwen, aðal- ritara kínversku dýravernd- unarsamtakanna, eru Man- sjúríutígrar sennilega út- dauðir sem villt dýrategund. í viðtali við opinberu fréttast- ofu Kína, Xinhua, sagði hann að tilraun til talningar úr lofti árið 1987 hefði gjörsamlega mistekist, því talnipgarmenn hefðu ekki séð einn einasta tígur. Mansjúríutígurinn hef- ur lifað í norðausturhluta Kína, og þegar dýrin voru tal- in á miðjum áttunda áratugn- um sáust aðeins sjö dýr. Qien segir að forsenda þess að villt tígrisdýr geti fjölgað sér eðlilega sé að stofninn telji a.m.k. 4000 dýr. Annars muni þau deyja út vegna úr- kynjunar. Hann kennir vax- andi eyðingu skóga og veiði- þjófum um hrun Mansjúríu- stofnsins. í dag eru um 20 Mansjúríutígrisdýr í kín- verskum dýragörðum. 108 ÞJÓÐLÍF J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.