Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 52
ERLENT
stjórnaðist ekki af umhyggju stjórnarinn-
ar fyrir samkeppni og hagkvæmni í einka-
væddum fyrirtækjum heldur því að koma
ríkisfyrirtækjum í einkaeign og afla um
leið ríkinu tekna til að geta lækkað tekj-
uskatt og opinberar lántökur. Þetta kom
vel í ljós þegar British Telecom, British
Gas og British Airways voru seld. Ríkis-
stjórnin vissi að hún fengi meira fyrir
fyrirtækin ef þau væru seld sem ein heild í
stað þess að vera brotin upp í smærri ein-
ingar. Öll þessi fyrirtæki höfðu einokun-
arstöðu hvert á sínum markaði en ríkis-
stjórnin lét tækifærið til að auka sam-
keppni sér úr greipum ganga þegar þau
voru seld. Því fór svo að lítið breyttist
annað en eignarhald þessara einokunar-
fyrirtækja sem nú voru ábyrg gagnvart
hluthöfum í stað hins opinbera áður.
Eftir sölu British Telecom 1984 jukust
kvartanir frá neytendum um allan helm-
ing vegna hærri gjalda, versnandi þjón-
ustu og vanrækslu við neytendur innan-
lands.
Þessi þróun styður skoðun flestra hag-
fræðinga að einkavæðing ein sér leiði ekki
sjálfkrafa til lægri kostnaðar heldur verði
að fylgja aðgerðir til að auka samkeppni og
bæta stjórnun fyrirtækjanna. Ein ástæða
þess að ríkisstjórninni mistókst að koma á
aukinni samkeppni einkavæddu fyrir-
tækjanna er sú að þau annast mörg hver
þjónustu sem erfitt eða ómögulegt er að
skipuleggja á samkeppnisgrundvelli, eru í
eðli sínu náttúruleg
einokunarfyrirtæki eins og til dæmis
vatnsveiturnar, rafveiturnar og símaþjón-
ustan.
að var ekki fyrr en á þriðja kjörtíma-
bili stjórnarinnar, þ.e. frá 1987 að
telja, að stjórnin fór að veita hinum seldu
einokunarfyrirtækjum meira aðhald til að
stuðla að betri og ódýrari þjónustu við
neytendur. Jafnframt var betur um hnút-
ana búið við frekari sölu ríkisfyrirtækja
eins og kom vel fram í sambandi við raf-
orkuiðnaðinn. Ákveðin lágmarksþjónusta
var bundin í lögum, mörg raforkuver voru
stofnuð sem áttu að keppa á markaði um
orkusölu en veitukerfin sjálf urðu eftir
sem áður náttúruleg einokunarfyrirtæki
gagnvart neytendum.
Breska ríkisstjórnin hefur kosið að fara
aðra leið en Bandaríkjamenn sem hafa
langa og misjafna reynslu af opinberu eft-
irliti með einokunarfyrirtækjum. Þar í
landi eiga eftirlitsstofnanir að gæta hags-
muna neytenda í hvívetna og hafa meðal
annars vald til að ákveða taxta sem einok-
unarfyrirtækin eiga að fara eftir og brjóta
upp samsteypur sem orðnar eru of voldug-
ar. í Bretlandi er beint stjórnstýrt eftirlit
miklu minna en þess í stað er reynt að
greiða samkeppni braut á þeim sviðum
þar sem einokun eða fákeppni ríkir. Þótt í
litlu sé má sjá þetta í sambandi við aukin
umsvif Mercury símafélagsins sem er eina
fyrirtækið sem veitir British Telecom
samkeppni. Enn ræður þó British Tel-
ecom yfir 97% af markaðnum.
ver er efnahagslegur árangur af
einkavæðingu ríkisstjórnarinnar? í
fyrsta lagi hafa fyrirtækin skilað meiri
hagnaði, þökk sé einkum umtalsverðri
aukningu á framleiðni. Athyglisvert er þó
að þessi breyting kom að verulegu leyti
fram áður en fyrirtækin voru seld einkaað-
ilum. Til þess að lokka kaupendur afskrif-
aði ríkisstjórnin skuldir, jók ríkisframlag
til umbóta innan fyrirtækjanna og stuðlaði
á ýmsan annan hátt að hagkvæmni. Grín-
laust má því segja að Thatcher hafi rekið
ríkisfyrirtækin á hagkvæmari hátt en flest-
ir aðrir sem vinveittari eru slíkum rekstri.
