Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 19

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 19
hverju þriðjudagskvöldi eru foreldra- kvöld, annað hvort fyrirlestrar eða hópar með foreldrum og börnum og einnig er ein vika á meðferðartímabilinu sem við köll- um fjölskylduviku. Þá koma foreldrar á hverju kvöldi frá 7-11 og það hefur mælst mjög vel fyrir. Það mæta allir sem einn. Það er stundum kvartað undan því að for- eldrar sinni ekki börnunum sínum en þessi reynsla hefur kennt mér að það er rangt, a.m.k. hér á Tindum. Auðvitað er ýmislegt búið að ganga á undan. En við megum gæta okkar á að vera ekki að dæma, foreldrarnir eru það sem börnin þurfa fyrst og fremst. Það eru svo miklir kraftar sem búa í fjölskyldunum og for- eldrunum þykir vænt um börnin sín. Börnunum þykir líka vænt um foreldra sína jafnvel þótt fyrir hendi sé reiði og óuppgerð mál. Yfirleitt gera foreldrar eins vel og þeir hafa getu til. — í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að börnin fari á einhvern áfangastað til að byrja með eftir að þau koma úr meðferð til að fjölskyldan fái að jafna sig eftir allt sem á undan er gengið. Oft er líka mikill kvíði í foreldrum varðandi það hvað taki við eftir að meðferð lýkur. Hér vantar áfangastað af þessu tagi þar sem unglingurinn getur verið í 1-6 mánuði eftir að hann kemur héðan út, t.d íbúð þar sem nokkrir krakk- ar búa saman og fá hjálp við að sjá um sig. Þetta gæti verið einn áfanginn í meðferð- inni en ekki beint á okkar vegum. Slíkir áfangastaðir eru til fyrir fólk sem hefur verið hjá S.Á.Á. og líka á geðdeildum en það eru engir slíkir staðir sérstaklega fyrir unglinga sem hafa verið í vímuefnameð- ferð. — Margir tala um að finna þurfi hina raunverulegu rót vandamálsins. En hér á Tindum erum við með vímuefnaneytend- ur í meðferð. Vímuefnin eru aðalvanda- málið. Hins vegar kemur margt annað þar til, t.d. þarf að styrkja fjölskyldubönd, fá fólk til að tjá sig opinskátt, segja frá vænt- ingum og tala um tilfinningar sínar. Hér á Tindum segjum við að það þurfi ekki að leita að rótum vímuefnaneyslunnar. Það er mikilvægt að fólk fái að segja frá lífi sínu, að það fái að kvarta og að aðrir heyri um hluti sem voru erfiðir. En ég get ekki sagt að það sé ástæða fyrir vímuefnaneysl- unni og ég tel að ekki sé hægt að finna orsök fyrir henni aðra en þá að hún sé sjúkdómur, eins konar ofurnæmi fyrir vímuefnum. Það er talið að um 10—15% allra einstaklinga séu haldnir þessu ofur- næmi og þeir geta ekki umgengist áfengi og önnur vímuefni öðruvísi en að verða Sigrún Hv. Magnúsdóttir, deildarstjóri á Tindum: „Það er mjög mikilvægt að foreldrar séu beturfræddir um þau einkenni sem benda til að börnin þeirra séu að fara út af sporinu. “ háðir þeim. Yfir helmingur þeirra sem koma hingað inn eiga gifta foreldra en það er miklu meira en við bjuggumst við. Og mörg hafa átt góða æsku, fengið bæði um- hyggju og ástúð og skýr skilaboð um hvað þau mættu og mættu ekki. — Hins vegar eiga þessir krakkar allir meira og minna sömu sögu. Einangrun frá fjölskyldunni, versnandi einkunnir í skóla, nýr vinahópur o.s.frv. Það er munstrið sem þeir leita í þegar þeir eru komnir út í ofneyslu á vímuefnum. — Við höfum nú starfað í sjö mánuði. En meðferð og eftirmeðferð tekur um 9 mánuði þannig að enginn hefur lokið með- ferð að fullu ennþá. í Bandaríkjunum hef- ur