Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 35

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 35
§Egyfc|á J ^ MMJ 1? jmffi.- TffLfigffrlf ’Á. njL- ■Æl !■ 1 \‘ 1? M f Jfr jsM yi %M-ky Kólumbus stígur á land, málverk frá 1846 eftir N. Currier. Sægarpurinn frá Genúa á Ítalíu hefur löngum verið talinn einn af afburðamönnum sögunnar. Nú telja margir hann hinn versta skúrk. Þeir sem heitastir eru í þessu máli líta á Kólumbus sjálfan sem upphafsmann að ýmsum verstu löstum mannkyns; kyn- þáttahatri, kvennakúgun og öðru í þeim dúr. Margir forystumanna vita ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í sambandi við hátíðahöldin. Borgarstjóri New York, David Dinkins, þarf að fara sérstaklega varlega þar sem bæði ítalir og blökku- menn eru fjölmennir þar í borg. Hinir fyrrnefndu eru miklir aðdáendur Kólum- busar, hinir síðarnefndu vilja sem minnst af honum vita. Jafnvel Bush Bandaríkja- forseti hefur lagt orð í belg um málið. í ræðu sem hann flutti í Michigan háskólan- um sagði hann að enda þótt hreyfingin gegn hátíðahöldunum væri auðheyranlega sprottin af „löngun til að sópa burt dreggj- um kynþáttahyggju og kvennakúgunar" hefði hún tekið upp nýja fordóma í stað þeirra gömlu. ndstaða gegn hátíðahöldunum hefur nú borist til Bretlands. Samtök sem nefna sig „500 ára andspyrna“ með rithöf- undinn Harold Pinter í fararbroddi telja að misréttið sem hvíti maðurinn bar með sér til Ameríku hafi haldist allar götur til dagsins í dag. Afkomendur mikilla menn- ingarríkja frá 15.öld búi við einhverja mestu fátækt og undirokun sem um getur í heiminum. Því sé afar ósmekklegt að halda upp á afmæli landafundanna. Annar rithöfundur, Hunter Davies, er ekki sáttur við þessar röksemdir andstæð- inga hátíðahaldanna. Hann bendir á að um langan aldur hafi Kristófer Kólumbus verið hylltur sem eitt af mikilmennum sögunnar, jafnvel hafi verið reynt að taka hann í dýrlingatölu seint á síðustu öld. Það mistókst að vísu en Kólumbusi er enn hampað sem hetju og í mörgum löndum Ameríku er hann eitt helsta sameiningar- tákn þjóðanna. Jafnvel í Bandaríkjunum er honum lýst sem fyrsta innflytjandanum sem kom í leit að tækifærum, enda þótt hann hafi aldrei stigið fæti á bandaríska grund. Enn í dag er Kólumbus tákn fyrir heimssögulega atburði segir Davies, en hin uppblásna hetjuímynd er að láta und- an síga fyrir annarri gerólíkri ímynd: Hann sé skálkurinn sem færði íbúum Am- eríku hinar eitruðu gjafir hvíta Evrópu- mannsins, til hans megi rekja allt það vonda sem hvíti maðurinn hefur kallað yfir Nýja heiminn. avies varar menn við því að skoða þessa löngu liðnu atburði með aug- um nútímamanna. Mönnum hættir til dæmis við að fegra samfélög indíána eins og þau voru áður en hvíti maðurinn hélt innreið sína en sannleikurinn er sá að mörg þeirra lutu harðneskjulegri stjórn yflrstétta. Innrás hvíta mannsins var ekki sú fyrsta sem gamalgróin samfélög þurftu að þola; þjóðflokkaerjur og stríð á milli ríkja voru tíð fyrir daga hvíta mannsins. Árið 1992 er afmælisár, 500 ár síðan Evrópumenn fundu Ameríku og við verð- um að taka því sem staðreynd en ekki skoðun segir Davies. Þá hófst sögulegur tími Ameríkuþjóða en fram að því höfðu þær ekki haft ritmál til að skrá sögu sína. Þær sjötíu þjóðir sem búa í Ameríku ætla að halda upp á að fimm aldir eru liðnar síðan sögulegur tími hófst hjá þeim —þetta verður afmæli til heiðurs þeim sjálfum. 0 ÞJÓÐLÍF 35

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.