Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 21

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 21
með rakblöðum og þá kemur í ljós að það er áskilið að menn verði að rífa alla hnappa af fötum áður en þau séu hreinsuð og líka skera út úr vissum saumum. Eg horfði upp á þetta nokkra stund og spurði hvort hér væri fatahreinsun og því var játað og mér rétt rakblað og sagt að sníða hnappana af og þá sneri ég út og leitaði aldrei framar fatahreinsunar í Moskvu. — Já, þetta var eins og að koma hundr- að ár aftur í tímann og framan af algjörlega óraunverulegur heimur. Það tók langan tíma bara að venja sig á þá hugsun að þetta væri raunveruleikinn. Þarna var farið með útlendinga eins og útlendinga og frekar reynt að einangra þá. Ég varð fljótlega var við að stúdentar við háskólann fylltust skelfmgu ef þeir voru ávarpaðir. Það var nokkuð sem tók líka tíma að átta sig á: hvernig lögregluríkið hafði áhrif á daglegt líf og framkomu manna og ég komst seinna að því hverjir það voru sem gáfu sig fram við útlendinginn — það voru að sjálf- sögðu menn sem voru innundir hjá ákveðnum stofnunum og gáfu skýrslur og maður áttaði sig ekki á þessu fyrr en í tímans rás: hvernig stjórnarfarið var í raun og veru. En það kom smám saman. — Háskólinn í Moskvu var þá í gamla húsnæðinu niðri í miðbæ. Þetta hús var frá átjándu öld og endurbyggt eftir brunann mikla 1812: mjög þröngar vistarverur með mjóum ranghölum og allt það sem þar gerðist var í stíl við húsnæðið, engar vélar, menn á skrifstofum sátu við fornaldarleg skrifborð með blekbyttur og penna og pennastengur og þetta var í svo miklu ósamræmi við áróðurinn sem maður las í blöðunum um að þetta væri ríki framfara og framsóknar og vestrið væri gegnrotið og á leiðinni að kafna í spillingu. Vegna þess hve einangraðir við vorum þá tók vitaskuld lengri tíma en ella að átta sig á þessu. — í desember 1954 mátti lesa í blöðum að maður hefði verið dæmdur til dauða og skotinn — þetta var smáklausa í Prövdu og maður vissi ekkert hvað þetta táknaði og erfitt var að finna einhvern sem vildi útskýra þetta fyrir mér. Það var ekki fyrr en ég fór að lesa söguna sem ég fékk vestan að, að ég gerði mér grein fyrir hvað þessi eina lína táknaði: Avakumov var einn af nánustu samstarfsmönnum Beria og hafði verið geymdur, það hafði gleymst að taka hann af og það var ekki gert fyrr en þarna loks í desember 1954. Nú hver var Beria? Hann var einhver af leiðtogunum, það vissi maður, en ekki var það fyrr en löngu seinna, að maður komst að öllu því sem honum tilheyrði. Þannig rann smám sam- an upp mynd af raunveruleikanum sem tengdist því sem á undan var komið. Ekki minntist nokkur maður í háskólanum nokkurn tíma á Gúlagið og það sem fólk varð að ganga í gegnum. Heimsstyrjöldin sjálf var ekki svo slæm heldur var það styrjöld Bolsévíkaflokksins gegn þjóðinni sem var slæm, hún var svo hræðileg að fólk gat ekki talað um hana og síst af öllu við útlendinga. — Maður tók einhvern veginn eftir því að á þessum árum eftir 1950 var verið að moka inn í Gúlagið í stórum stíl. Að vísu færri á þessum árum en á fyrstu árunum ÞJÓÐLÍF 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.