árangurinn verið sá að um 50% hafa verið edrú ári eftir að meðferð lýkur. Við höfum starfað alltof stutt og haft of fáa unglinga til meðferðar til að hægt sé að meta árangur með nokkurri vissu. Einnig viljum við benda á að við höfum ekki getað sinnt eftirmeðferðinni nógu vel en hún er mjög mikilvæg. Við höfum ekki fengið sérstakt húsnæði fyrir hana en það stendur nú til bóta. Líka má nefna að áfangastað vantar. — Það er mjög mikilvægt að foreldrar séu betur fræddir um einkenni sem benda til að börnin séu að fara út af sporinu og sömuleiðis þurfa þeir að vera ákveðnari. Það er svo oft sem foreldri getur hvorki sagt já eða nei. Barnið spyr hvort það megi ogfær einungiseitthvert „nja“. Þar afleið- ir að barnið veit aldrei hvort það má gera hlutina eða ekki og það er mjög hættulegt fyrir það. Foreldrar eru svo óöruggir um hvort þeir séu að gera eitthvað rangt. Kannski eru félagsráðgjafar og sál- fræðingar búnir að róta svo upp í foreldr- um að þeir þora í hvorugan fótinn að stíga og þá er eitthvað að. — Það er mjög mikilvægt að foreldri ali barnið upp samkvæmt eigin samvisku. Hér á Tindum höfum við m.a. verið að ræða við foreldra um reglur, hvað er eðli- legt að barn megi og hvað ekki. Ég held að hér komi að einhverju leyti fram áherslur hippakynslóðarinnar. En það er betra að eiga strangan föður en of linan, því þá veit krakkinn hvað má og ekki mál. Uppreisn- in er nauðsynleg í þroska unglings. Hann þarf að þroska sjálfsvitund sína og gera greinarmun á sér og foreldrum sínum. Oft gerist slíkt með tilfinningahita og látum og unglingurinn prófar ýmislegt sem hann má ekki. Slíkt er eðlilegt innan ákveðinna marka en ef engar reglur eru þá veit krakkinn ekkert við hvað hann er að fást og verður áttavilltur. — I málum eins og þeim sem við erum að vinna með hér er algengt að þjóðfélag- inu sé kennt um og fólk tali um að það þurfi að breyta því. En mér finnst svo mikilvægt að fólk líti í eigin barm. Það er fyrst og fremst hægt að breyta sjálfum sér. Það er hægt að gagnrýna lögreglu fyrir að taka ekki eiturlyfjasalana og annað í þeim dúr og auðvitað á það rétt á sér. En það er svo auðvelt að fara yfir í eitthvað yfir- gripsmikið, að vera alltaf að velta því fyrir sér hvernig þjóðfélagið eigi að vera en koma sér undan að hugsa um hvað hægt sé að gera sjálfur. — Þegar eitthvað kemur upp á, sér- staklega með unglinga, þá er eins og það sé fjör á fjölmiðlum. Kannski er búið að ala fólk þannig upp að það vill ekki heyra neitt annað en einhverjar rosafréttir. En það er til fullt af unglingum sem eru mjög virkir í alls kyns áhugamálum. Fara t.d. út um allt að keppa í íþróttum. Systkini margra þeirra sem hingað koma eru í þeim hópi og unglingar okkar hafa margir verið duglegir í íþróttum og með mörg heilbrigð áhugamál áður en vímuefnaneyslan byrj- aði hjá þeim. Þessu sjónarhorni þarf að koma að, ekki alltaf því neikvæða. Ég held að það sé afar óhollt að heyra það ein- göngu. — Unglingarnir hér á Tindum eru næmir á umhverfi sitt og afar einlægir þegar þeir fara að treysta starfsfólki. Við höfum það fyrir reglu að hlusta vel á þá og taka mark á kvörtunum þeirra. Þeir eru sanngjarnir og líkar vel að hafa aga, röð og reglu. Þeir njóta þess ef þeim er veitt at- hygli og þeim sinnt. Það er mjög gefandi að vinna með þessum unglingum. 0 ÞJÓÐLÍF 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.