Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 34
ERLENT
KÓLUMBUS: HETJA EÐA
SKÚRKUR
Deilt um hátíðahöld í tilefni af 500 ára afmœli landafundanna
GUÐMUNDUR JÓNSSON LUNDÚNUM
í mörgum löndum stendur nú yfír undir-
búningur að hátíðarhöldum í tilefni þess
að á næsta ári verða 500 ár liðin síðan
Kristófer Kólumbus fann Ameríku.
Margir hafa þó orðið til þess að gagn-
rýna hátíðahöldin, einkum í Bandaríkj-
unum, og eru þeirrar skoðunar að frum-
byggjar Ameríku séu enn að súpa seyðið
af komu hvíta mannsins þangað. Því sé
afar óviðeigandi að halda upp á þessa
atburði.
að var 2. ágúst 1492 sem Kristófer
Kólumbus lét úr höfn á Spáni og
sigldi þremur skipum vestur yfir Atlants-
hafið í leit að kryddauðugum löndum
Austur-Asíu. Þegar Kólumbus tók land í
vestri hélt hann að langþráðu markmiði
sínu væri náð. Talið er líklegt að hann hafi
dáið í þeirri trú að hann hefði fundið Asíu-
lönd og þar með vesturleiðina til Austur-
landa fjær. En eins og síðar kom á daginn
hafði hann í raun lent á Bahamaeyjum úti
fyrir Flórídaskaga og opnaði þannig heila
heimsálfu fyrir Evrópumönnum. Enda
þótt Islendingar telji að Leifur heppni
hafi verið 500 árum fyrri til að finna „nýja
heiminn" skiptu siglingar hans engum
sköpum fyrir söguna. Landafundur Kól-
umbusar var hins vegar heimssögulegur
atburður vegna þess að hann markar upp-
hafið að varanlegu landnámi og yfirráðum
hvítra manna í Ameríku.
Mikil hátíðahöld eru í undirbúningi
víða um lönd vegna afmælisins. Spánverj-
ar ætla að halda herlega upp á það í tengsl-
um við heimssýninguna Expo 92 í Sevilla,
í Englandi verða fimm daga veisluhöld í
hinni fornfrægu verslunarborg Liverpool;
meira að segja í einu fátækasta ríki Amer-
íku, Dómínikanska lýðveldinu, er unnið
að minnisvarða sem á að kosta hvorki
meira né minna en 24 milljónir sterlings-
punda. Að minnsta kosti tvær kvikmyndir
eru í bígerð um þessa sögufrægu atburði,
báðar frá Hollywood. Önnur þeirra er
gerð af þeim sömu og stóðu að Súperman
myndunum, hin af leikstjóranum Ridley
Scott með Gérard Depardieu í hlutverki
sægarpsins frá Genúa.
Ekki eru allir hrifnir af veislustússinu.
Þær raddir gerast æ háværari sem telja alls
óviðeigandi að halda upp á landafundina
vegna þess að landvinningar Kólumbusar
og hvítra manna í Ameríku færðu ómæld-
ar hörmungar yfir samfélög indíána sem
þar voru fyrir. Milljónir manna voru
myrtar af landvinningamönnum eða dóu
úr farsóttum sem hvíti maðurinn bar með
sér.
I Bandaríkjunum sérstaklega er mikil
hreyfing gegn hátíðahöldunum. Menn
setja ekki bara fyrir sig þær ægilegu afleið-
ingar sem þessir heimssögulegu atburðir
höfðu, nýlendukerfi sem hneppti bændur
í ánauð og síðar svarta menn í þrældóm.
34 ÞJÓÐLÍF