Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 25

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 25
Hvar er vöxturinn, spyr fólkið vonsvikið. töngum og öðru álíka, og enginn gat við þeim hreyft. Það var augljóst að valdamenn báru enga virðingu fyrir eigin lögum, og það hlaut að smita út frá sér smátt og smátt - það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. í dag er Andrei Mikhaílof einn af mestu kaupahéðnum Leníngrad. Snemma á síðasta áratug kom hann upp ólöglegum einkarekstri, réði fólk til sín að sauma gallabuxur og annan fatnað, lét er- lend vörumerki á framleiðsluna og stór- græddi. „Þetta braut alvarlega gegn sósíalískum lögmálum og því öllu,“ viðurkennir hann „en það var kraftur í okkur, og við vorum ekki jafn hrædd við yfirvöldin og áður.“ Svo var komist hjá yfirheyrslum og fang- elsun með því að bjóða mútur, yfirleitt pening eða drykkjarföng. Þannig voru lög markaðarins í þá daga, en vissulega var markaðurinn lítill og laumulegur. Nú eru breyttir tímar, yfirlýst stefna þeirra sem ráða er að innleiða markaðs- kerfi. Margir hafa gripið tækifærið og kaupmennskan blómstrar, vart þverfótað í stærstu borgum Sovétríkjanna fyrir sölu- mönnum sem bjóða allt frá nælum með mynd af Lenín til rándýrra helgimynda. Þetta eru smámunir sem snúa aðallega að erlendum ferðamönnum, og eru vita meinlausir miðað við þær stórkostlegu breytingar sem hafa orðið á bak við tjöld- in, í undirheimunum. Þar sem stjórnvöld ríktu áður með harðri hendi, ráða lög frumskógarins æ meiru, þ.e. réttur hins sterka. Frelsið er tvíbent og nýjar ógnir stafa að Míkhaílov í Leníngrad og hans líkum. „Við teljum þá á að leyfa okkur að „vernda“ þá,“ útskýrir Sergei, sem vinnur hjá „Góðgerðarsam- tökunum“ í Leníngrad. Nær væri að kalla þann félagsskap mafíu. Þessi vernd kostar viðskiptavininn stórfé, en skirrist hann við, brotna fingur og rifbein. Það er því hægt að vinna sér inn mikla peninga í Sovétríkjunum í dag, en það er mun auð- veldara að stela þeim frekar. Viðskiptamennirnir geta ekki leitað á náðir lögreglunnar, því þeir hafa yfirleitt eitthvað á samviskunni. Þeir vinna sér kannski inn morðfjár með því að hafa milligöngu um samninga, telja það svo ekki fram til skatts eða þeir brjóta lögin um erlenda gjaldmiðla. Sumir hagfræð- ingar segjast sjá að Sovétríkin séu að ganga í gegnum millibilsástand, öll þessi upp- lausn sé nokkurs konar vaxtarverkir. Og þeir benda á önnur dæmi. Sergei segir að hann hafi lært margt í sínu fagi með því að horfa á myndir eins og „The Godfather", „Goodfellas“ og„ Once Upon a Time in America". Vissulega má finna sumt sem er líkt því sem var einu sinni í Ameríku. Hálf-lögleg- um vöruskiptamörkuðum hefur verið komið á laggirnar víðs vegar um Sovétrík- in, þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar: Ljósritunarvélar, mynd- bandstæki, föt, bjór, dráttarvélar, sturtu- hringi... Það er mikil óreiða á öllu, lítt hirt um reglugerðir og engri viðskiptahefð fyrir að fara. „Þetta er kannski eins og Wall Street á síðustu öld,“ segir banda- rískur viðskiptafræðingur sem vinnur í Moskvu. Það er ekki bara á sviði viðskipta að allt er í lausum skorðum. Almennir eða venju- legir glæpir hafa stóraukist hin síðari ár; morð, nauðganir, þjófnaður. Glæpaflokk- ar, margir frá Kákasus og Mið-Asíu, hafa skipt með sér Moskvuborg. Þeir berjast mikið sín á milli, en auðvitað verður al- menningur líka fyrir barðinu á þeim, og fólk heimtar að eitthvað verði gert, að yfir- völd stemmi stigu við glæpaöldunni. ér er komin helsta ástæðan fyrir því að margir sjá gömlu tímana í fögru ljósi; þá var friður og stöðugleiki. Hægt var að ganga að því vísu hvað væri ekki til í búðunum. I dag er ófriður, óstöðugleiki og allt er falt, en bara ef nægt fé er fyrir hendi, vel að merkja. Svo öfundin lifir góðu lífi. Andrei Fjodorov kom fyrsta veitingahúsinu í einkaeign í Moskvu á laggirnar fyrir nokkrum árum. Hann hef- ur efnast mjög síðan, enda er hann ekki vel liðinn af samborgurum sínum. Þeir öf- unda hann. „I áraraðir hefur fólki í þessu landi verið kennt að það geti komist af á 200 rúblum á mánuði,“ sagði hann breskum kunningja sínum eitt sinn. „Þetta dugir fyrir fjórum flöskum af vodka, sex pundum af pylsum og svo leigunni. Fólki hættir til að öfunda þá sem vilja leggja harðar að sér, vinna sér meira inn og reyna að lifa eins og þið gerið á Vesturlöndum.“ Það þarf því að breyta hugsunarhætti, hugsunarhætti heillar þjóðar. „Við erum á móti þeirri hugmyndafræði að allir skuli vera jafnir - jafn fátækir,“ sagði hug- myndafræðingur sovéska kommúnista- flokksins í fyrra. Þótt ný stjórnvöld séu hins vegar öll af vilja gerð, verður engu breytt í þessum efnum með lögum, til- skipunum og reglugerðum. Uppgjöf fólks og öfund er orðin jafn rótgróin og spilling- in. meðan eykst upplausn og óreiða með degi hverjum. Ef þetta eru vaxtar- verkir, spyr fólkið sjálft sig, hvar er þá vöxturinn? Þolinmæði þess er á þrotum, enda vart hægt að segja að bjart sé fram- undan, það er allt á vonarvöl í Sovétríkj- unum. Helsta von allra sem vilja umbætur er þó einmitt sú, að fólkið sé svo þreytt að það láti áfram bjóða sér hvað sem er, þann- ig að smám saman verði komið á lögum og reglu í stað spillingar og óreiðu, og metn- aður og kraftur breiðist út í stað öfundar og uppgjafar. En auðvitað tæki það langan tíma. 0 ÞJÓÐLÍF 25

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.