Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 29

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 29
„Mín kynslóð gat ekki tekist á við söguna vegna þess að þagað var yfir henni. “ átta sig á því að það sem ætti að vera er ekki alltaf það sem mögulegt er. En hvernig takist þið á við stríðið, þú og fjölskylda þín og Króatar erlendis? — Ef við tækjum ekki virkan þátt í því sem er að gerast myndum við ekki lifa stríðið af tilfmningalega. Ég get ekki unn- ið að doktorsritgerð minni hér í Tubingen meðan stríðið geisar heima í Króatíu. Mér finnst eins og fólki standi of mikið á sama um það sem er að gerast á Balkanskagan- um. Ég öðlast kjark þegar mér verður ágegnt en finn til vanmáttar af því að svo mörg ljón verða á vegi manns. Miðað við það sem almenningur gerði á meðan á Persaflóastyrjöldinni stóð eða uppreinsar- tilrauninni í Sovétríkjunum er eiginlega ekkert að gerast. Auðvitað fylgjast frétt- astofurnar með atburðunum, en það er ekki nóg. Hér í Tubingen eru 26000 há- skólastúdentar en hvar eru þeir nú? Með- an á Persaflóastríðinu stóð voru þeir á göt- um og torgum en nú geisar stríð aðeins 800 km í burtu frá heimilum þeirra og þá eru þeir hljóðir. Þetta er það umhverfi sem ég þarf að vinna í. — Við skipuleggjum vökur með kert- um og bænum. Króatar hér taka virkan þátt í þeim. Það er óvanalegt, því að sem Króati er maður ekki vanur að ganga fram fyrir skjöldu fyrir eitthvað sem maður trúir á. Sumir sem koma hafa búið hér í 20 ár án þess að hafa samsamast þýsku þjóð- félagi. Þeir voru ekki vanir að koma fram sem Króatar, eru ekki Þjóðverjar en eftir þrjá mánuði sá maður hvernig þeir réttu úr sér. Loksins fóru menn að hittast, tala saman á króatísku og styrkja með þessu sjálfsvitundina. Við tókum eftir því að margir hafa verið mjög einmana. Bænirn- ar hjálpa okkur að takast á við ótta okkar og fréttir grimmdarinnar sem berast okk- ur að heiman. — Annars er vinna flestra Króata hér í Tubingen ósýnileg. Menn safna fjármun- um og kaupa lyf og hjálpargögn. Það er hreint ótrúlegt hvað menn gefa, oftast yfir 1000 mörk (um 36 þúsund). Sumir hafa litlu meiri mánaðarlaun en þetta. Menn ganga á eigin bankabækur og mjög nærri sér. — Systir mín hefur verið að flytja hjálpargögn til Zagreb og gefið skýrslur um hvernig þau hafa verið notuð. Við fá- um innkaupalista frá neyðarráðinu í Zagr- eb og þegar vörurnar hafa borist þangað fáum við þakkarskrif með kvittunum fyrir móttöku gagnanna. Þannig geta menn séð hvernig fé þeirra er varið. Það sem við gerum er e.t.v. ekki mikið í hlutfalli við það sem gera þyrfti. Við erum aflvana en við látum okkur ekki!. Ein vinkvenna minna var samferða síðustu bílalestinni út úr Vukovar, sem flutti særða og slasaða til Zagreb. Hún sagði þá hafa sungið... 0 Munið að greiða gíróseðlanna ÞJÓÐLÍF 29

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.