Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 39

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 39
inu er misjafn og gengur oft þvert á flokk- spólitískar línur enda hagsmunir fylkj- anna ólíkir. Menn spyrja sig nú hvort meirihluti jafnaðarmanna í Fylkjaþinginu geti haft áhrif á sameiningu þýsku ríkjanna. Sér- staklega hefur Oskar Lafontaine kanslara- efni jafnaðarmanna gagnrýnt ríkjasamn- inginn, sem undirritaður var 19.maí. Að hans dómi er asinn í sameiningarmálun- um alltof mikill og skaðlegur. Á móti hef- ur hann verið sakaður um ábyrgðarleysi gagnvart Austur-Þjóðverjum, skort á þjóðrækni, kulda gagnvart hinu „sögulega tækifæri". Oskar Lafontaine vísar á bug öllum ásökunum um kulda. Hann segir að það að innleiða vestur-þýska markið í Austur- Þýskalandi 2. júlí sé „fölsk“ aðgerð, sem muni bíta í eigið skott undireins. Austur- þýskt hagkerfi sé hrunið og félagslegar afleiðingar af því að innleiða vesturmarkið of snemma verði þess vegna skelfilegar: í fyrstu dynji yfir látlaust kaupæði almenn- ings, síðan komi tímabil mikils atvinnu- leysis, 2-3 milljónir manna missi vinnuna þegar óarðbær fyrirtæki þeirra fara á haus- inn; því muni fylgja óendanleg vonbrigði Austur-Þjóðverja og mótmæli, jafnvel götubardagar. Enn fremur bendir Laf- ontaine á að í raun gangi samningurinn ekki nógu langt í sameiningarátt; eftir sem áður verði í raun til tvö ríki í Þýskalandi, þar sem í samningnum er gert ráð fyrir mismunandi félagslegum framlögum í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Austur- Þjóðverjar eiga að fá mun lægri ellilífeyri, örorkubætur, atvinnuleysisbætur, meðlög o.s.frv. „Þetta verður nýr múr“, segir Laf- ontaine, múr hins „félagslega óréttlætis". Ekki hafa allir jafnaðarmenn verið á sama máli og kanslaraefnið, meðal annars formaðurinn Hans Jochen-Vogel og flokksmenn frá borgríkjunum Hamborg og Bremen, sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta í samskiptum við Austur-Þýska- land. Klaus von Dohnanyi fyrrum borg- arstjóri í Hamborg hefur einkum mælt fyrir því að samþykkja samninginn at- hugasemdarlítið; hann minnir á að það gangi hreinlega ekki upp að fresta samein- ingu lengur, meðan fólk beri tíu sinnum minna úr býtum handan landamæranna endist það ekki lengur þar og muni halda áfram að streyma í vesturátt. Skjót sam- eining sé eina leiðin til að hindra það. Dohnanyi tekur þannig undir öll grund- vallarsjónarmið stjórnarsinna. íst er hins vegar að Oskar Laf- ontaine nýtur meiri persónuvin- sælda en nokkru sinni um þessar mundir Gagnrýni Lafontaines á hraðanum við sameiningu byggist á því að gífurlegt atvinnuleysi verði í Austur-Þýskalandi þegar óarðbær fyrirtœki fara á hausinn á þessu ári. Þeirri þróun muni fylgja sárindi, óánœgja, vonbrigði og mótmæli —jafnvel götubardagar. og það hyggst hann nýta sér út í ystu æsar. Vitaskuld veldur þar nokkru sú samúð, sem hann hlaut eftir morðtilræðið 25. apr- íl, en líkast til einnig áhyggjur margra Vestur-Þjóðverja af fljótræðinu við sam- eininguna. I könnunum nýtur Lafontaine nú stuðnings um 50% Vestur-Þjóðverja en Kohl um 37% ef spurt er um hugsanlegan kanslara. Hins vegar hafa stjórnarflokk- arnir um 3% meirihluta í nánast öllum könnunum umfram stjórnarandstöðuna. Og allra nýjustu kannanir hafa sýnt enn meiri og vaxandi styrk hægri manna. Spennan í sambandi við kosningarnar í desember felst auðvitað í persónulegum vinsældum Lafontaines og því hvort hon- um tekst að flytja þær yfir á flokk sinn. Ýmsar sögur hafa gengið um það að Laf- ontaine væri orðinn afhuga stjórnmálum eftir tilræðið og sjálfur hefur hann tekið undir að sér hafi orðið þær „fórnir“ sem þau krefjist „hugstæðar upp á síðkastið“. Nánast allir eru sammála um réttmæti sameiningar þýsku ríkjanna. Menn tala um að Austur-Þýskaland myndi annars „tæmast“. Munurinn á lífskjörum í ríkj- unum tveimur er ótrúlegur og stanslaust eru sýndar óhugnanlegar myndir og fréttaskýringar austanfrá um húsnæðis- vanda, mengun og fornfálegar aðstæður í heilsugæslu svo eitthvað sé nefnt. Fram- leiðni í Austur-Þýskalandi er ekki nema þriðjungur af því, sem hún er vestanmeg- in og gengi austurmarksins var um tíundi hluti af gengi þess vestur-þýska. Slíkar tölur segja sitt um muninn á stöðu við- komandi þjóðfélaga. Eftir opnun landamæranna sýna skýrsl- ur að búðarþjófnaðir hafa aukist um 160% í landamærabæjunum vestanmegin. Fólk, sem ekki á neina peninga til að kaupa vörur, grípur til þess ráðs að hnupla þeim og þykir það segja sitt um mannlega niður- lægingu austur-þýsks þjóðskipulags í ára- tugi. Og tölurnar eru margvíslegar, gögn- Óttast að áfram verði tvö ríki eftir sameiningu; nýr múr hins félagslega óréttlætis, segir Oskar Lafontaine kanslaraefni jafnaðarmanna, harðasti gagnrýndandi Kohls kanslara. ÞJÓÐLÍF 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.