Aukinni framleiðni hefur aðallega verið
náð með fækkun starfsfólks og betri
stjórnun fyrirtækjanna, þar eð stjórnend-
ur nú verða að lúta hreinum viðskiptasjón-
armiðum.
Fjárhagsleg staða einkavæddu fyrir-
tækjanna hefur batnað en mjög er misjafnt
hvernig þeim hefur tekist upp við að veita
betri og ódýrari þjónustu. Oft hefur af-
koman bamað með því meðal annars að
skerða þjónustuna. Og þótt mörg fyrir-
tækjanna hafi vissulega verið ofmönnuð
fyrir einkavæðingu hafa uppsagnir á
starfsfólki víða leitt til stóraukins álags og
kjaraskerðingar hjá þeim sem eftir eru.
í könnun á 300 samningum sem gerðir
voru eftir lögunum um útboð á þjónustu
sveitarfélaga fyrsta hálfa árið kemur í ljós
að í 53% tilvika var starfsfólki fækkað,
12% kaup skorið niður, 17% vinnutími
styttur fyrir sama verk, 9% sumarfrí stytt
auk annarra skerðinga á kaupi og réttind-
um. Af starfsstéttum hefur ræstinga- og
framleiðslufólk farið verst út úr niður-
skurðinum, sér í lagi konur í lægstlaunuðu
hlutastörfunum.
En hverju hefur þá einkavæðingin
breytt um eignarhald í atvinnulífi? Tha-
tcher taldi að einkavæðingin myndi stuðla
að kapítalisma alþýðunnar þannig að allur
almenningur ætti kost á að gerast eigendur
jafnt sem starfsmenn fyrirtækja. Árið 1983
áttu rúmlega 2 milljónir manna hluti í
fyrirtækjum en nú nemur þessi fjöldi
meira en 10 milljónum. Þetta er stórkost-
leg viðbót við hóp hlutafjáreigenda en á
hitt ber að líta að flestir eiga litla hluti í
aðeins einu fyrirtæki. Upphaflegir kaup-
endur voru enn fleiri en þeim hefur fækk-
að talsvert, ekki síst vegna þess hvernig
stjórnin stóð að sölu fyrirtækjanna. Til
þess að laða kaupendur að var verðinu
haldið niðri en það varð aftur til þess að
margir þeirra sem keyptu hlutabréf seldu
strax aftur fyrir miklu hærra verð og gátu
þannig hirt stórgróða. Þessi skyndigróði
hefur bakað ríkisstjórninni óvinsældir
margra og saka gagnrýnendur hana um að
selja þjóðareignir á útsölu til þeirra sem
hafa peninga á meðan þorri þjóðarinnar
situr afskiptur hjá.
0
Sala helstu ríkisfyrirtækja
söluverð (milljón punda)
okt. 1979 British Petroleum (5%) 276
nóv. 1982 Britoil (51%) 549
sept. 1983 British petroleum (7%) 543
nóv. 1984 British Telecom (51%) 3,956
ág. 1985 Britoil (49%) 426
des. 1986 British Gas 5,434
feb. 1987 British Airways 854
maí. 1987 Rolls Royce 1,031
júlí 1987 British Airports Authority 1,225
okt 1987 British Petroleum (31,5%) 5,263
des. 1988 British Steel 2,418
nóv. 1989 Bresku vatnsveiturnar 5,240
nóv. 1990 Bresku raforkustöðvarnar 5,2
Aths. Tölurnar sýna hreinar tekjur ríkisins af sölu ríkisfyrirtækja og ríkiseignar í
fyrirtækjum.
52 ÞJÓÐLÍF