Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 11

Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 11
bandalaginu í yfir 20% fylgi. Og í könnun- um hefur einnig mátt lesa út að fylgið hafi hrunið af Alþýðuflokknum vegna stjórn- arþátttökunnar. Innan þingflokksins eru greinilega vax- andi efasemdir um þróun mála innan stjórnarinnar. Þeir Össur Skarphéðins- son þingflokksformaður og Gunnlaugur Stefánsson Austfirðingagoði krata hafa frá öndverðu haft miklar efasemdir um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og þeir hljóta nú að vera að leita leiða til fram- haldslífs í pólitík. Varla hefur farið fram- hjá nokkrum að þeir Stefánungar og Hafnarfjarðarkratar hafa engst af póli- tískri vanlíðan undir þessu samstarfi og þessir menn hljóta að undirbúa framboð gegn núverandi forystu Alþýðuflokksins en flokksþing krata verður haldið næsta haust. Þá verður kosin ný forysta. Sl. vor var talað um vaxtafylleríið á rík- isstjórninni og margir telja að það hafi ekkert runnið af henni ennþá. Forsætis- ráðherrann hefur haldið áfram að velta síðustu ríkisstjórn upp úr „fortíðarvanda" en minna fjallað um framtíðina. Með „for- u'ðarvandanum" er átt við síðustu ríkis- stjórn og jafnvel ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar. Með því hefur forsætisráðherrann auðvitað líka ráðist gegn fyrrverandi og núverandi ráðherrum Alþýðuflokksins og ekki létt þessum mönnum róðurinn innan síns flokks. í heimi stjórnmálanna er gæfan fallvölt og miskunnarleysið oft mikið. Staða Da- víðs Oddssonar innan Sjálfstæðisflokksins og í samfélaginu hefur veikst jafnt og þétt að undanförnu. Samtímis hefur stjarna Þorsteins Pálssonar hækkað á himni sjálf- stæðismanna útum allt land. Vegur Jón- anna í Alþýðuflokknum hefur á sama tíma orðið þrengri í herbúðum krata og þeir eru nú lentir í pólitísku öngstræti. Þeir hafa límt sig upp að Davíðsarminum og hafa ekki haslað sér sérstakan tilverugrundvöll með ríkisstjórnarþátttökunni. Ekki hefur klúðrið í þeim málaflokkum (álmál, evrópska efnahagssvæðið) sem þeir eyrna- merktu sjálfum sér í síðustu kosningabar- áttu dregið úr andþrengslunum sem þeir eiga við að etja í pólitíkinni, þó þeir þurft sjálfir ekki að eiga „sök“ á því hvernig þessi mál standa. En þetta hefur orðið til þess að menn leita nú valkosta í Alþýðu- flokknum og mæna þá margir til þeirra bræðra Gunnlaugs og Guðmundar Árna Stefánssona og Össurar Skarphéðinssonar þingflokksformanns. Þeir eru til sem telja Jón Baldvin þann töframann (eins og reyndar einnig er sagt um Davíð og Ólaf Ragnar) að hann geti tekið enn einn kollhnís og aflað sér vin- sælda meðal þjóðarinnar á ný með því að setja á plötuna frá því í næst síðustu stjórn- arskiptum. Hvað er ekki hægt í póló? Að framansögðu má ljóst vera að ríkisstjórnin stendur afar veikt að vígi. í bakherbergjum flokkanna hefur verið rætt um ríkisstjórnarskipti: 1) Að mynduð verði ríkisstjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks (meirihluta þingflokks) eins og áður var rakið með eins konar hall- arbyltingu í Sjálfstæðisflokknum. 2) Að Alþýðuflokkurinn muni þrátt fyrir þögnina íhuga að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna alla, þ.e. að mynduð verði ríkisstjórn Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista á þeirri forsendu að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki samstarfshæfur vegna ágreinings. Það gæti hins vegar strandað á stolti Jónanna í Alþýðuflokkn- um sem þyrftu þá að loka hringnum í útleggingum sínum á stjórnarmynstri; þeir þyrftu nefnilega að upplýsa almenn- ing öðru sinni um að Sjálfstæðisflokkur- inn væri ósamstarfshæfur í ríkisstjórn! 3) Reynt verði að hressa upp á ímynd ríkis- stjórnarinnar með því að skipta um ráð- herra, víxla sætum og fá nýja menn inní stjórnina frá báðum flokkum. Samtímis verði ráðuneytum skipt upp. Meðal Da- víðsmanna er uppi áhugi á því að Ólafur G. Einarsson fari úr stjórninni verði ekki hægt að víkja Þorsteini sjálfum —og í stað- inn komi Björn Bjarnason stuðningsmað- ur Davíðs inn í stjórnina. Innan Alþýðu- flokksins hefur verið rætt um að Jón Sig- urðsson sé orðinn mæddur á pólitík og að hann setjist í stól bankastjóra, en í staðinn komi Össur Skarphéðinsson. En fæstir hafa trú á að þessi leið gangi upp. Fáir áhugamenn um stjórnmál spá rík- isstjórninni langlífi. Sumir telja að hún lafi fram á næsta haust. Á bakvið hana stendur þverklofin fylking á þingi, sem ekki getur komið sér saman um leið. Óvissan er því ein sameiginleg með stjórnarliðum þegar þeir óska þingi og þjóð gleðilegra jóla. 0 ÞJÓÐLÍF 11

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.