Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 47
Konurnar fóru illa út úr kosningunum.
stjórn jafnaðarmanna meirihluta á sænska
þinginu.
Jafnaðarmannaflokkurinn og verka-
lýðshreyfingin hafa byggt fylgi sitt á aukn-
um framförum, bættri velferð og auknum
jöfnuði sem náðst hefur fram í krafti mið-
stýringar gegnum ríki og sveitarfélög. Út-
gjöld hins opinbera jukust úr 25 prósent-
um af þjóðarframleiðslu árið 1950 í 65
prósent 1985 og skattar jukust álíka. Flest-
ir eru sammála um að háir skattar geti
dregið úr framleiðslugleði í fyrirtækjum
og vinnugleði einstaklinga en þegar jafn-
aðarmenn voru farnir að ræða um sparnað
og aukna framleiðni hins opinbera og gera
því skóna að lækka skatta og færa þjón-
ustu frá hinu opinbera til einkaaðila þá
kom undrunarsvipur á marga trygga kjós-
endur flokksins. Þegar Ingvar Carlsson
lagði til verkfallsbann, auk þess sem stjórn
hans hamraði sífellt á því að ekkert svig-
rúm væri fyrir kauphækkanir, sagði fólk
að þetta væri ekki hinn sanni gamli Jafn-
aðarmannaflokkur. Þeir sem vildu halda í
gömlu hagvaxtarhugsjónina voru því
fremur ráðvilltir.
En það voru ekki bara kjósendur jafn-
aðarmanna sem virtust ráðvilltir heldur
virtist flokksforystan oft ekki vita hvert
ferðinni var heitið. Á síðasta kjörtímabili
breytti flokkurinn stefnu sinni varðandi
nokkur veigamikil mál, t.d. varðandi fæð-
ingarorlof, Evrópubandalagið og Eyrar-
sundsbrúna. Og í mörgum málum þótti
stefna flokksins vera loðin og bera vott um
að forystan vissi ekki í hvorn fótinn hún
ætti að stíga.
Síðastliðin ár varð það æ ljósara að hið
opinbera, þótt stórt væri, gæti ekki full-
nægt öllum kröfum þegnanna, jafnvel
þótt fáir dragi í efa að velferðin hafi verið
almenn. Það vantaði dagheimilispláss
fyrir börn og þjónusta við aldraða þótti
víða ónóg. Þá voru margir þreyttir á að
bíða eftir einföldum skurðaðgerðum og
sjúkraþjónustu af ýmsu tagi. Menn
kenndu stóru skriffinnskubákni um
seinagang á ýmsum sviðum og æ fleiri
eygðu hjálp í framtaki einstaklinga.
Löng valdaseta getur spillt og víst þóttu
jafnaðarmenn oft sjálfumglaðir og hroka-
fullir. Þeir voru sjálfsagðir handhafar rík-
isvaldsins. En æ fleiri leiðindamál komu
upp á yfirborðið, einkum eftir morðið á
Olof Palme 1986. Vinnubrögð lög-
reglunnar þóttu ekki til fyrirmyndar, stór-
glæpamenn struku tiltölulega auðveldlega
úr fangelsum, vinagreiðar stjórnmála-
manna voru á mörkum velsæmis og í ljós
kom að jafnaðarmenn ráku pólitíska
njósnastofnun innanlands. (Þeir voru ekki
einir um það á Norðurlöndum).
ðstæðurnar voru á margan hátt
ákjósanlegar fyrir uppkomu svokall-
aðra óánægjuflokka. Leiðindamálin bættu
jarðveginn fyrir Kristilega sem lögðu
áherslu á hinn bróðurlega kærleik og fast-
ar siðareglur. Og þegar Hægriflokkurinn
gerði kosningabandalag við Frjálslynda
þjóðarflokkinn fyrir kosningar, sköpuð-
ust skilyrði fyrir nýjan flokk yst til hægri.
Sagt er að hugmyndin að stofnun Nýs
lýðræðis hafi komið fram þegar aðalsmað-
urinn og kaupsýslumaðurinn Ian Wacht-
meister og hljómplötuútgefandinn og
skemmtigarðastjórinn Bert Karlsson
hittust fyrir tilviljun á Arlanda flugvelli.
