Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 17

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 17
Hvernig var lífið meðan þú varst á kafi? „Ég fílaði alltaf sljóu lyfin best og reykti náttúrulega mitt hass. Ég held að þetta hafi einhver geðræn áhrif á mann að vera alltaf á róandi, maður meikar enga vinnu og fríkar út á fólkinu sem er streit í kring- um mann. Þú þolir ekki að vera innan um fólk sem hefur önnur viðhorf en þú. Þú ert sjúskaður og fólk sér það strax að þú ert í dópi. Þér finnst þú vera rosalega ofsóttur af fólkinu í kringum þig og meikar ekki að vera innan um það. Þú vilt bara vera í friði með þinni klíku og helst ekkert annað. Þá liggur maður bara og talar um dóp, gæði síðasta efnis, hvar á að redda næsta kikki, þannig. Bara lifað fyrir augnablikið og ekkert meira. Mamma og pabbi voru búin að fatta þetta en ég laug náttúrulega að þeim að þetta væri miklu minna en það var.“ Hvað hugsaðirðu meðan þú varst neyt- andi? „Ég hugsaði náttúrulega allt öðruvísi en þú hugsar streit. Ég var á kafi í „and- legum“ pælingum, hver er ég og af hverju er ég og svoleiðis. En innan í þessu hass- skýi var eiginlega allt svart og grátt. Það var engin framtíð nema þú ættir í pípu. Ef maður dræpist ekki af þessu þá myndi maður bara kötta sig. Kikkið varð ekki jafn mikið og áður og þegar maður reykti þá varð maður bara afslappaður og sökk í djúpar pælingar. Ég varð líka rosalega paranoid og uppstökkur. Það var allt svart og allt einskis vert og tilgangslaust. Ég lenti á þungum bömmer á tímabili og var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ætlaði einu sinni að drepa mig á pillum en klikkaði á að taka slatta af örvandi með sljóu pillun- um. Þegar komið var að mér var ég orðinn brjálæðislega spastískur, með krampa- kippi um allan líkama og hló og grét til skiptis. Þessu var síðan dælt upp úr mér.“ Hvernig fórstu að því að fjármagna neysluna? „Ég vann yfirleitt alltaf en var á stöðugu flakki milli vinnustaða. Svo fór ég að selja sjálfur, keypti kannski lélegt efni á fimm- hundruðkall og seldi á fimmtán. Ég átti síðan gott efni sjálfur sem ég leyfði fólki að prófa og seldi þeim síðan drasl. Minnið var í rúst og þegar ættingjar voru að reyna að vera almennilegir við mann og kannski bjóða manni í mat þá mætti maður ekki því maður mundi ekki eftir því eða að manni fannst dópið skipta meira máli. Maður var alltaf að særa og svíkja fólkið í kringum sig og fannst það allt í lagi. Og þegar fólkið ætlaði að vera almennilegt þá fannst manni það bara vera að bögga „Þér fínnst þú vera rosalega ofsóttur af fólkinu í kringum þig og meikar ekki að vera innan um það. Þú vilt bara vera í friði með þinni klíku. mann. Svo þegar maður hafði ekki efni á mat þá bauð maður sér bara í mat hingað og þangað. Maður fékk kannski að éta og í pípu hjá vinum sínum, en þetta voru í raun engir vinir. Þeir voru vinir þínir meðan þú áttir peninga og dóp en þegar það var búið vildu þeir ekkert með þig hafa. Líka þegar þú varst með klíkunni þá var talað illa um þig um leið og þú fórst út úr herberginu. Maður vann kannski í dálítinn tíma og fór síðan á atvinnuleysisbætur. Svo var maður að redda fyrir atinað fólk og kleip þá af því fyrir sjálfan sig, eða seldi lélegt efni á okurverði.“ Hvernig er líf þitt í dag og hvernig er að líta til baka? „Ég er ennþá með einhver sár á sálinni sem eru að gróa en verða alltaf ör. Maður fór illa með fólkið sem stóð manni næst en það er að mestu gróið, en maður var nátt- úrulega sjálfum sér verstur, en maður fatt- aði það bara síðast af öllum. Ég er ágætis vinur foreldra minna og meika lífið ágæt- lega. Ég er ennþá dálítið minnisslappur og ég reikna ekki með því að minnið komi aftur. Löngunin er líka ódrepandi, ef ég finn lykt af hassreyk verð ég viðþolslaus.“ 0 ÞJÓÐLÍF 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.