Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 51

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 51
hjá opinberum aðilum og ráðgjafafyrir- tækjum um hvernig á að rúlla ríkisapp- aratinu upp. Einkavæðing var fyrirferðarlítil framan af stjórnaru'ð Thatchers enda var henni lítill gaumur gefinn í stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar 1979. Fáein smærri fyrirtæki voru seld en það var fyrst með sölu landsímans, British Telecom 1984, að hjólin fóru að snúast. I kjölfarið fylgdi sala á mörgum öðrum stórfyrirtækjum, Brit- ish Gas 1986, sala ríkishlutabréfa í British Petroleum 1987 og British Steel 1988. Síð- an komu vatnsveiturnar tíu í nóvember 1989 og raforkufyrirtækin, 13 að tölu, í nóvember 1990. Meira en 60 ríkisfyrirtæki hafa verið seld síðan 1979 og nemur söluandvirði þeirra um 30 milljörðum sterlingspunda. Starfsmönnum ríkisfyrirtækja fækkaði um 1,2 milljónir manna frá 1979 fram til 1990 og voru þeir þá aðeins 844 þúsund eða 3% af vinnuafli landsmanna. Hefur þeim síðan fækkað enn frekar. British Coal, British Rail, British Waterways, Civil Aviation Authority, London Tran- sport og Post Office eru stærstu ríkisfyrir- tækin sem enn eru í ríkiseigu. Þá má einn- ig telja sjálfseignarstofnanir á borð við BBC, Englandsbanka og UK Atomic En- ergy Authority. Ríkisstjórnin áformar nú sölu sumra þessara fyrirtækja og eru Brit- ish Rail og London Transport þar efst á blaði. Einkavæðingin hefur tekið á sig marg- víslega mynd aðra en sölu ríkisfyrirtækja, stórra og smárra. Fyrirtæki sem ekki hafa þótt girnileg til kaups í heilu lagi hafa þurft að selja frá sér starfsemi sem gróða- vænleg þykir og má þar nefna sölu British Rail á hótelum, vagnasmiðju og ferjufé- laginu Sealink. Þá hefur ríkisstjórnin dregið stórlega úr styrkjum til bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga og knúið þau með lögum til að selja leigjend- um íbúðir á niðursettu verði. Af þessu hefur leitt að nærri fimmtungur bæjar- húsnæðis hefur verið seldur. Margir þættir opinbera heilbrigðis- kerfisins hafa verið færðir til einka- aðila, svo sem ræstingar, rekstur mötu- neyta og þvottar. Meira er um vert að ríkisstjórnin gerir nú gangskör að því að koma á markaðskerfi innan heilbrigðis- þjónustunnar sem mun umbylta rekstri hennar og stjórnun. Sjálft stjórnkerfi rík- isins hefur ekki farið varhluta af einka- væðingunni. Starfsmönnum í ríkisstofn- unum hefur fækkað, stjórnsýsla og póli- tísk stefnumótun hefur verið greind meira að og margar stofnanir sem annast rekstur og framkvæmd stjórnarstefnunnar hafa verið gerðar að sjálfstæðum opinberum fyrirtækjum. Einn þáttur einkavæðingarinnar eru lög frá 1988 sem skylda sveitarstjórnir til að bjóða út ýmsa þjónustu sína, einkum sorphirðu, hreingerningar í opinberum byggingum, götuhreinsun og skólamáltíð- ir. Enda þótt bæjarstofnanir og samtök bæjarstarfsmanna hafi hreppt um 80% af útboðunum hefur mikill þrýstingur frá keppinautum á einkamarkaðnum knúið þær til að skera niður útgjöld og vinnu- kraft til að halda þjónustunni. Tilgangurinn með sölu ríkisfyrirtækja og annarri einkavæðingu hefur verið að færa efnahagsstarfsemina í hendur einka- aðila þar sem henni er best borgið að áliti ríkisstjórnarinnar. En hagkvæmnissjón- armið hafa oft lotið í lægra haldi fyrir öðr- um hvötum hjá ríkisstjórninni. Fækkun ríkisstarfsmanna, sala bæjaríbúða og aðrar takmarkanir á umsvifum sveitarfélaga voru meðvitaðar pólitískar aðgerðir til að grafa undan hefðbundnu baklandi og stuðningshópum Verkamannaflokksins og skapa íhaldsflokknum fylgi meðal ört vaxandi hóps smárra hlutafjáreigenda og kaupenda bæjaríbúða. Það sem er kannski merkilegra er að sala ríkisfyrirtækja, einkum framan af, ÞJÓÐLÍF 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.