Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 13

Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 13
Miðbærinn íReykjavtk fyllist af fólki að næturlagi um helgar. Er unglingavandamálið ekki bara fullorðinsvandamál? borgarráði enn ein tilraun minnihlutans til að ná málinu fram. Júlíus Hafstein, for- maður íþrótta og tómstundaráðs, segir í Morgunblaðinu 23.febrúar 1991 að „eng- inn hefði orðið var við óskir ungs fólks um slíkt hús“. Einnig hafa komið fram þau rök gegn unglingahúsi að það leysi engan „miðbæjarvanda“. Kristín Á. Ólafsdóttir fulltrúi Nýs Vettvangs í borgarstjórn og einn þeirra íslenskra stjórnmálamanna sem fjallað hafa um málefni barna og ungl- inga á undanförnum árum segir um þetta: „Sjálfstæðismenn virðast líta á það að unglingar safnast saman í miðbænum sem stórt vandamál sem ein lausn ætti að vera til á. Það sem í raun gerist er það að fjöldi fólks safnast saman í miðbænum á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Hluti þessa hóps er ungt fólk á aldrinum þrettán og upp í tvítugt. Einnig er mikill fjöldi full- orðinna sem er að koma út af vínveitinga- stöðunum og það eru kannski ekki síst þeir sem valda látum. Þessi rök, að „mið- bæjarvandamálið“ leysist ekki með því að koma upp unglingahúsi, finnast mér vera útúrsnúningur og sýna viljaleysi til að veita eldri unglingunum boðlega aðstöðu til að stunda félagslíf og skemmta sér. Það er mjög lítilsiglt ef borgin getur ekki boðið þessu fólki upp á annað en götur miðbæj- arins. Hins vegar er að koma út skýrsla á vegum ÍTR og fleiri þar sem gerð var út- tekt á nokkrum föstudögum síðastliðið haust og ein af niðurstöðum þess vinnu- hóps er sú að það ætti að koma upp húsi fyrir unglinga í miðbænum. Við gerum okkur vonir um að þessi rök hrífi en tillaga minnihlutans um unglingahús verður af- greidd þegar borgarráðsmenn hafa kynnt sér þessa skýrslu.“ Þjóðlíf leitaði eftir áliti starfsmanna Úti- deildar og nokkurra unglinga um vilja þeirra og þörf fyrir að fá unglingahús, ekki síst með tilliti til áðurgreindra ummæla formanns Iþrótta- og tómstundaráðs í Morgunblaðinu. Sigrún Valgeirsdóttir segir: „í raun má segja að unglingarnir hafi ekki beðið um neitt, t.d. hvorki skól- ana né félagsmiðstöðvarnar. En á hverra ábyrgð er það að ala börnin og unglingana vel upp og bjóða þeim upp á möguleika til þroskandi félagslífs. Það hlýtur að vera á ábyrgð okkar fullorðna fólksins. Svona hús eru til víða erlendis og starfsemi þeirra hefur gefist vel. Því skyldi hún ekki gera það líka hér. Krakkar á aldrinum sextán ára til tvítugs eru á götunni, það er ekki hægt að segja það öðruvísi. Þeim er ekki boðið upp á neitt. Þeir staðir sem hafa verið reknir fyrir þennan aldurshóp hafa ekki verið styrktir á neinn hátt en svona staðir geta ekki staðið undir rekstrinum ef ekki er vínveitingaleyfi. Ef vínveitinga- leyfið væri tekið af skemmtistöðum í Reykjavík þá myndu þeir leggja upp laup- ana daginn eftir.“ au Rakel, John, Óskar og Ragna segja um þetta mál:„ Við vildum fá ungl- ingahús í miðbæinn. Þar má hins vegar ekki kosta of mikið inn, þeir unglinga- skemmtistaðir sem hafa verið hafa þurft að selja alltof dýrt inn. Við vildum hafa þarna skemmtistað og svo t.d.æfingaað- stöðu fyrir hljómsveitir.“ Eva Björg Ein- arsdóttir og Steinunn Kristín Friðriks- dóttir, 15 ára nemendur í Langholtsskóla eiga síðasta orðið í þessari umfiöllun um unglingahús: „Það er alltaf verið að kvarta undan unglingum í miðbænum en við höf- um enga staði að fara á. Það er skemmti- legra að vera inni á einhverjum góðum stað en að hanga alltaf úti.“ Kannski gætu fleiri tekið undir það. En lítum betur á unglingavandamálið. Kristín A. Ólafsdóttir segir: „Um hvað erum við í rauninni að tala þegar við tölum um„ unglingavandamál“ ? Mér finnst það gefa auga leið að manneskja sem er ham- ingjusöm, í jafnvægi, finnur fyrir styrk sínum og fær útrás fyrir tjáningar og sköp- ÞJÓÐLÍF 13

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.