Báðir hafa verið eins konar utangarðs-
menn í sænsku þjóðfélagi, hvor á sinn
hátt. Bert Karlsson hafði lengi gagnrýnt
silalega skriffinnsku „kerfisins“ sem
trampaði á sjálfsögðum réttindum lítil-
magnans. Þá hafði hann haldið uppi hörð-
um áróðri gegn samtryggingu stjórnmála-
manna og stórfyrirtækja í framleiðslu,
dreifingu og sölu matvæla sem héldi uppi
háu matarverði í Svíþjóð. Fólk var orðið
þreytt á matarverðinu sem stafaði sam-
kvæmt skýrslum sérfræðinga af ónógri
samkeppni og reglugerðarfrumskógi í
framleiðslu sem og því að þrjár risastórar
verslanakeðjur skiptu á milli sín smásölu-
nni.
Þegar Bert og Ian stofnuðu flokkinn
virkjuðu þeir óánægju margra neytenda.
En helsta markmið þeirra var þó að draga
úr sköttum og álögum á smáatvinnurek-
endur. I Svíþjóð sem víða annars staðar í
Evrópu hefur borið á aukinni andúð í garð
innflytjenda og Nýtt lýðræði gat virkjað
þá óánægju sér í hag. Flokkurinn vill
draga úr straumi flóttamanna frá fjarlæg-
um löndum og minnka þróunaraðstoð við
önnur lönd en Eystrasaltslöndin.
Hvað við tekur í sænskum stjórnmálum
eftir þessi valdaskipti er ennþá nokkuð
óljóst en öruggt þykir að um verði að ræða
áherslubreytingu frá almáttugu og vel-
hugsandi ríki að auknu frelsi einstaklings-
ins. Þær yfirlýsingar sem nýja ríkisstjórn-
in hefur þegar gefið benda til þess að skatt-
ar á fyrirtæki verði lækkaðir til að draga
megi úr framleiðslukostnaði þeirra en með
slíkum aðgerðum vonast ríkisstjórnin til
að framleiðsla og atvinna muni aukast.
Ríkisstjórnin boðar afnám einokunar hins
opinbera, m.a. á sviði heilbrigðis-, dag-
vistar- og skólamála, að launþegasjóðirnir
verði lagðir niður og löggæsla verði hert.
Þá má vænta einhverra stefnubreytinga í
utanríkismálum, þó einkum minni stuðn-
ings við þriðja heiminn og aukins stuðn-
ings við Eystrasaltslöndin. Þróunarhjálp
við einsflokksríki verður lögð af eða
minnkuð. Stjórnin mun vinna að því að
Svíþjóð gerist aðili að Evrópubandalaginu
eins og Jafnaðarmannaflokkurinn hafði
reyndar stefnt að.
Nýi forsætisráðherrann, Carl Bildt, er
lögfræðingur að mennt. Hann varð for-
maður Hægriflokksins 1986, þá aðeins 37
ára gamall. Hann var aðstoðarmaður
Gösta Bohmans sem var formaður flokks-
ins frá 1970 til 1981 og kvæntist dóttur
hans árið 1984. Carl Bildt er ekki fyrstur
úr fjölskyldunni að verða forsætisráðherra
því langalangafi hans, Gillis Bildt, var for-
sætisráðherra árið 1888. Framan af voru
færri kjósendur hrifnir af Bildt en af sjálfri
stefnu flokksins vegna þess hve herskár
hann þótti í utanríkismálum. En síðustu
ár hefur honum þó tekist að afla sér aukins
trausts.
lokkur Bildts, Hægriflokkurinn,
nýtur mests fylgis í borgum suður
Svíþjóðar. Þriðjungur Stokkhólmsbúa
fylgir flokknum að málum en í strjálbýli
og sveitum er fylgi flokksins lítið. Dæmi-
gerður kjósandi flokksins er karlmaður í
borg, hálaunaður smáatvinnurekandi eða
skrifstofumaður en tiltölulega fáir verka-
menn styðja flokkinn.
0
ÞJÓÐLÍF 47