Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 9

Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 9
A sama tíma og fjárfestingar eru vannýttar á sjúkrahúsunum eru læknar að koma sér upp aðstöðu til margvíslegra verka á „einkastofum“. kæmi út og sérfræðingar hefðu eitthvað upp úr krafsinu. Þar fór saman áhugi margra einstaklinga að fá viðtal og rann- sókn hjá læknum og afkoma sérfræð- inganna. Kostnaðurinn skipti engu máli, enda er það þriðji aðilinn, ríkið, sem borg- ar reikninginn. — Með öllum þessum undanþágum virkuðu tilvísanir ekki, seg- ir Steinunn M. Lárusdóttir, lögfræðing- ur tryggingaráðs og fyrrverandi forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Ástæðan fyrir sterkri stöðu sérfræðinga eru almannatryggingar sem ábyrgjast að sérhver landsmaður fái læknishjálp fyrir lágmarksgjald. Samningsaðili sérfræð- inga, Læknafélag Reykjavíkur, gerir samning við Tryggingastofnun ríkisins um hvað komi í hlut sérfræðilækna fyrir hvert viðvik sem þeir inna af hendi. Samn- ingurinn skuldbindur ekki sérfræðinga til að vinna, heldur mælir aðeins fyrir hvað þeir fá greitt fyrir vinnu sína. Sérfræðing- um er frjálst að starfa samkvæmt samning- num og þá greiðir Tryggingastofnun allan kostnaðinn fyrir sjúkling, nema fasta- gjaldið sem er núna 900 krónur. Hótunin sem vofir jafnan yfir stjórn- völdum er sú að sérfræðingar hætti að vinna eftir samningi við Tryggingastofn- un, eða að Læknafélag Reykjavíkur segi samningunum upp. Það myndi þýða að allur kostnaður fyrir sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa félli á sjúklinginn og venjulegur íslendingur hefur ekki efni á þeirri þjónustu. Flestir sérfræðilæknar reka einkastofur í aukavinnu. Þeir ráða sig á sjúkrahús, ýmist í hlutastarf eða fullt starf, og hafa í samningum fengið því framgengt að þeir Það átti eftir að koma á daginn að sérfræðingar voru ekki á þeim buxunum að gefa sitt eftir og beygðu heilbrigðisráðherra áður en yfir lauk. megi vinna á einkastofu að minnsta kosti í 9 klukkustundir á viku. Sérfræðingar hafa á síðustu árum beitt sér fyrir því að færa hluta af starfsemi sjúkrahúsa á einkarekn- ar læknastofur og þar eru núna fram- kvæmdar aðgerðir og rannsóknir sem áður voru eingöngu á sjúkrahúsum. Sérfræð- ingar hafa sömuleiðis hamlað gegn því að sjúkrahús ykju göngudeildarstarfsemi sína, en göngudeildir eru sú sérfræðiþjón- usta sjúkrahúsa sem ekki krefst innlagna sjúklinga. il skamms tíma var ekkert eftirlit haft með þeim sérfræðingum sem hvorttveggja vinna á sjúkrahúsum og einkastofnum og hvort þeir skiluðu þeirri vinnu til sjúkrahúsa sem ráðningarsamn- ingur kvað á um. Árin 1987 og 1988 bar Ríkisendurskoðun saman tvöfalda vinnu sérfræðinga og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hafa misnotað aðstöðu sína. Ekki er hægt að fá upplýsingar um hversu al- gengt það er að sérfræðingar vinni á einka- stofum samtímis sem þeir eru á kaupi hjá sjúkrahúsum. Skýrslur Ríkisendurskoð- unar fara leynt og eftir því sem best er vitað eru aðeins gerð tvö eintök, eitt fyrir Ríkisendurskoðun og hitt fyrir heilbrigð- isráðuneyti. Á hinn bóginn staðfestir Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, að rætt hafi verið við einstaka lækna um að ÞJÓÐLÍF 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.