Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 30

Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 30
ERLENT FLAUELSBYLTINGIN Heimsókn til Prag. Gerður samanburður á ástandinu 1991 og 1989. Nú vilja allir græða peninga. „Stærsta vandamálið er að kenna fólki að vinna, það hefur ekki unnið af eigin frumkvœði í 40 ár“. „Mikilvœgt að við búum okkur undir ókosti markaðsþjóðfélagsins; atvinnuleysi og dýrtíð“. „Byltingin erfyrir unga fólkið en hún er grimm fyrir gamla fólkið“ TEXTI OG MYNDIR: SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR Veturinn 1988-89 dvaldi ég í Prag í Tékkóslóvakíu við nám. Það var á dög- um kommúnisma og einræðisstjórnar en þeir dagar eru núna liðnir undir lok. Eg yfirgaf Prag í júní 1989 og þá grunaði engan það sem í vændum var. Flauels- byltingin eins og Tékkar sjálfir nefna hana varð hálfu ári síðar. I ágústmánuði á þessu ári heimsótti ég Tékkóslóvakíu aftur í tvær vikur. Breytingarnar eru miklar, ég mun nú segja frá hvernig þær komu mér fyrir sjónir og hvað Tékkar sjálfir segja um ástandið og andrúmsloft- ið sem ríkir í landinu núna. Tékkóslóva- kía fyrr og nú. Sumar breytingar voru augljósar, aðrar birtust mér smám saman. Ekki var ég fyrr stigin út úr lestinni í Prag en að þyrpt- ist fólk sem vildi leigja mér húsnæði. Það var mjög ágengt og þetta var fyrsta sýnis- SOCIALiSMUS Hér er að sjá dæmi um harkalegt uppgjör við kommúnismann og er svona nokkuð algengt á póstkortum sem seld eru á hverju götuhorni. hornið af sölumennskunni eða öllu heldur braskinu sem Prag er uppfull af núna. Að græða og verða ríkur, helst strax í dag. Kaffihúsið Slavia sem stendur svo fallega við ána Moldá er hefðinni samkvæmt sam- komustaður menntamanna og listamanna þótt það fengi lítið að njóta sín á dögum kommúnisma. Þar sitja menn nú og ræða viðskipti. Utlit borgarinnar hefur ekki breyst á þessum tveimur árum en and- rúmsloftið hefur mikið breyst, einkum í miðbænum. Borgin var fögur en stein- gerð, ef saman komu fleiri en þrír á stræt- unum var lögreglan þegar mætt. Núna er líf og fjöldi fólks á götunum í miðbænum, þar eru hins vegar Tékkar sjálfír í minni- hluta en ferðamenn í meirihluta. Prag er orðin mikil túristaborg, þeir koma til að njóta fegurðar hennar og sögu og einnig vegna þess að fyrir Vesturlanda- búa er hún enn sem komið er mjög ódýr. Karlsbrúin sem byggð var á 14. öld var áður auð og tóm, nú er hún troðin af fólki sem syngur og spilar, söluborðum og túr- istum. Söluborðin eru orðin áberandi í bæjarlífmu, þau hafa ýmislegt á boðstól- um, nú er t.d hægt að kaupa öll helstu blöð og tímarit eins og Newsweek og Spiegel en það sem ekki síst stingur í augun eru bi- blíur og klámblöð. Á borði eftir borði liggja biblíur og klámblöð hlið við hlið enda hvorutveggja bannað á dögum kommúnismans. Nú er ritfrelsi í landinu og þjóðin langþyrst. í miðbænum ræður ferðamannaiðnað- urinn ríkjum og „gert er út á“ Mozart sem samdi óperuna Don Giovanni í Prag, rit- höfundinn Franz Kafka og bjórinn Urqu- ell sem Tékkar eru svo frægir fyrir. Hægt er að leigja sér hestakerru og aka í henni um steinlögð stræti miðbæjarins, borða dýrindis máltíðir á 400 íslenskar krónur, kaupa sér klassíska geisladiska á 200 ísl. og bæheimskan kristal fyrir lítið verð. Líf ferðamannsins í Prag getur verið afar ljúft. Hinn daglegi veruleiki fólksins er líka breyttur. Fyrir tveimur árum kostaði eina krónu í strætó, sporvagna og neðanjarðar- lestina, núna kostar fjórar krónur. Það er 300% hækkun. Mánaðarlaun eru á bilinu 2000-3000 tékkneskar krónur sem eru um 6000 ísl krónur og þau hafa lítið sem ekki hækkað á þessu tímabili. Undirstöðumat- vörur voru mjög ódýrar á dögum sósíalis- mans, þær fara nú stighækkandi. Útlend- ingar sprengja upp verð á leigumarkaðn- um, mikið er um að þýsk fyrirtæki t.d. taki húsnæði á leigu og fyrir þau er ekki sérlega mikið að borga 500 mörk fyrir íbúð á mánuði, fyrir Tékka hins vegar er það ekki mögulegt. n þegar fólk er spurt hverju byltingin hafi breytt fyrir það fyrir utan aukna dýru'ð þá ber því ekki saman. Jan Klener hefur nýlokið læknanámi. Hann segir að byltingin hafi breytt öllu. „Núna fáum við allar upplýsingar sem við viljum, við höf- um tal og ritfrelsi og við getum ferðast. Jana, líffræðingur á þrítugsaldri, er á öðru máli: „Líf mitt hefur ekki breyst mjög mikið og ég held að hinar raunverulegu breytingar muni taka a.m.k. 20 ár. Mið- borgin í Prag er breytt, það sést greinilega, en þar fyrir utan hafa ekki orðið miklar breytingar ennþá. En fólk er farið að hugsa sjálfstæðar nú þegar, hreinlega af því að það neyðist til þess. Verksmiðjur loka t.d. í stórum stíl og það þarf að finna sér vinnu.“ Jan tekur í sama streng: „Stærsta vandamálið er að kenna fólki að vinna. Það hefur ekki unnið að eigin frum- kvæði í 40 ár.“ 30 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.